Blekk­ing

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Krist­ín Þor­steins­dótt­ir krist­[email protected]­bla­did.is

Fjöl­miðla­frum­varp mennta­mála­ráð­herra mun engu breyta fyr­ir stærstu fjöl­miðla lands­ins. Að halda slíku fram er fjar­stæða. Ætl­að fram­lag ráð­herr­ans til einkamiðla í land­inu nær því varla að vera 5% þeirr­ar forgjaf­ar sem RÚV nýt­ur á ári hverju. Er ekki eitt­hvað bog­ið við það? Ráð­herr­ann lét hafa eft­ir sér um helg­ina að fjöl­miðla­frum­varp­ið, sem nú ligg­ur fyr­ir full­klár­að, miði að því að styrkja rekstr­ar um­hverfi fjöl­miðla. Stað­reynd­in er sú að frum­varp­ið mun eng­in áhrif hafa á starf­semi á þess­um mark­aði önn­ur en þau að hvetja til stofn­un­ar ör­miðla. Þar hef­ur hins veg­ar ver­ið mik­il gróska und­an­far­in ár, og ekk­ert sem bend­ir til þess að rík­is­að­stoð þurfi til að hjálpa enn frek­ar til.

Ráð­herra gagn­rýndi skrif Frétta­blaðs­ins um frum­varp­ið á þess­um vett­vangi í fyrr­nefndu við­tali og vís­aði allri gagn­rýni á bug. Þrátt fyr­ir að ráð­herra ósk­aði um­sagna hags­muna­að­ila, sem lögð var mik­il vinna í, voru þær um­sagn­ir hunds­að­ar. Frum­varp­ið er því sem fyrr „hvorki fugl né fisk­ur“og sam­ráð við hags­muna­að­ila var til mála­mynda.

Ráð­herra seg­ir að ver­ið sé að vinna að því að færa fjöl­miðlaum­hverfi á Íslandi nær því sem er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Þessi setn­ing er óskilj­an­leg. Ráð­herra hlýt­ur að vita líkt og við hin, að á Norð­ur­lönd­um eru rík­is­fjöl­miðl­ar ekki á aug­lýs­inga­mark­aði? Hlut­verk stjórn­mála­manna hlýt­ur að vera að velta fyr­ir sér hlut­verki rík­is­fjöl­mið­ils á 21. öld­inni, og sníða miðl­in­um þann stakk að einkamiðl­arn­ir fái að vaxa og dafna í friði fyr­ir rík­is­vald­inu.

Sem fyrr er al­ger­lega lit­ið fram hjá draugn­um í her­berg­inu. Rekstr­ar­um­hverfi einkamiðla verð­ur ekki lag­að án þess að tek­ið sé á yf­ir­burða­stöðu RÚV. Ráð­herr­ann skil­ar ein­fald­lega auðu. Óljós fyr­ir­heit um end­ur­skoð­un á hlut­verki RÚV í grein­ar­gerð með frum­varp­inu eru þar í besta falli til mála­mynda. Hin vand­ræða­lega stað­reynd er sú að ráð­herr­ann hef­ur eytt stór­um hluta af embætt­is­tíma sín­um í að smíða frum­varp þar sem ekki er ráð­ist að rót vand­ans.

Á þess­um vett­vangi hef­ur áð­ur ver­ið bent á að frá­leitt sé að auka fram­lög til fjöl­miðla, nær væri að end­urút­hluta þeim fjár­mun­um sem þeg­ar er var­ið til RÚV. Til að mynda mætti byrja á því að veita ein­um millj­arði af út­varps­gjald­inu til einkamiðl­anna. Þá yrði þátt­taka RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði tak­mörk­uð við einn millj­arð á ári. Það væri skref í rétta átt.

Einu fjöl­miðl­arn­ir á Íslandi sem keppa við RÚV af ein­hverju afli eru Frétta­blað­ið, Sýn og Morg­un­blað­ið. Ráð­herr­ann blekk­ir þjóð­ina, þeg­ar hún held­ur því fram að 50 millj­ón­ir jafni leik við RÚV sem fær 4,7 millj­arða ár­lega beint frá skatt­borg­ur­um, að við­bætt­um þeim 2,3 millj­örð­um sem stofn­un­in sæk­ir ár­lega á aug­lýs­inga­mark­aði.

Meint björg­un­ar­að­gerð Lilju er bútasaum­ur. Plástr­a­lækn­ing sem mun engu skila.

Meint björg­un­ar­að­gerð Lilju er bútasaum­ur. Plástr­a­lækn­ing sem mun engu skila.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.