Leynd rík­ir yf­ir sátta­greiðslu þjóð­kirkj­unn­ar

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – smj

Þjóð­kirkj­an neit­ar að upp­lýsa um fjár­hæð dómsátt­ar sem náð­ist við Pál Ág­úst Ólafs­son, fyrr­ver­andi sókn­ar­prest á Staðastað. Fram­kvæmda­stjóri kirkju­ráðs seg­ir lög­menn kirkj­unn­ar telja sátt­ina und­an­þegna upp­lýs­inga­lög­um.

Á fundi kirkju­ráðs í síð­asta mán­uði var lagt fram bréf frá Mörk­inni lög­manns­stofu til embætt­is bisk­ups Ís­lands varð­andi sáttaum­leit­an­ir við Pál Ág­úst. Kirkju­ráð sam­þykkti að ganga að gagn­borð­inu, eins og það er orð­að í fund­ar­gerð, og gera þannig dómsátt í mál­inu. Frá því hafði ver­ið greint í árs­byrj­un að Páll Ág­úst krefði kirkj­una um alls 28 millj­ón­ir króna, með­al ann­ars vegna leigu­greiðslna, hlunn­inda­tekna vegna dún­töku og veiðirétt­ar sem hann hafi orð­ið af, sjúkra­kostn­að fjöl­skyld­unn­ar og skemmda á inn­búi sem tengj­ast myglu í prests­bú­staðn­um á Staðastað.

Frétta­blað­ið ósk­aði eft­ir af­riti af bréf­inu sem og dómsátt­inni en því hafn­aði kirkju­ráð. Odd­ur Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri kirkju­ráðs, vill af þeim sök­um ekki upp­lýsa hversu há sátta­greiðsl­an er.

Páll Ág­úst, sem lagt hef­ur kirkj­una í þeim mála­ferl­um sem hann hef­ur sótt und­an­far­in miss­eri, kveðst sömu­leið­is ekki geta tjáð sig um sátt­ina. „Það er mín trú að all­ir að­il­ar máls­ins séu reynsl­unni rík­ari og muni læra af. Við horf­um bara björt­um aug­um til fram­tíð­ar.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.