Ein af stjörn­um The Office í ís­lensk­um sjón­varps­þátt­um

Fréttablaðið - - VEÐUR, MYNDASÖGUR & ÞRAUTIR -

The Office stjarn­an Rainn Wil­son er stadd­ur hér á landi, að því er virð­ist við upp­tök­ur á sjón­varps­þætt­in­um Ráð­herr­ann. Í inn­leggi á sam­skiptamiðl­in­um Twitter birti hann mynd af tök­ulið­inu, sem hann seg­ir líta út eins og sann­kall­aða vík­inga. Merk­ir hann sjón­varps­þátt­inn Ráð­herr­ann ásamt leik­ar­an­um Ólafi Darra í inn­legg­inu, en á mynd­inni sést ann­ar leik­stjóri þátt­anna, Arn­ór Pálmi Arn­ars­son. Ólaf­ur Darri fer með titil­hlut­verk­ið, en með hon­um í þætt­in­um leika Þuríð­ur Blær, Aníta Briem og Þor­vald­ur Davíð. Við get­um því hlakk­að ti l að sjá þessu ein­va l a l iði bregða fyr­ir á skjá­um okk­ar fyrr en síð­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.