Yfir­burð­ir Mercedes Benz eru al­gjör­ir í Formúlu 1.

Þeg­ar fimm keppn­um er lok­ið á tíma­bil­inu í Formúlu 1 bera öku­þór­ar Mercedes Benz höf­uð og herð­ar yf­ir aðra kepp­end­ur. Svo virð­ist sem bíll fram­leið­and­ans sé mun betri en bíl­ar annarra liða og teym­ið í kring­um lið­ið mun sterk­ara í öll­um sín­um að­gerð­um.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - NORDICPHOTOS/GETTY hjor­[email protected]­bla­did.is

Um síð­ustu helgi fór fram fimmti kapp­akst­ur­inn í Fomúlu 1 en keppt var í Barcelona á Spáni. Þar fór Lew­is Hamilt­on með sig­ur af hólmi en þar af leið­andi hafa kepp­end­ur Mercedes Benz far­ið með sig­ur af hólmi í öll­um fimm keppn­un­um á keppn­is­tíma­bili. Hamilt­on hef­ur kom­ið fyrst­ur í mark þrisvar sinn­um og liðs­fé­lagi hans Valtteri Bottas tvisvar.

Max Verstapp­en, sem kepp­ir fyr­ir Red Bull, varð í þriðja sæti en mörg­um þyk­ir hann lík­leg­ast­ur til þess að veita Hamilt­on og Bottas ein­hverja keppni um sig­ur­inn á tíma­bil­inu og koma í veg fyr­ir að Hamilt­on verði meist­ari sjötta ár­ið í röð. Frétta­blað­ið fékk Kristján Ein­ar Kristjáns­son, sér­fræð­ing um Formúlu 1, til þess að fara yf­ir upp­haf tíma­bils­ins og rýna í hvernig fram­hald­ið mun þró­ast.

„Það kem­ur mér ekk­ert á óvart hversu sterk­ur Hamilt­on hef­ur ver­ið en það sem hef­ur vak­ið at­hygli mína er hversu sterk­ir Mercedez Benz­menn hafa ver­ið og það hversu mikla yf­ir­burði lið­ið hef­ur haft. Bíll­inn þeirra virð­ist vera í al­gjör­um sér­flokki og þrátt fyr­ir að bæði Ferr­ari og Red Bull hafi lagt mik­ið í bíla sína og að þeir séu til að mynda kraft­meiri, þá er heild­arpakk­inn hjá Mercedes Benz bara í öðr­um gæða­flokki virð­ist vera,“seg­ir Kristján um fyrstu keppn­ir tíma­bils­ins.

„Ferr­ari-menn hafa vald­ið mér mikl­um von­brigð­um á þessu tíma­bili og ég var að von­ast til að bíll­inn þeirra væri betri. Þeir hafa líka ver­ið að lenda í bil­un­um og þjón­ustu­hlé­in hafa ver­ið taktískt lé­leg og illa fram­kvæmd. Ég var von­góð­ur um að Sebastian Vettel myndi gera harð­ari at­lögu að titil­bar­átt­unni en hann virð­ist ekki ætla að stand­ast vænt­ing­ar mín­ar,“seg­ir hann enn frem­ur um frammi­stöðu kepp­enda.

„Ég hef eig­in­lega meiri trú á Max Verstapp­en, öku­manni Red Bull, og ég er til að mynda mjög spennt­ur fyr­ir því að sjá hvernig þeim geng­ur í Mónakó í næstu keppni sem er um þar­næstu helgi. Red Bull-menn líta vel út í upp­hafi árs og virð­ist hjóna­band þeirra við Honda sem vélar­fram­leið­anda fara vel af stað, lít­ið hef­ur ver­ið um bil­an­ir og hrað­inn auk­ist. Sögu­lega hafa Red Bull­menn ver­ið öfl­ug­ir í Mónakó og ég væri ekki hissa ef Max Verstapp­en minnk­aði for­skot Hamilt­ons og Bottas með sigri í Mónakó.

Ein­stefn­an sem hef­ur ver­ið í byrj­un árs hef­ur ver­ið mun meiri en nokk­ur bjóst við og það er nán­ast óhugs­andi að hún haldi áfram í Mónakó. Við feng­um mikla spennu síð­asta vor og von­andi verð­ur það aft­ur þannig í lok þess­ar­ar leiktíð­ar,“seg­ir hann um næstu keppni.

„Char­les Leclerc sem keyr­ir fyr­ir Ferr­ari hef­ur veitt Vettel mikla sam­keppni og hann hef­ur kom­ið skemmti­lega á óvart og í raun grát­legt að hann hafi ekki feng­ið sinn fyrsta sig­ur þeg­ar bíll­inn bil­aði í Barein. Pier re Gasly á Red Bull á hins veg­ar virki­lega erfitt upp­drátt­ar, og von­andi fyr­ir hann að hann fari að nálg­ast Max Verstapp­en í hraða, ann­ars er ég hrædd­ur um að það fari að hitna und­ir hon­um.

Það er mik­il um­ræða um kepp­end­ur Ha­as, Kevin Magn­us­sen og Romaine Grosj­e­an, og Renault, Daniel Ricciar­do og Nico Hül­ken­berg, vegna þátta sem Net­flix gerði um Formúlu 1 í fyrra og kepp­end­ur þeirra voru þar í að­al­hlut­verk­um,“seg­ir hann um þá kepp­end­ur sem hafa kom­ið á óvart.

Með sigr­in­um um síð­ustu helgi tók Hamilt­on for­ystu í stiga­keppn­inni um heims­meist­ara­titil öku­manna en hann er með 112 stig í efsta sæti. Liðs­fé­lagi hans Bottas er í öðru sæti með 105 stig. Í þriðja sæti er Verstapp­en með 66 stig, fjórða sæti Vettel með 64 og Leclerc er með 57. Í keppni lið­anna er Mercedes með 217 stig, Ferr­ari 121 og Red Bull 87. Í fjórða sæti er McLar­en með 22 stig.

Breski öku­þór­inn Lew­is Hamilt­on fagn­ar sigri sín­um í kapp­akstr­in­um á Spáni um síð­ustu helgi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.