Sæmd Al­þing­is: Eitt fax­ið enn?

Fréttablaðið - - TILVERAN - (1) Þor­vald­ur Gylfa­son (2) (3)

Stokk­hólmi – Það var í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um fyr­ir all­mörg­um ár­um að það byrj­aði skyndi­lega að braka í fax­tæk­inu í fund­ar­her­berg­inu. Fax­ið reynd­ist geyma fyr­ir­mæli um ákvæði sem standa skyldu í stjórn­arsátt­mál­an­um. Fax­ið var sent úr Eim­skipa­fé­lags­hús­inu.

Fyr­ir allra sjón­um

Það var ekki eins og eitt­hvað þessu líkt hefði aldrei gerzt áð­ur. Drög að fyrstu kvóta­lög­un­um voru sam­in á skrif­stof­um LÍÚ og föx­uð það­an eins og Hall­dór Jóns­son fé­lags­fræð­ing­ur lýsti í rit­gerð sinni „Ákvarð­ana­taka í sjáv­ar­út­vegi og stjórn­un fisk­veiða“(Sam­fé­lags­tíð­indi 1990, bls. 99-141). Æ síð­an hef­ur Al­þingi set­ið og stað­ið fyr­ir allra sjón­um eins og út­vegs­menn hafa boð­ið. Og þó, samt ekki al­veg. Út­vegs­menn lögðu til að fisk­veið­i­stjórn­ar­lög­in kvæðu á um að nytja­stofn­ar á Ís­lands­mið­um séu eign ís­lenzkra út­vegs­manna, en því fengu þeir ekki að ráða þótt þeir hafi eigi að síð­ur feng­ið að hirða frá önd­verðu nær all­an arð­inn af sam­eign­ar­auð­lind­inni í sjón­um í boði Al­þing­is.

Hér birt­ist ein af ráð­gát­um okk­ar sam­fé­lags. Spill­ing­in æð­ir áfram og dylst eng­um sjá­andi manni leng­ur eins og rann­sókn­ir Gallups, Tr­an­sparency In­ternati­onal o.fl. er­lendra stofn­ana stað­festa ræki­lega. Samt hvíl­ir enn­þá þykk­ur leynd­ar­hjúp­ur yf­ir ýmsu sem ætti að vera uppi á borð­um. Eft­ir­launa­greiðsl­um úr op­in­ber­um sjóð­um til fv. þing­manna og ráð­herra er hald­ið leynd­um. Lán­um gömlu bank­anna til þing­manna sem skuld­uðu bönk­un­um minna en 100 m.kr. hver við hrun er hald­ið leynd­um. Inn­lögn­um á og skatta­með­ferð Panama-reikn­inga tveggja flokks­formanna á Al­þingi er hald­ið leynd­um þótt þrjú ár séu lið­in frá birt­ingu Panama-skjal­anna. Hægt væri að lengja þenn­an lista. Fólk­ið í land­inu stend­ur ráða­laust og lam­að frammi fyr­ir spill­ingu og meint­um lög­brot­um sem lát­in eru fyrn­ast í hrönn­um. Svip­uð staða er nú uppi í Banda­ríkj­un­um nema mun­ur­inn er sá að stjórn­ar­and­stað­an á Banda­ríkja­þingi, sak­sókn­ar­ar og dóm­stól­ar leit­ast við að koma lög­um yf­ir Trump for­seta.

Í fyrstu grein fisk­veið­i­stjórn­ar­lag­anna frá 1990 seg­ir að nytja­stofn­ar á Ís­lands­mið­um séu „sam­eign ís­lensku þjóð­ar­inn­ar“. Þetta ákvæði hef­ur ekki dug­að bet­ur en svo í reynd að æ síð­an hafa út­vegs­menn lát­ið eins og til­laga þeirra um að þeir eigi fisk­inn í sjón­um hafi orð­ið að lög­um. Þess vegna m.a. sagði fólk­ið í land­inu eft­ir hrun: Hing­að og ekki lengra. Það hafði horft á Al­þingi af­henda út­vegs­mönn­um ókeyp­is að­gang að sam­eign­inni í sjón­um. Það hafði horft á Al­þingi hafa svip­að­an hátt á einka­væð­ingu gömlu bank­anna. Fólk­ið í land­inu heimt­aði nýja stjórn­ar­skrá til að rétta kúrsinn. Al­þingi brást í byrj­un vel við kalli al­menn­ings. Þús­und manna þjóð­fund­ur 2010 ít­rek­aði kröf­una um nýja stjórn­ar­skrá með ákvæði um auð­lind­ir í þjóð­ar­eigu. Marg­ar skoð­anakann­an­ir stað­festu að mik­ill hluti þjóð­ar­inn­ar var hlynnt­ur slíku ákvæði.

Þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­an 2012 leiddi í ljós stuðn­ing 83% kjós­enda við auð­linda­ákvæð­ið í frum­varpi Stjórn­laga­ráðs frá 2011.

Þrjú lyk­il­at­riði

Auð­linda­ákvæð­ið í frum­varpi Stjórn­laga­ráðs kveð­ur á um þrjú grund­vall­ar­at­riði.

Auð­lind­ir í nátt­úru Ís­lands, sem ekki eru í einka­eigu, eru „sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­inn­ar“.

Leyfi til af­nota eða hag­nýt­ing­ar auð­linda skal veita „gegn fullu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn“.

„Slík leyfi skal veita á jafn­ræð­is­grund­velli og þau leiða aldrei til eign­ar­rétt­ar eða óaft­ur­kall­an­legs for­ræð­is yf­ir auð­lind­un­um.“

Orða­lag ákvæð­is­ins er reist á skýr­um grein­ar­mun á „þjóð­ar­eign“og „rík­is­eign“. Þjóð­ar­eign sam­eig­in­legra nátt­úru­auð­linda er ætl­að að skylda núlif­andi fólk til að varð­veita þær af virð­ingu fyr­ir kom­andi kyn­slóð­um. Rík­is­eign veit­ir enga slíka trygg­ingu. Þjóð­in er yf­ir­boð­ari rík­is­ins. Með „fullu gjaldi“er átt við fullt mark­aðs­verð, þ.e. nið­ur­fell­ingu þeirra for­rétt­inda sem Al­þingi hef­ur hing­að til fært út­vegs­mönn­um.

Ítrek­uð ós­vinna

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra hef­ur nú lagt fram til­lögu að auð­linda­ákvæði sem klúðr­ar öll­um þess­um lyk­il­at­rið­um. Orð­in „sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­inn­ar“hafa ver­ið felld burt. Orð­in „gegn fullu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn“hafa ver­ið felld burt. Orð­in „ Slík leyfi skal veita á jafn­ræð­is­grund­velli og þau leiða aldrei til eign­ar­rétt­ar eða óaft­ur­kall­an­legs for­ræð­is yf­ir auð­lind­un­um“hafa ver­ið felld burt. Í stað­inn er bætt inn veiklu­legu orða­lagi: „gæta skal jafn­ræð­is og gagn­sæ­is“. Einnig er svo bætt inn í text­ann skír­skot­un til rík­is­eign­ar líkt og í rúss­nesku stjórn­ar­skránni.

Þess­ari til­lögu for­sæt­is­ráð­herra um auð­linda­ákvæði er greini­lega ætl­að að lög­helga óbreytt ástand gegn skýr­um vilja fólks­ins í land­inu. Þau hafa reynt þetta áð­ur. Það var þeg­ar stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Al­þing­is fól lög­fræð­ing­um að fara yf­ir orða­lag auð­linda­ákvæð­is­ins í frum­varpi Stjórn­laga­ráðs án þess að breyta því efn­is­lega enda hafði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­an 2012 þá þeg­ar far­ið fram. Lög­fræð­ing­arn­ir sneru ákvæð­inu samt á hvolf líkt og þeir hefðu feng­ið eitt fax­ið enn frá LÍÚ. Þing­nefnd­in sá í gegn­um ós­vinn­una og setti upp­haf­legt orða­lag Stjórn­laga­ráðs aft­ur á sinn stað. Þessi nýja til­laga þarf að hljóta sömu af­greiðslu. Auð­linda­ákvæði nýrr­ar stjórn­ar­skrár á ekki að vera bara til mála­mynda.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.