Mik­il­vægt að fara með list sína út fyr­ir land­stein­ana, seg­ir Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir.

Þrjár ís­lensk­ar sýn­ing­ar taka þátt í einni stærstu jað­arlista­há­tíð Bret­lands. Mik­il­vægt og skemmti­legt fyr­ir Norð­ur­lönd­in að mæta með full­trúa sína, seg­ir Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir FRÉTTA­BLAЭIÐ/SIGTRYGGUR kol­[email protected]­bla­did.is

Þrjár ís­lensk­ar sýn­ing­ar munu taka þátt í Bright­on Fr­inge sem er ein stærsta jað­arlista­há­tíð Bret­lands. Sýn­ing­arn­ar voru all­ar á Reykja­vík Fr­inge Festi­val síð­ast­lið­ið sum­ar og voru vald­ar af Nordic Fr­inge Network til að taka þátt í Nordic Sea­son sem fer fram í fyrsta sinn í ár á Bright­on Fr­inge há­tíð­inni. Þess­ar sýn­ing­ar eru kaba­rett­sýn­ing­in La­dies and a Gent­lem­an með Döm­um og herra, uppist­ands­sýn­ing­in I Wouldn’t Da­te Me Eit­her með Jono Duf­fy og sýnd­ar­veru­leik­hús­sýn­ing­in A Box in the Desert eft­ir Huldu­fugl.

Full­trú­ar jað­arlista

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir er hluti af hópn­um Döm­ur og herra. „Hóp­ur­inn varð til á nám­skeiði í Kram­hús­inu hjá Mar­gréti Erlu Maack sem er nú ein af hópn­um og þar er einn herra og þess vegna heit­um við Döm­ur og (einn) herra. Sýn­ing okk­ar sam­an­stend­ur af stutt­um at­rið­um með ákveðna vís­un í kaba­rett­formið og tónlist og dans eru áber­andi. Við leggj­um áherslu á að fagna lík­am­an­um á já­kvæð­an og munúð­ar­full­an hátt án þess að ganga yf­ir mörk eða ögra. Við verð­um með tvær sýn­ing­ar í stóru og flottu leik­húsi, The Old Mar­ket Theatre, þar sem all­ar ís­lensku sýn­ing­arn­ar verða. Jonata­h­an Duf­fy verð­ur með uppistand á sama stað. Hann er Ís­lend­ing­um að góðu kunn­ur og það má segja að hann hafi runn­ið sam­an við land og þjóð. Svo er mjög áhuga­verð sta­f­ræn sýn­ing, A Box in the Desert eft­ir Huldu­fugl. Þar er ein­ung­is einn áhorf­andi sem fer inn í eins kon­ar kassa sem er þó ekki til nema í höfð­inu á hon­um. Síð­an er hann leidd­ur í gegn­um ákveðn­ar þraut­ir þar sem hann þarf að horf­ast í augu við sjálf­an sig. Það er mjög sér­stök og spenn­andi sýn­ing enda seld­ist upp á hana fyrsta dag­inn.“

Nor­ræna há­tíð­in á Bright­on Fr­inge hófst síð­ast­lið­inn mánu­dag og lýk­ur laug­ar­dag­inn 18. maí. „Hún er afrakst­ur sam­starfs nor­rænna jað­arlista­há­tíða sem Reykja­vík Fr­inge Festi­val er hluti af. Reykja­vík Fr­inge Festi­val var hald­in í fyrsta skipti í fyrra og tókst gríð­ar­lega vel og verð­ur hald­in aft­ur í byrj­un júlí. Það er mik­il­vægt og skemmti­legt fyr­ir Norð­ur­lönd­in að mæta með full­trúa sína í jað­arlist­um á þessa risa­stóru há­tíð, Bright­on Fr­inge. Þar fá lista­menn tæki­færi til að kynna sig, sýna sig og sjá aðra og skapa tengsl,“seg­ir Bryn­hild­ur.

Há­tíð­ar­brag­ur og stemn­ing

Fr­inge-há­tíð­ir eru þekkt fyr­ir­bæri víða um heim og draga að fjölda ferða­manna, lista­manna, bók­ara, fram­leið­enda, leik­stjóra, blaða­manna og gesta alls stað­ar að, svo þetta er mjög gott tæki­færi fyr­ir hópana þrjá til að koma sér og list sinni á framfæri. „Þetta er óskap­lega góð og skemmti­leg reynsla,“seg­ir Bryn­hild­ur. „Fyr­ir mörg­um ár­um var ég þátt­tak­andi á Ed­in­borg­ar Fr­inge-há­tíð­inni og fór þang­að í fyrra í nostal­g­íu­ferð. Þar er mik­ill há­tíð­ar­brag­ur og stemn­ing og áhersla á uppistand, drag, burlesque, kaba­rett, sirk­us­at­riði og spuna, þess­ar svo köll­uðu jað­arlist­grein­ar sem smellpassa kannski ekki inn í þau form sem fyr­ir eru í leik­hús­inu held­ur eru oft meira list augna­bliks­ins. Og með slík­ar list­grein­ar eins og aðr­ar er mik­il­vægt að fá að fara með list sína út fyr­ir land­stein­ana og prófa hana á öðr­um.“

ÞETTA ER MJÖG GOTT TÆKI­FÆRI FYR­IR HÓPANA ÞRJÁ TIL AÐ KOMA SÉR OG LIST SINNI Á FRAMFÆRI.

„Lista­menn fá tæki­færi til að kynna sig, sýna sig og sjá aðra og skapa tengsl,“seg­ir Bryn­hild­ur.

Box in the Desert. Það seld­ist upp á sýn­ing­una fyrsta dag­inn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.