Tónlist er tungu­mál til­finn­inga

Við þurf­um ekki að tala sama tungu­mál­ið til að skynja og skilja tónlist. Ekki er vit­að ná­kvæm­lega hvers vegna tónlist hef­ur jafn sterk­an áhrifa­mátt og raun ber vitni. En hvað ger­ist í lík­am­an­um þeg­ar við hlust­um á tónlist?

Fréttablaðið - - FORSÍÐA -

Rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að tónlist get­ur haft já­kvæð áhrif á þau svæði heil­ans sem stjórna stressi og streitu.

Tónlist hef­ur ósjálf­ráð áhrif á alla. Hröð tónlist hrað­ar á hjart­slætti en ró­leg tónlist get­ur hægt á hon­um, svo dæmi sé tek­ið. Þó er ekki þar með sagt að sama tónlist hafi eins áhrif á alla. Áhrif tón­list­ar á fólk eru per­sónu­bund­in og ráð­ast af reynslu, smekk, dags­formi og ýmsu öðru.

Það er vissu­lega per­sónu­bund­ið hversu mik­il við­brögð okk­ar við tónlist eru og í raun er það jafn mis­mun­andi og við er­um mörg. Tónlist höfð­ar ekki eins mik­ið til allra en hjá sum­um get­ur tónlist fram­kall­að gæsa­húð og kitl nið­ur hryggj­arsúl­una. Hvers vegna ger­ist það? Nið­ur­stöð­ur úr ný­legri rann­sókn sem birt var í tauga­lækna­tíma­rit­inu Social Cogniti­ve and Af­fecti­ve Neuroscience sýndi fram á að það er dýpri ástæða fyr­ir þessu en sú að sum­ir kunni bet­ur að meta tónlist en aðr­ir. Í rann­sókn­inni tóku þátt 20 nem­end­ur þar sem helm­ing­ur upp­lifði gæsa­húð með því að hlusta á ákveðna tónlist en hinir ekki. Nem­end­urn­ir voru all­ir sett­ir í gegn­um heilask­anna sem kort­lagði heil­ann til að skoða mun­inn á milli þess­ara tveggja hópa.

Í ljós kom að þeir sem upp­lifðu gæsa­húð voru með þétt­ari tauga­þræði í heil­an­um sem tengja upp­lýs­ing­ar í gegn­um heyrn og svo til­finn­ing­ar. Þess­ar teng­ing­ar sýna í raun að nem­end­urn­ir með þétt­ari tauga­þræði sem upp­lifðu gæsa­húð voru al­mennt til­finn­inga­rík­ari og hrif­næm­ari að eðl­is­fari, ekki að­eins í gegn­um tón­list­ina.

„Það virð­ist sam­mann­leg upp­lif­un að verða fyr­ir til­finn­inga­leg­um áhrif­um af tónlist þótt vissu­lega sé ein­stak­lings­bund­inn mun­ur hvað þetta varð­ar enda er­um við ekki öll jafn hrif­næm svona al­mennt,“seg­ir Helga Rut. „En það er eins og tónlist búi yf­ir leynd­ar­dóms­full­um krafti sem ekki verð­ur að öllu leyti út­skýrð­ur með líf­eðl­is­fræði­leg­um skýr­ing­um. All­ir virð­ast kann­ast við sterka upp­lif­un tengda tónlist sem get­ur ver­ið erfitt að skýra og kom­ið manni sjálf­um á óvart. Það er eins og tónlist geti haft bein áhrif á til­finn­ing­ar og tauga­kerf­ið þó að það sé með mis­mun­andi hætti milli ein­stak­linga.“

Mun­ur­inn seg­ir Helga Rut að geti fal­ist í ólík­um per­sónu­leika fólks en reynsla og þekk­ing á tónlist hef­ur einnig áhrif á lík­am­leg og til­finn­inga­leg við­brögð við tónlist. Ekki ætti að koma á óvart að form­leg tón­list­ar­mennt­un hafi áhrif á þessi við­brögð og heili þeirra sem hafa at­vinnu af hljóð­færa­leik sýni ann­ars kon­ar við­brögð við tón­list­ar­hlust­un en heili þeirra sem aldrei hafa lært á hljóð­færi.

„Þessi mun­ur virð­ist meiri en við al­mennt ger­um okk­ur grein fyr­ir og það get­ur ver­ið erfitt fyr­ir tón­listar­fólk að skilja að all­ir skuli ekki heyra tónlist með sama hætti.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.