Bestu bar­þjón­ar lands­ins í tíma­keppni á Kjar­vals­stöð­um

Tíu bar­þjón­ar keppa um efstu fjög­ur sæt­in í World Class bar­þjóna­keppn­inni í dag. Fjór­ir keppa í kvöld á Kjar­vals­stöð­um, þar sem þeir þurfa að gera átta kokteila á jafn mörg­um mín­út­um. Sig­ur­veg­ar­inn hlýt­ur titil­inn bar­þjónn Ís­lands.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - MYND/JÓN RAGNAR JÓNS­SON MYND/AKIRA HELMSDAL CARRÉ stein­ger­d­[email protected]­bla­did.is

Nú í kvöld er World Class bar­þjóna­keppn­in hald­in í fjórða sinn á Íslandi. Þrisvar áð­ur hafa Ís­lend­ing­ar sent full­trúa sinn í keppn­ina, til Miami, Mexí­kó og Berlín­ar, en þetta ár­ið fer keppn­in fram í Glasgow. Í kynn­ingu um keppn­ina er skrif­að að til­gang­ur henn­ar sé að auka á upp­lif­un, auka gæði og fá meiri þekk­ingu í kokteila-menn­ing­una hér­lend­is. Metn­að­ur ís­lenskra bara hef­ur stór­auk­ist síð­ustu ár, og má að mörgu leyti þakka keppn­inni það. Þetta er nokk­urs kon­ar upp­skeru­há­tíð kokteil-unn­enda og ís­lenskra bar­þjóna.

Keppn­in úti er sú stærsta og virt­asta sinn­ar teg­und­ar í heim­in­um. Bar­þjón­ar hvers lands skrá sig í keppn­ina að hausti og þurfa svo að sækja ým­is nám­skeið, fræðslu og við­burði yf­ir ár­ið til að safna stig­um. Eft­ir hvert nám­skeið þarf hver bar­þjónn að skila inn drykk. Hann

er dæmd­ur út frá bragði, fram­setn­ingu og hversu vel var far­ið eft­ir þema nám­skeiðs­ins.

Þrír dóm­ar­ar fara líka um alla borg­ina og dæma bar­þjón­ana sem taka þátt í keppn­inni. Rúm­lega þrjá­tíu bar­þjón­ar skráðu sig til leiks síð­asta haust og fyrr í vor var greint frá hverj­ir tíu taka þátt á úr­slita­dag­inn. Fyrripart dags­ins í dag tek­ur topp tíu hóp­ur­inn þátt í ýms­um þraut­um, með­al ann­ars í keppni sem er fólg­in í því að bar­þjón­un­um eru feng­in skot­glös, en þau eru öll svört á lit svo inni­hald­ið sést ekki. Í glös­un­um eru svo mis­mun­andi áfengis­teg­und­ir og þurfa kepp­end­ur ekki ein­ung­is að greina teg­und­ina, held­ur líka frá hvaða fram­leið­anda inni­hald­ið er. Í lok dags er svo til­kynnt hvaða fjór­ir bar­þjón­ar taka þátt í loka­keppn­inni.

Í kvöld klukk­an átta mun loka­úr­tak­ið þurfa að gera átta ólíka kokteila á jafn mörg­um mín­út­um, en þetta gera þeir uppi á sviði fyr­ir fram­an áhorf­end­ur. Kúnst­in snýst um sam­hæf­ingu og fram­setn­ingu en þeir eru í raun að gera alla kokteil­ana sam­tím­is. Að sögn Sóleyj­ar Kristjáns­dótt­ur, ann­ars fram­kvæmda­stjóra keppn­inn­ar, get­ur þetta reynst ótrú­lega spenn­andi og mik­ið sjón­arspil fyr­ir áhorf­end­ur. Hún seg­ir alla geta haft gam­an af, þrátt fyr­ir að hafa eng­an sér­stak­an áhuga á kokteil­a­gerð.

Dóm­aralið­ið er skip­að sig­ur­veg­ur­um síð­ustu ára ásamt ein­um af bestu bar­þjón­um heims, Kevin Par­dnote. Að keppni lok­inni er svo til­kynnt hver er besti bar­þjónn Ís­lands ár­ið 2019 og sá fer út að keppa fyr­ir Ís­lands hönd þetta ár­ið.

Hús­ið verð­ur opn­að klukk­an 20.00, en keppn­in fer fram á Kjar­vals­stöð­um við Klambra­tún.

Sig­ur­veg­ar­ar síð­ustu ára, þeir Andri Davíð, Jón­as Heið­arr og Orri Páll.

Sóley og Hlyn­ur, fram­kvæmda­stjór­ar keppn­inn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.