Vanda­mál­ið við þriðja orku­laga­bálk Evr­ópu­sam­bands­ins út­skýrt á tveim­ur mín­út­um

Fréttablaðið - - TILVERAN - Har­ald­ur Ólafs­son einn stofn­enda Ork­unn­ar okk­ar og formað­ur Heims­sýn­ar

Óljóst er hvers vegna Ís­land ætti að gang­ast und­ir orku­lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins. Í því sam­bandi hef­ur tvennt einkum ver­ið nefnt. Í fyrsta lagi gæti slíkt bætt orku­mark­að­inn og í öðru lagi mundi óhlýðni við Evr­ópu­sam­band­ið í þessu máli spilla EES-samn­ingn­um.

Að ætla sér að bæta mark­að á Íslandi með því að fela stjórn­vald­ið er­lendu ríkja­sam­bandi sem Ís­land

á enga að­ild að er eins og að laga til í blaða­grind með því að kveikja í blöð­un­um. Eng­inn veit hversu mik­ið mun brenna áð­ur en yf­ir lýk­ur. Það má gera ótal aft­ur­kræf­ar til­raun­ir með raf­orku­mark­að á Íslandi, en framsal valds til út­landa get­ur á hinn bóg­inn tek­ið ár­hundruð að end­ur­heimta og eng­inn get­ur séð fyr­ir hvernig hinn er­lendi að­ili mun fara með vald­ið hverju sinni.

All­ar hug­mynd­ir um að höfn­un á orku­laga­bálk­in­um spilli EES-samn­ingn­um eru úr lausu lofti gripn­ar. Gert er ráð fyr­ir að ríki geti hafn­að laga­bálk­um af þessu tagi og verði það gert leið­ir það til þess að mál­ið verði tek­ið upp á ný á vett­vangi EES og Evr­ópu­sam­bands­ins. Öll rök hníga að því að þar muni menn kom­ast að því að ástæðu­laust sé að Ís­land gang­ist und­ir orku­lög­gjöf­ina. Norð­menn hafa hafn­að Evr­ópu­lög­gjöf um póst og hafði það vita­skuld eng­in áhrif á EES-samn­ing­inn.

Fari svo að orku­bálk­ur­inn verði sam­þykkt­ur er ljóst að þrýst­ing­ur á að Ís­land segi sig frá EES-samn­ingn­um mun aukast veru­lega. Vin­ir EES­samn­ings­ins ættu að hafa það í huga.

Hvert er vanda­mál­ið?

Í Orku­bálkn­um felst framsal vald­heim­ilda til er­lends ríkja­sam­bands, stofn­un­ar þess (ACER) og emb­ætt­is­manns (lands­regl­ara), þar með tal­ið sekt­ar­heim­ild­ir. Þess­ir að­il­ar heyra und­ir er­lent stjórn­vald. Það kann að vera Íslandi vel­vilj­að á stund­um, en eng­inn veit hver þar stjórn­ar eft­ir 10 eða 20 ár. Víst er að þar verða ekki um alla fram­tíð að­il­ar við stjórn­völ­inn sem þyk­ir nokk­urs virði að á Íslandi þríf­ist samfélag. Sterk­ar lík­ur standa til þess að fyrr­nefnd embætti muni beita sér í þágu sæ­strengs, upp­skipt­ingu og sölu Lands­virkj­un­ar. Eng­inn veit hvernig þess­ir er­lendu að­il­ar munu beita valdi sínu í fram­tíð­inni, en það er ekki í hönd­um Ís­lend­inga að ákveða hvar mörk þess valds liggja.

Eru ekki skot­held­ir fyr­ir­var­ar um allt mögu­legt og ómögu­legt?

Eng­inn veit hversu lengi og hversu vel fyr­ir­var­ar halda. Af grein­ar­gerð Stef­áns Más Stef­áns­son­ar pró­fess­ors og Frið­riks Árna Frið­riks­son­ar Hirst lög­manns sem og af álits­gerð Hans Öre­bechs laga­pró­fess­ors er rík ástæða til að ætla að fyr­ir­var­arn­ir muni ekki halda til morg­uns.

Hvað er til ráða?

Al­þingi ber að af­þakka orku­laga­bálk­inn, enda má það alls ekki fram­selja vald í orku­mál­um úr landi. Evr­ópu­sam­band­ið hef­ur ekk­ert við því að segja og mun ekk­ert við þvi segja. Óborn­ar kyn­slóð­ir Ís­lend­inga eiga það inni hjá okk­ur að við skil­um þeim sömu auð­lind­um og við þáð­um frá for­eldr­um okk­ar og að þær verði um ald­ur og ævi nýtt­ar fólk­inu í land­inu til hags­bóta.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.