Dóms­mála­ráðu­neyti með mál Erlu Bolla­dótt­ur til skoð­un­ar

For­sæt­is­ráð­herra hef­ur ósk­að eft­ir því við dóms­mála­ráðu­neyt­ið að mál Erlu Bolla­dótt­ur verði tek­ið til sér­stakr­ar skoð­un­ar. Erla var sú eina af dóm­felld­um í Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál­um sem fékk mál sitt ekki end­urupp­tek­ið. Það eru ekki góð ör­lög máls­ins a

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - adal­[email protected]­bla­did.is

„Ég hef hitt Erlu og ég hef ósk­að eft­ir því við dóms­mála­ráðu­neyt­ið að það skoði henn­ar mál sér­stak­lega,“seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra. Störf sátta­nefnd­ar um Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál voru rædd í rík­is­stjórn í gær.

Erla Bolla­dótt­ir er sú eina hinna dóm­felldu sem ekki fékk mál sitt end­urupp­tek­ið síð­ast­lið­ið haust. Hún var sak­felld fyr­ir rang­ar sak­argift­ir með því að hafa sam­mælst um það með Kristjáni Við­ari Júlí­us­syni og Sæv­ari Ma­rínó Ciesi­elski að ef spjót­in færu að bein­ast að þeim vegna hvarfs Geirfinns myndu þau bera sak­ir á svo­kall­aða Klúbb­menn. Dóm­ur þeirra þriggja fyr­ir rang­ar sak­argift­ir stend­ur enn þótt sýkn­að hafi ver­ið af að­ild að hvarfi Geirfinns.

Erla átti ell­efu vikna dótt­ur þeg­ar hún var hand­tek­in í des­em­ber 1975. Hún sat í gæslu­varð­haldi í 239 daga vegna máls­ins, henni voru gefn­ar sann­leiksspraut­ur til að hjálpa henni við að rifja upp at­burði og gerð var til­raun til að dá­leiða hana.

Gæslu­varð­haldsvist­in og lang­ar yf­ir­heyrsl­ur fóru illa með Erlu og úti­lok­uðu að mark væri tak­andi á fram­burði henn­ar, að mati Gísla Guð­jóns­son­ar rétt­ar­sál­fræð­ings, eins og fjall­að er um í skýrslu starfs­hóps dóms­mála­ráð­herra um mál­ið.

Erla ját­aði á sig ým­is af brot með­an á gæslu­varð­hald­inu stóð, með­al ann­ars að hafa skot­ið Geirfinn með riffli. Þá nefndi hún fjöl­marga mögu­lega vitorðs­menn, þeirra á með­al þá­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Ólaf Jó­hann­es­son.

„Ég lýsti því á fundi mín­um með for­sæt­is­ráð­herra eft­ir að sýknu­dóm­ur féll í Hæsta­rétti að ég vildi að yf­ir­völd lýstu því yf­ir með af­ger­andi hætti að við sem sak­felld vor­um á sín­um tíma ætt­um enga sök á því sem gerð­ist. Ekk­ert okk­ar,“seg­ir Erla.

Hún seg­ist ekki hafa heyrt um að mál­ið sé til skoð­un­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu en velt­ir því fyr­ir sér.

„Vill fólk ljúka þessu máli með því að inn­sigla að tví­tug stúlka með ný­fætt barn hafi bor­ið ábyrgð á þeim darr­að­ar­dansi sem upp­hófst í dóms­mála­kerf­inu í des­em­ber 1975? Að hún beri ekki að­eins þá sök að aðr­ir menn voru svipt­ir frelsi held­ur einnig þær sak­ir sem lög­reglu- og dómsvald lands­ins varð upp­víst að í þessu máli,“seg­ir Erla og bæt­ir við:

„Því stað­an er sú að eina mann­eskj­an í heim­in­um sem er sek fund­in um Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál í dag er ég. Aðr­ir sem sak­felld­ir voru hafa ver­ið sýkn­að­ir og þeir sem sviptu okk­ur frelsi, pynt­uðu ár­um sam­an og sak­felldu okk­ur á end­an­um hafa aldrei ver­ið spurð­ir út í hegð­un sína í þessu máli, með einni und­an­tekn­ingu sem þó op­in­ber­aði óheið­ar­leika þeirra,“seg­ir Erla.

„Mér svíð­ur sú fram­koma gagn­vart ís­lensku sam­fé­lagi ef stjórn­völd vilja skilja svona við mál­ið. Ef ein­hverj­ir eiga að sitja á saka­manna­bekk vegna þessa máls, þá eru það aðr­ir en við.“

Erla Bolla­dótt­ir Ef ein­hverj­ir eiga að sitja á saka­manna­bekk vegna þessa máls, þá eru það aðr­ir en við.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/EYÞÓR

Erla á leið úr dómsal eft­ir sýknu­dóma í Hæsta­rétti síð­ast­lið­ið haust.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.