18

Fréttablaðið - - TILVERAN - [email protected]­bla­did.is odd­viti Við­reisn­ar og formað­ur borg­ar­ráðs

Þing­menn í Ala­bama í Banda­ríkj­un­um hafa sam­þykkt nýtt frum­varp sem bann­ar þung­un­ar­rof nema þeg­ar þarf að bjarga lífi kon­unn­ar. Á ferð­inni er strangasta lög­gjöf í land­inu í þess­um efn­um. Kon­ur sem verða þung­að­ar eft­ir nauðg­un eða kyn­ferð­is­lega mis­notk­un ætt­ingja eru neydd­ar til að fæða barn­ið. Lækn­ir­inn sem sýn­ir að­stæð­um þeirra skiln­ing og not­ar kunn­áttu sína til að koma í veg fyr­ir fæð­ingu við öm­ur­leg­ar að­stæð­ur brýt­ur lög og get­ur átt yf­ir höfði sér 99 ára fang­elsi. Skýr­ar lín­ur í Ala­bama.

25 öld­unga­deild­ar­þing­menn í rík­inu sögðu já við frum­varp­inu á með­an sex sögðu nei.

Svo­kall­að­ur Roe v. Wa­de dóm­ur féll í hæsta­rétti Banda­ríkj­anna ár­ið 1973. Hann leiddi fóst­ur­eyð­ing­ar í lög í öll­um ríkj­um Banda­ríkj­anna. Í mál­inu reyndi á hvort lög sem bönn­uðu fóst­ur­eyð­ing­ar og voru sett af lög­gjaf­ar­þingi í Texas stæð­ust ákvæði í stjórn­ar­skrá um frið­helgi einka­lífs. Meiri­hluti hæsta­rétt­ar komst að þeirri nið­ur­stöðu að svo væri ekki. Lög­in skertu um of rétt kvenna til að gang­ast und­ir fóst­ur­eyð­ingu. Þessi dóm­ur hef­ur ver­ið um­deild­ur síð­an hann féll og hef­ur reynst þrætu­epli á milli frjáls­lyndra og íhalds­manna í Banda­ríkj­un­um svo ára­tug­um skipt­ir.

Aft­ur­hald­ið sigr­aði í Ala­bama í vik­unni. Ef rík­is­stjór­inn, Kay Ivey, und­ir­rit­ar og stað­fest­ir lög­in fylla þau flokk 300 laga­bálka sem ve­fengja rétt kvenna til þung­un­ar­rofs í Banda­ríkj­un­um. Slík lög hafa ver­ið inn­leidd í 16 af 50 ríkj­um á þessu ári.

Sem bet­ur fer eiga við­horf­in frá Ala­bama ekki upp á pall­borð­ið hér heima. Aft­ur­hald­ið laut í lægra haldi á ís­lenska þing­inu í vik­unni. Á með­an fé­lag­ar okk­ar vest­an­hafs grafa und­an mann­rétt­ind­um, líkt og þeirri sjálf­sögðu kröfu kvenna að ráða yf­ir eig­in lík­ama, var ein fram­sækn­asta lög­gjöf um þung­un­ar­rof sem til er sam­þykkt á Al­þingi. Fjöru­tíu þing­menn greiddu frum­varp­inu at­kvæði sitt, en 18 voru á móti.

Fjórða grein frum­varps­ins, sem mæl­ir fyr­ir um heim­ild konu til að rjúfa þung­un til loka 22. viku, virt­ist einna helst vefjast fyr­ir and­stæð­ing­um frum­varps­ins. 96 pró­sent þung­un­ar­rofa fara fram fyr­ir tólftu viku með­göngu, þrjú pró­sent fyr­ir sextándu viku og að­eins eitt pró­sent eft­ir þann tíma. Deilt er um ör­fá til­vik. Full­yrða má að engri konu er létt­væg ákvörð­un að fara seint í þung­un­ar­rof. En stað­reynd­in er sú að fram­kvæmd­in er við sama tíma­mark með nýrri lög­gjöf, en kon­an tek­ur ákvörð­un­ina sjálf, í stað nefnd­ar emb­ætt­is­manna.

Mik­il­væg­asta skref sem hef­ur ver­ið stig­ið í kven­frels­is­bar­átt­unni er rétt­ur konu til að ráða yf­ir eig­in lík­ama. Kon­ur eru full­fær­ar um að gang­ast við þeirri ábyrgð, í orði og á borði.

„Henn­ar líf, henn­ar lík­ami, henn­ar ákvörð­un,“líkt og einn þing­mað­ur komst svo vel að orði.

40 – 18.

