EUROVISI­ON

Fréttablaðið - - FÓLK - Bene­dikt Bó­as bene­dikt­[email protected]­bla­did.is Ingólf­ur Grét­ars­son in­golf­[email protected]­bla­did.is

Eurovisi­on-keppn­in í ár fer fram í Expo-höll­inni í Tel Avív sem hér í Ísra­el er köll­uð Ga­n­ei HaTa­arucha. Hún rúm­ar um 7.300 manns. Höll­in er í norð­ur­hluta borg­ar­inn­ar og er ís­lenski hóp­ur­inn um 25 mín­út­ur að keyra þang­að frá hót­el­inu. Leið­in er ákaf­lega fal­leg, ligg­ur með­fram strand­lengj­unni og í gegn­um Yar­kon Park. Það tek­ur að­eins um 35 mín­út­ur að hjóla þang­að, en hjól­reið­ar eru mjög vin­sæl­ar hér í Tel Avív.

Borg­in hef­ur gert 70 kíló­metra af hjóla­stíg­um og þeim fjölg­ar stöð­ugt. Þá er hægt að leigja sér raf­magns­hlaupa­hjól sem er nán­ast vin­sælla en fjöl­marg­ir þeysa um göt­urn­ar á þess­um hjól­um.

Keppn­is­höll­in er hönn­uð af Aryeh El­han­ani og var hún vígð ár­ið 2015. Ár­ið 2010 var gamla höll­in, sem var byggð ár­ið 1959, rif­in og haf­ist handa við að reisa nýja. Hér hafa eng­ar smá­stjörn­ur stig­ið á svið: Iggy Pop, Nine Inch Nails, Thirty Seconds to Mars, La­dy Gaga, Pit­bull, Da­vid Gu­etta, Avicii, Mega­deth, Mo­by, Su­ede og síð­ust en ekki síst Roxette.

Í lok apríl var Evr­ópu­mót­ið í júdó hald­ið í höll­inni og nán­ast um leið og Eurovisi­on-hurð­inni verð­ur skellt aft­ur hefst ráð­stefn­an Secu­rity Isra­el sem er, mið­að við kynn­ing­ar­mynd­ir hér í höll­inni, eng­in grín­há­tíð. Þar eru byss­ur og tölv­ur og fingra­för í for­grunni og fátt um grín.

Svið­ið er hann­að af Fl­ori­an Wieder en hann kom einnig ná­lægt sviðs­hönn­un söngv­akeppn­inn­ar ár­in 2011, 2012, 2015, 2017 og 2018. Þetta er ein­hvers kon­ar dem­ant­ur með áhorf­enda­svæði fyr­ir fram­an. Í höll­inni eru átta sal­ir og 20 ráð­stefnu­sal­ir. Bl­aða­manna­her­berg­ið er gríð­ar­lega stórt og þar er fín­asta stemn­ing og stuð.

Veðr­ið í Tel Avív hef­ur ver­ið með besta móti. Um 25 gráð­ur mæla snjallsím­arn­ir en það er eins og hit­inn sé um 50 gráð­ur þeg­ar sól­in hell­ir geisl­um sín­um yf­ir okk­ur. Loft­kæl­ing­in í höll­inni er keyrð á fullu og kvarta blaða­menn sár­an yf­ir kulda – sem er hálf öf­ug­snú­ið.

Vinnu­að­staða fyr­ir fjöl­miðla­menn er til fyr­ir­mynd­ar. Hér er góð netteng­ing og marg­ir metr­ar af fram­leng­ing­ar­snúr­um sem er mik­il­vægt. Hér er hægt að fá vatn ókeyp­is en fyr­ir bjór og mat þarf að borga sem flest­ir gera með glöðu geði enda er mat­ur­inn hérna í Tel Avív al­gjör­lega til fyr­ir­mynd­ar.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/BENE­DIKT

Ingólf­ur Grét­ars­son, sér­leg­ur út­send­ari Frétta­blaðs­ins, tyll­ir sér á tré­bekk í höll­inni með einn ís­kald­an ísra­elsk­an bjór sem slekk­ur all­an þorsta í hit­an­um í Tel Avív.

Þjón­ustu­borð­ið þar sem sjálf­boða­lið­ar eru hjálp­sam­ir við gesti og gang­andi.

Tel Avív hef­ur tek­ið gest­um opn­um örm­um og er borg­in í sann­köll­uðu sól­skins­skapi. Heima­menn rétta vit­laus­um blaða­mönn­um hjálp­ar­hönd.

Ingólf­ur mæt­ir til vinnu. Á skján­um sést Hat­ari á svið­inu í keppn­is­höll­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.