Gef­ur út bók um gjald­þrot WOW air

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - – hae

Um næst­kom­andi mán­aða­mót kem­ur út bók um gjald­þrot f lug­fé­lags­ins WOW air. Höf­und­ur bók­ar­inn­ar er Stefán Ein­ar Stef­áns­son, frétta­stjóri við­skipta á Morg­un­blað­inu, en í henni er far­ið yf­ir að­drag­and­ann að stofn­un flug­fé­lags­ins, upp­gang þess og fall. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar er að finna í bók­inni, sem er gef­in út af For­laginu, er varða fall fé­lags­ins og eru þær sagð­ar varpa áð­ur óþekktu ljósi á þær ít­rek­uðu til­raun­ir sem gerð­ar voru til að forða því frá gjald­þroti.

Vinna við bók­ina hófst fyrst þeg­ar ljóst varð að fé­lag­ið heyrði sög­unni til í lok mars­mán­að­ar og bygg­ir hún á op­in­ber­um heim­ild­um en einnig áð­ur óbirt­um skjöl­um. Þá hef­ur bók a rhö f unda r rætt við tugi ein

stak­linga sem tengst hafa WOW air með ein­um eða öðr­um hætti í þau rúm­lega sjö ár sem flug­fé­lag­ið starf­aði.

Vinnu­tit­ill bók­ar­inn­ar, sem er ríf­lega 300 síð­ur að lengd, er Með him­inskaut­um, ris og fall f lug­fé­lags­ins WOW air, en ekki ligg­ur fyr­ir hver verð­ur end­an­leg­ur tit­ill bók­ar­inn­ar. Höf­und­ur leit­aði eft­ir sam­starfi við Skúla Mo­gensen, stofn­anda og for­stjóra flug­fé­lags­ins, um rit­un bók­ar­inn­ar en hann gaf ekki kost á því.

Stefán Ein­ar Stef­áns­son. Skúli Mo­gensen.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.