Deilt við dóm­ar­ann

Fréttablaðið - - FRÉTTIR -

Rétt­ar­höld­in í Ma­dríd halda áfram. Þar mál­uðu vitni mynd af störf­um spænsku lög­regl­unn­ar.

Sækj­end­ur og verj­end­ur hafa frá því fyr­ir rétt­ar­höld deilt um beit­ingu of­beld­is í kring­um sjálf­stæðis­at­kvæða­greiðsl­una. Verj­end­ur hafa sagt sak­born­inga ekki hafa stað­ið fyr­ir neinu slíku og þar með sé ekki hægt að sak­fella fyr­ir upp­reisn eða upp­reisn­ar­áróð­ur held­ur hafi spænska lög­regl­an stað­ið fyr­ir eina of­beld­inu í kring­um kosn­ing­arn­ar. Sækj­end­ur hafa hins veg­ar hald­ið því fram að ákærðu hafi kynt und­ir of­beldi af hálfu al­mennra borg­ara.

Skemmtikraft­ur­inn Jordi Pes­arrodona sagði lög­reglu hafa geng­ið í skrokk á sér á kjör­dag. Spænsk­ir lög­reglu­þjón­ar hafi bar­ið hann í klof­ið með kylf­um.

Til ill­deilna kom á milli Benet Salellas, verj­anda að­gerða­sinn­ans Jord­is Cuix­art, og Manu­el Marchena dóm­ara þeg­ar heim­spek­ing­ur­inn Mar­ina Garcés gaf vitn­is­burð. Marchena stöðv­aði Garcés þeg­ar hún kall­aði at­kvæða­greiðsl­una „magn­aða“og sagði tíma­sóun að hlusta á per­sónu­leg­ar skoð­an­ir henn­ar. Salellas mót­mæltu þessu og sagði nauð­syn­legt að hlýða á skoð­an­ir vitna rétt eins og dóm­ar­ar hlust­uðu á skoð­an­ir lög­reglu­þjóna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.