Kona í hefnd­ar­hug

Fréttablaðið - - MENNING - Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir

Höf­und­ur: Camilla Läckberg Út­gef­andi: Sög­ur út­gáfa í sam­stafi við Nord­in Agency

Bl­að­síð­ur: 349

Satt að segja hef ég ekki les­ið neitt eft­ir Camillu Läckberg áð­ur. Les­andi ætti að hafa í huga að ég hef aldrei ver­ið sér­stak­ur að­dá­andi nor­rænna spennu­sagna, eða bara spennu­sagna al­mennt. Ég hef aldrei klár­að Arn­ald, pikk­að upp Yrsu á f lug­vell­in­um og hef lít­ið sem ekk­ert fylgst með Ófærð/ Brúnni/Glæpn­um.

Ég hef því ekk­ert til að miða Gull­búr­ið við. Sem er ef­laust gott því hér fæ ég að dæma bók­ina eins og hún stend­ur ein í stað þess að sjá hvar hún fell­ur í glæpa­sagna­flokkn­um. Sem meist­ara­nemi í rit­list hef­ur mér alltaf fund­ist heft­andi að flokka bæk­ur eft­ir því hvort þær séu glæpa­sög­ur, ástar­sög­ur, fant­así­ur og svo fram­veg­is. Þá nálg­ast les­and­inn bók­ina með gríð­ar­lega mikl­ar fyr ir­fram mót­að­ar hug­mynd­ir um um­gjörð sög­unn­ar.

Mér er efst í huga eft­ir að hafa les­ið Gull­búr­ið hversu af­ar lít­ið ég tengi við að­al­per­són­una og mér lík­ar eig­in­lega ekki við neina per­sónu í bók­inni. Það er mik­ill galli í sögu þar sem les­and­inn á að halda með konu sem rís upp eft­ir gríð­ar­leg svik og nær fram hefnd­um.

Við fylgj­um sögu Faye, sem á yf­ir­borð­inu virð­ist eiga allt; r ík­an eig­in­mann, ynd­is­lega dótt­ur og lúxus­í­búð í Stok khólmi . Svona er þessu lýst á bak­hlið bók­ar­inn­ar og er frek­ar gam­aldags markmið. Virk­ar kannski ef við­kom­andi er hús­móð­ir ár­ið 1955 í sögu eft­ir b a nd a r í sk a n karl­kyns millistétt­ar-rit­höf­und. Fram­vind­an á sög­unni er nokk­uð fyr­ir­sjá­an­leg. Faye er svik­in, við kynn­umst harm­leik úr for­tíð­inni sem sæk­ir á hana, hún rís upp og nær fram hefnd­um með óvæntri

fléttu í lok­in. Flétt­ur í sög­um virka vel þeg­ar þær eru gefn­ar til kynna fyrr í sög­unni og tengj­ast á ein­hvern hátt þeim ákvörð­un­um sem per­són­an hef­ur þurft að taka. Slík f létta kem­ur fyr­ir í Gull­búr­inu en bæt­ir engu við sögu­lok­in og er al­gjör­lega óþörf.

Mér leið eins og ég væri að lesa sam­an­safn af lág­kúru­leg­um slúð­ur­sög­um sem þjóna þeim til­gangi að sjokk­era og stuða.

Minnst er á femín­ísk­an boð­skap á bak­hlið bók­ar­inn­ar sem er að mínu mati sölu­brella frek­ar en sann­leik­ur. Tvívíð kven­per­sóna ger­ir lít­ið fyr­ir kvenna­bar­áttu að mínu mati. Läckberg á þó full­an rétt á að skrifa sögu með að­al­per­sónu sem erfitt er að tengja við, al­veg eins og þús­und­ir rit­höf­unda hafa gert, burt­séð frá kyni.

Camilla Läckberg glæpa­sagna­höf­und­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.