Davíð í Mið­flokk­inn

Leið­ara­höf­und­ur Morg­un­blaðs­ins, sem er lík­leg­ast Davíð Odds­son rit­stjóri, tók óvænta stefnu þeg­ar hann bein­lín­is sagði það ekki harms­efni að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn liði und­ir lok. Benti hann rétti­lega á að stjórn­mála­flokk­ar eru ekki ei­líf­ir, líkti hann svo flokkn­um sem hann stýrði í árarað­ir við Íhalds­flokk­inn danska sem er far­inn úr því að vera valda­flokk­ur í jað­ar­flokk. Davíð hef­ur lengi dá­sam­að Mið­flokk­inn og leið­toga hans – nú þeg­ar hann er bú­inn að segja skil­ið við Sjálf­stæð­is­flokk­inn þá hlýt­ur hann end­an­lega að vera kom­inn yf­ir í Mið­flokk­inn.

Ei­lífð­ar­vél­in

Davíð lík­ir stefnu­breyt­ing­um í takt við tíð­ar­and­ann við ei­lífð­ar­vél, þ.e.a.s. til­gangs­laust apparat sem stopp­ar alltaf að lok­um. Pirr­ing­inn í Há­deg­is­mó­um má að þessu sinni rekja til nýrra laga um þung­un­ar­rof, sem könn­un Frétta­blaðs­ins leiddi í ljós að átta af hverj­um tíu í yngsta þjóð­fé­lags­hópn­um styðja. Allt þetta vek­ur óneit­an­lega upp spurn­ing­una hvort það sé ekki ein­mitt öf­ugt, að stjórn­mála­flokk­ar líði und­ir lok ein­mitt þeg­ar þeir skipta aldrei um stefnu og að­lag­ast ekki nýj­um tím­um. Ann­ars eiga þeir á hættu að enda með 13,7 pró­senta fylgi og sækja það að­eins til elstu þjóð­fé­lags­hóp­anna. Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir

Þessa dag­ana er unn­ið hörð­um hönd­um við nýtt skipu­lag Reykja­vík­ur­borg­ar, veg­ferð sem við lögð­um upp í fyrr á ár­inu. Mark­mið­ið er að ein­falda kerf­ið en einnig að skýra og skerpa á hlut­verk­um og ábyrgð inn­an borg­ar­inn­ar. Hryggj­ar­stykki breyt­ing­anna er að draga fjár­mál­in fram­ar í skipu­lagi borg­ar­inn­ar. Það þýð­ir að allt eft­ir­lit með fjár­mál­um verði eflt og leit­að eft­ir meiri hag­kvæmni í öll­um okk­ar inn­kaup­um.

Af hverju er það gert? Jú, okk­ur er um­hug­að um að fara vel með fé al­menn­ings. Við vilj­um tryggja að hald­ið sé eins vel og kost­ur er ut­an um hverja þá krónu sem við ráð­stöf­um fyr­ir hönd borg­ar­búa. Ís­lenskt samfélag kall­ar á hag­sýni. Við höf­um í gegn­um ald­irn­ar lært að gera mik­ið úr litlu og þurft að nýta allt sem til fell­ur því oft hef­ur ver­ið úr litlu að moða.

Rekst­ur borg­ar­inn­ar er í eðli sínu flók­inn. Hjá borg­inni starfa níu þús­und ein­stak­ling­ar og verk­efn­in eru mörg. Í flókn­um rekstri er góð fjár­mála­stjórn nauð­syn­leg. Heild­ar­y­f­ir­sýn og að­gát í rekstri eru lyk­il­þætt­ir vel­ferð­ar allra borg­ar­búa. Tryggja þarf gott eft­ir­lit með inn­kaup­um og fram­kvæmd­um og að hvergi sé krón­um kast­að á glæ. Við vilj­um leita allra leiða svo borg­in njóti bestu mögu­legu kjara við öll inn­kaup og til að tryggja það að skipu­lag starfa og rekst­urs sé framúrsk­ar­andi. Með því get­um við skil­að raun­veru­leg­um ábata til borg­ar­búa í formi bættr­ar þjón­ustu og lægri gjalda, til dæm­is með lækk­un fast­eigna­gjalda, af­slætti til eldri borg­ara og lækk­un út­gjalda fyr­ir barna­fjöl­skyld­ur.

Það var því sér­stakt gleði­efni að sjá árs­reikn­ing síð­asta árs, en þar sést góð af­koma Reykja­vík­ur­borg­ar vel. Ekki er ein­ung­is af­gang­ur frá rekstri borg­ar­inn­ar held­ur skil­ar borg­in, og fyr­ir­tæki í henn­ar eigu, hagn­aði. Stefna okk­ar að sjálf­bær­um rekstri, auk­inni hag­ræð­ingu og nið­ur­greiðslu skulda er skýr. Slík­ur ár­ang­ur næst með sam­hentu átaki stjórn­mál­anna og alls starfs­fólks borg­ar­inn­ar og und­ir­strik­ar þann ein­læga ásetn­ing okk­ar að standa vörð um hags­muni borg­ar­búa í einu og öllu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.