Á jökl­um með töku­fólki

Horn­firð­ing­ur­inn Sól­veig Svein­björns­dótt­ir sinnti ný­lega leið­sögn hóps frá Sherts Cinema og Nati­onal Geograp­hic sem vinn­ur að þátta­gerð um sam­band fólks og jökla.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - MYNDIR/GUILLAUME KOLLIBAY [email protected]­bla­did.is

Það var ver­ið að taka upp einn þátt af fjór­um sem fjalla um kven­kyns­leið­toga í nátt­úru­vís­ind­um hjá Nati­onal Geograp­hic og þann eina sem tek­inn verð­ur hér á landi. Þeir munu all­ir fjalla um vatn í ein­hverju formi,“seg­ir Sól­veig Svein­björns­dótt­ir sem í lið­inni viku þræddi ýmsa skrið­jökla Aust­ur-Skafta­fells­sýslu með kvik­myndaliði og vís­inda­fólki. Hún og mað­ur henn­ar, hinn franski Guillaume, hafa ný­lega stofn­að fyr­ir­tæk­ið Localiceland­er sem sér­hæf­ir sig í jökla­ferð­um.

Kven­kyns­leið­tog­inn sem þátt­ur­inn fjall­ar um er dr. M. Jackson, land- og jökla­fræð­ing­ur, sem að sögn Sól­veig­ar hef­ur ver­ið mik­ið á Suð­aust­ur­landi við rann­sókn­ir og með­al ann­ars skoð­að sam­band fólks og jökla. Hún gaf út bók á þessu ári sem nefn­ist The Secret Li­ves of glaciers, og er kom­in í ís­lensk­ar bóka­búð­ir. „Við Guillaume vor­um ekki bara leið­sögu­menn held­ur líka hluti af þætt­in­um, því dr. M. hef­ur fylgst með okk­ur. En það er mik­ið að ger­ast í kring­um okk­ur og breyt­ing­arn­ar eru ör­ar. Dæmi um það eru við Svína­fells­jök­ul sem nú er bann­að að ferð­ast um vegna hættu á berg­hlaupi, því jök­ull­inn veit­ir ekki sama stuðn­ing við fjall­ið og áð­ur,“seg­ir Sól­veig.

Þætt­irn­ir eru fram­leidd­ir af kanadíska fyr­ir­tæk­inu Shertas Cinema. Það vinn­ur þá í sam­starfi við Nati­onal Geograp­hic og Google. Sól­veig seg­ir nýja sýnd­ar­veru­leika­tækni hafa ver­ið not­aða við tök­urn­ar. „Það var allt tek­ið upp í 360 gráð­um,

þannig að áhorf­and­inn fer í ferða­lag um sjón­deild­ar­hring­inn með því að setja á sig sér­stök gler­augu. Mynda­vél­arn­ar eru við­kvæm­ari en geng­ur og ger­ist og þola ekki rign­ingu en við vor­um ótrú­lega hepp­in með veð­ur. Við fór­um víða um jökl­ana og sigld­um um Fjalls­ár­lón, vinnu­dag­arn­ir voru lang­ir, tólf til fimmtán tím­ar á sól­ar­hring. Við vor­um alltaf að segja töku­mönn­un­um að það væri nóg eft­ir af deg­in­um þeg­ar þeir voru að líta á klukk­una!“

Ekki kveðst Sól­veig vita hvenær þátt­ur­inn verði á dag­skrá. „Ég hef ekki feng­ið ná­kvæma tíma­setn­ingu en held að það verði ein­hvern tíma í haust. Hinir þrír verða tekn­ir upp ann­ars stað­ar í heim­in­um. Þar eru ým­is um­fjöll­un­ar­efni. Ég held að ein vís­inda­kon­an sér­hæfi sig í kór­alrif­um.“

Sól­veig og Guillaume hafa ver­ið sam­an í á fimmta ár. „Við byrj­uð­um með að verja vetr­un­um úti og skíða og ferð­ast um, bjugg­um í hús­bíl einn vet­ur, svo kom­um við heim á sumr­in og unn­um við leið­sögn. Nú höf­um við okk­ar helstu at­vinnu yf­ir vetr­ar­tím­ann hér. Við höf­um að­al­lega sér­hæft okk­ur í ís­hella­ferð­um fyr­ir ljós­mynd­ara. Einnig get­ur fólk keypt kort á heima­síð­unni localiceland­er.is með upp­lýs­ing­um og holl­ráð­um fyr­ir ferða­menn. Við er­um að reyna að gera ferð­ir um Ís­land ör­ugg­ari fyr­ir fólk sem ferð­ast á eig­in veg­um. Það get­ur líka haft sam­band við okk­ur með­an á ferða­lag­inu stend­ur. Við er­um mjög virk á Insta­gram und­ir merk­inu localiceland­er.

Sól­veig er þraut­þjálf­uð í vetr­ar­ferða­mennsku og fylg­ist með jökl­un­um.

Mynda­tök­ul­ið að störf­um á Skála­fells­jökli.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.