Ís­land áfram ódýr­ast frá Banda­ríkj­un­um

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Banda­ríkja­menn greiða að jafn­aði minna fyr­ir flug til Ís­lands en annarra áfanga­staða í Evr­ópu þrátt fyr­ir að WOW air sé hætt starf­semi.

Þetta eru nið­ur­stöð­ur könn­un­ar sem leit­ar­vél­in Kayak fram­kvæmdi fyr­ir vef­síð­una Thrill­ist. Nið­ur­stöð­urn­ar voru birt­ar í byrj­un maí, rúm­um mán­uði eft­ir fall WOW air. Skoð­að var hvaða evr­ópski áfanga­stað­ur væri ódýr­ast­ur frá 64 flug­völl­um í Banda­ríkj­un­um og var Ís­land ódýr­asti kost­ur­inn í 36 til­fell­um.

Icelanda­ir og þrjú stærstu flug­fé­lög Banda­ríkj­anna fljúga til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar í sum­ar en að­eins er flog­ið beint frá 15 flug­völl­um í Banda­ríkj­un­um.

WOW air flutti hlut­falls­lega fleiri ferða­menn frá Norð­urA­m­er­íku og Mið- og Suð­ur-Evr­ópu hing­að til lands en önn­ur flug­fé­lög og er því tal­ið að gjald­þrot fé­lags­ins hafi, að öðru óbreyttu, mestu áhrif­in á fjölda ferða­manna hing­að til lands frá þess­um mark­aðs­svæð­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.