Bálka­keðj­ur gjör­breyta lands­lag­inu

Seðla­bank­ar og stór­fyr­ir­tæki skoða hag­nýt­ingu á bálka­keðju­tækni með því að gefa út raf­mynt­ir bundn­ar við lögeyri. Fram­kvæmda­stjóri Raf­mynta­ráðs seg­ir tækn­ina geta breytt fjár­mála­kerf­inu. Þró­un­in drif­in áfram af kröfu um meiri skil­virkni.

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - NORDICPHOTOS/GETTY thor­[email protected]­bla­did.is

Bálka­keðj­ur munu á end­an­um gjör­breyta upp­bygg­ingu fjár­mála­kerf­is­ins með því að skera út milli­liði og gera það skil­virk­ara. Þetta seg­ir Kristján Ingi Mika­els­son, fram­kvæmda­stjóri Raf­mynta­ráðs. Kristján held­ur er­indi um áhrif bálka­keðja á banka­kerf­ið á vorráð­stefnu Reikni­stofu bank­anna í Hörpu sem hefst í há­deg­inu í dag.

„ Mörg stór­fyr­ir­tæki úti í heimi eru byrj­uð að nýta bálka­keðj­ur og þessi þró­un er að fær­ast auk­ana,“seg­ir Kristján Ingi í sam­tali við Fréttablaðið.

Bálka­keðj­ur (e. blockchain) eru tækni­lausn sem er ætl­að að stuðla að auknu trausti í ým­iss kon­ar sam­skipt­um og við­skipt­um. Bálka­keðja er sí­vax­andi keðja af bálk­um þar sem hver bálk­ur geym­ir dul­kóð­uð gögn um við­skipti eða aðr­ar upp­lýs­ing­ar.

„Fjár­mála­kerf­ið eins og það er í dag bygg­ir á trausti á milli raða milli­liða. Þetta fyr­ir­komu­lag er dýrt og það er erfitt að færa fjár­muni til. Það sem bálka­keðj­ur gera er að þær skapa traust án að­komu milli­liða. Þær gera okk­ur kleift að færa fjár­muni án þess að tala við greiðslu­korta­fyr­ir­tæki, banka o.s.frv. Kerf­ið verð­ur skil­virk­ara og kraf­an um meiri skil­virkni er að drífa þessa þró­un áfram,“seg­ir Kristján.

Hvernig stuðla bálka­keðj­ur að trausti?

„ Þeg­ar Bitco­in, sem bygg­ist á bálka­keðj­um, komu fram var í fyrsta sinn hægt að færa eign­ir til á in­ter­net­inu án þess að af­rita þær. Það hafði ekki ver­ið hægt að gera áð­ur. Þeg­ar þú send­ir tölvu­póst þá fjöl­fald­ast hann á öll­um net­þjón­un­um á leið­inni en það er ekki ásætt­an­legt þeg­ar þú ert að færa til verð­mæti. Þú vilt að verð­mæt­in fær­ist milli að­ila. Þarna í fyrsta skipt­ið var hægt að færa til verð­mæti eða eign­ar­rétti með sann­an­leg­um hætti. Það­an kem­ur þetta traust. Not­end­ur vita að þeir eru að færa verð­mæt­in til með sann­an­leg­um hætti og með tækni sem er bú­ið að sann­reyna. Ef ég veit hver þú ert þá get ég sent á þig og vit­að að það kom­ist á leið­ar­enda. Það er leið­in til að skera út þessa milli­liði.

Kristján nefn­ir sem dæmi um ný­lega hag­nýt­ingu bálka­keðja að banda­ríski fjár­málaris­inn JP Morg­an sé bú­inn að gefa út sína eig­in raf­mynt fyr­ir milli­banka­við­skipti.

„ Milli­banka­við­skipti eru gíf­ur­lega um­fangs­mik­il en þau byggja á þung­um kerf­um. Menn sjá fyr­ir sér að gera þau mun skil­virk­ari með því að nýta bálka­keðj­ur. Þá geta bank­arn­ir tal­að sam­an og deilt upp­lýs­ing­um á snjall­ari hátt en áð­ur í stað þess að allt sé á papp­ír og eyðu­blöð­um. Óskil­virkn­in er leyst með sjálf­virkni­væð­ingu.“

Kristján tel­ur að inn­leið­ing bálka­keðja í fjár­mála­kerf­inu geti gjör­breytt upp­bygg­ingu kerf­is­ins.

„Fyr­ir­tæki og seðla­bank­ar eru að skoða að gefa út sín­ar eig­in raf­mynt­ir sem eru byggð­ar á lögeyri eins og Banda­ríkja­dal eða evru,“seg­ir Kristján og nefn­ir að ís­lenska fjár­tæknifyr­ir­tæk­ið Moneri­um stefni að því að gefa út evr­ur og krón­ur á bálka­keðj­um hugs­an­lega á þessu ári.

„Bálka­keðj­ur komu fram á sjón­ar­svið­ið fyr­ir um sex ár­um en nú er nota­gildi tækn­inn­ar að koma í ljós. Þessi þró­un mun á end­an­um hafa þau áhrif að fjár­mála­kerf­ið verð­ur end­ur­hann­að frá grunni með til­liti til þess­ar­ar tækni.“

Þessi þró­un mun á end­an­um hafa þau áhrif að fjár­mála­kerf­ið verð­ur end­ur­hann­að frá grunni með til­liti til þess­ar­ar tækni.

Kristján Ingi Mika­els­son, fram­kvæmda­stjóri Raf­mynta­ráðs

Banda­ríski fjár­málaris­inn JP Morg­an hef­ur gef­ið út sína eig­in raf­mynt sem bygg­ist á bálka­keðju­tækni.

Bálka­keðj­ur komu fram á sjón­ar­svið­ið fyr­ir um sex ár­um. Nú er nota­gildi þeirra í fjár­mála­kerf­inu að koma í ljós.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.