Harðn­andi að­för að fóst­ur­eyð­ing­um

Fréttablaðið - - NEWS - – þea NORDICPHOTOS/AFP

Rík­is­stjór­ar fjög­urra banda­rískra ríkja, Georgíu, Kentucky, Mississippi og Ohio, hafa það sem af er ári und­ir­rit­að nýja og herta lög­gjöf um þung­un­ar­rof. Vald­haf­ar í ríkj­un­um fjór­um hafa nú bann­að þung­un­ar­rof ef hægt er að greina hjart­slátt fóst­urs.

Sam­kvæmt Breska rík­is­út­varp­inu benda and­stæð­ing­ar þess­ara hertu laga á að með þeim sé í raun ver­ið að banna þung­un­ar­rof nærri al­far­ið. Hjart­slátt­ur get­ur fyrst greinst á sjöttu viku og svo snemma viti stór hluti óléttra ef til vill ekki af ólétt­unni.

Ala­bama bætt­ist í þenn­an ríkja­hóp á þriðju­dag og bann­aði þung­un­ar­rof nema ólétt kona sé í bráðri lífs­hættu. Öld­unga­deild rík­is­þings­ins í Ala­bama hafn­aði því auk­in­held­ur með 25 at­kvæð­um gegn sex að und­an­þág­ur yrðu gerð­ar í þeim til­fell­um þar sem ólétta kom til við nauðg­un eða sifja­spell.

Sam­kvæmt nýju lög­gjöf­inni í Ala­bama geta þeir lækn­ar sem fram­kvæma þung­un­ar­rof átt von á allt að 99 ára fang­els­is­dómi. Þeim sem vilja láta rjúfa með­göngu sína verð­ur hins veg­ar ekki refs­að. Stjórn­mála­menn úr flokki Re­públi­kana stóðu fyr­ir lög­gjöf­inni í öll­um ríkj­un­um fimm.

Demó­krat­ar hafa gagn­rýnt þess­ar að­gerð­ir and­stæð­inga sinna harð­lega, en frum­vörp um herta þung­un­ar­rofs­lög­gjöf eru til um­ræðu í 28 ríkj­um Banda­ríkj­anna. Þeir Demó­krat­ar sem nú sækj­ast eft­ir út­nefn­ingu flokks­ins til for­setafram­boðs töl­uðu af hörku gegn frum­vörp­un­um og nýju lög­un­um í kosn­inga­bar­átt­unni. Öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur­inn Bernie Sand­ers, sem mæl­ist næst­vin­sæl­ast­ur fram­bjóð­enda, sagði til að mynda að lög­gjöf­in í Ala­bama bryti gegn stjórn­ar­skrá og hunds­aði rétt­indi kvenna til yf­ir­ráða yf­ir eig­in lík­ama.

Lengi hef­ur ver­ið deilt um fóst­ur­eyð­ing­ar vest­an­hafs.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.