Tæp­lega 600 full­orðn­ir bíða eft­ir grein­ingu á ADHD

Lang­ur bið­listi er eft­ir þjón­ustu ADHD-teym­is Land­spít­al­ans sem sinn­ir grein­ingu og með­ferð hjá full­orðn­um ein­stak­ling­um. Teym­is­stjóri seg­ir þá sem séu í mestri þörf fyr­ir grein­ingu setta í for­gang. Vara­formað­ur ADHD-sam­tak­anna vill efla teym­ið en sam­hlið

Fréttablaðið - - NEWS - – sar FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

„ Síð­asta haust heyrði ég að það væri unn­ið mark­visst að því að stytta bið­list­ann. Það kom mér því á óvart að heyra hversu lang­ur bið­tím­inn er í dag. Þetta þýð­ir bara að það er ekki sett nægt fjár­magn í þetta,“seg­ir Vil­hjálm­ur Hjálm­ars­son, vara­formað­ur ADHD-sam­tak­anna, um langa bið eft­ir þjón­ustu ADHDteym­is Land­spít­ala.

Teym­ið, sem tók til starfa í árs­byrj­un 2013, sinn­ir grein­ing­um og með­ferð full­orð­inna ein­stak­linga. Í teym­inu eru þrjú og hálft stöðu­gildi sál­fræð­inga en þar að auki vinna þrír geð­lækn­ar með því. Eins og stað­an er í dag er bið eft­ir þjón­ustu teym­is­ins al­mennt upp und­ir tvö og hálft ár en alls eru 573 ein­stak­ling­ar á bið­lista.

„Við er­um líka með for­gangslista fyr­ir þá ein­stak­linga sem við telj­um að séu í mestri þörf fyr­ir grein­ingu fljótt. Þar er bið­tím­inn um­tals­vert styttri. Þarna er til dæm­is ungt fólk sem er strand í námi eða vinnu,“seg­ir Unn­ur Jak­obs­dótt­ir Smári, sál­fræð­ing­ur og teym­is­stjóri.

Unn­ur seg­ir að auð­vit­að vildu þau gjarn­an geta stækk­að og eflt teym­ið en mögu­leik­arn­ir séu tak­mark­að­ir. Hún seg­ir að strax við stofn­un teym­is­ins hafi mynd­ast lang­ur bið­listi sem ekki hafi tek­ist að vinda of­an af.

„Við er­um að fá um 25 til 30 beiðn­ir á mán­uði en grein­ing­arn­ar taka mis­lang­an tíma. Þetta er oft flók­ið þar sem við er­um með full­orðna ein­stak­linga með langa sögu. Hjá öðr­um er þetta meira borð­leggj­andi.“

Unn­ur seg­ir að teym­ið anni um tvö hundruð grein­ing­um á ári. Um 70 til 75 pró­sent þeirra sem vís­að er í teym­ið koma já­kvætt út úr skimun og fara í fulla grein­ingu. Af þeim hópi fá 75 til 80 pró­sent ADHD­grein­ingu.

Vil­hjálm­ur tel­ur það ekki raun­hæft að teym­ið geti tek­ið við öll­um grein­ing­um.

„Það geng­ur bara ekki upp. Það þarf auð­vit­að að efla teym­ið en sam­hliða því þarf að nið­ur­greiða þjón­ustu sál­fræð­inga. Það get­ur tek­ið kúf­inn af þess­um bið­lista því marg­ir þurfa fyrst og fremst að fá grein­ing­una stað­festa,“seg­ir Vil­hjálm­ur.

Hann tel­ur að það eitt og sér myndi hafa mjög mik­il áhrif. „Það væri hægt að minnka lyfja­gjöf, til dæm­is kvíða­lyf og þung­lynd­is­lyf, og grípa inn í vanda sem er kannski smá­vægi­leg­ur á frum­stigi en miklu erf­ið­ari þeg­ar fólk er greint seint. Ég þekki mik­ið af fólki í slíkri stöðu en fyrstu mán­uð­ina er eitt það erf­ið­asta að hjálpa fólki að tak­ast á við alla reið­ina. Fólk spyr hvers vegna þetta hafi ekki upp­götv­ast fyrr.“

Sjálf­ur fékk Vil­hjálm­ur ekki grein­ingu fyrr en hann var 33 ára. „Ég var aldrei í sömu vinn­unni í leng­ur en eitt og hálft ár áð­ur en ég fékk grein­ingu. Ég átt­aði mig ekk­ert á því af hverju en þetta var bara af­leið­ing af ómeð­vit­uðu ógreindu ADHD.“

Tíu ár­um eft­ir grein­ingu fór Vil­hjálm­ur í masters­nám. „Þá var ég bú­inn að átta mig á því hvers vegna sumt virk­aði fyr­ir mig og ég gat fín­púss­að það. Þá skildi ég loks­ins hvað var í gangi og reyni að haga mér eft­ir því. Stund­um nýti ég mér þetta til góðs en á vond­um dög­um get­ur þetta þvælst mik­ið fyr­ir mér,“seg­ir Vil­hjálm­ur.

Það kom mér því á óvart að heyra hversu lang­ur bið­tím­inn er í dag. Þetta þýð­ir bara að það er ekki sett nægt fjár­magn í þetta.

Vil­hjálm­ur Hjálm­ars­son, vara­formað­ur ADHD-sam­tak­anna

Sam­kvæmt er­lend­um rann­sókn­um eru 3-5 pró­sent full­orð­inna ein­stak­linga með ADHD.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.