Upp­bygg­ing í gangi fyr­ir næsta haust

Gísli Þor­geir Kristjáns­son, lands­liðs­mað­ur í hand­bolta og leik­mað­ur þýska stórliðs­ins Kiel, hef­ur ekk­ert leik­ið með lið­inu síð­an hann gekkst und­ir að­gerð á öxl eft­ir að heims­meist­ara­mót­inu lauk í lok janú­ar síð­ast­lið­ins. Hann stefn­ir á end­ur­komu í haust.

Fréttablaðið - - SPORT - FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR NORDICPHOTOS/GETTY hjor­[email protected]­bla­did.is

Gísli Þor­geir hafði ver­ið að glíma við af leið­ing­ar axl­ar­meiðsla sem hann varð fyr­ir vor­ið 2018 og svo var kom­ið að eymsl­in í öxl­inni höfðu svo mik­il áhrif á hann inn­an vall­ar að að­gerð var óumflýj­an­leg.

Gísli seg­ir end­ur­hæf­ing­una ganga vel og eig­in­lega von­um fram­ar en hann muni ekki leika með Kiel í loka­leikj­um tíma­bils­ins og sé með hug­ann við það að koma sér í eins gott lík­am­legt form og mögu­legt er fyr­ir næsta keppn­is­tíma­bil. Kiel er í topp­bar­áttu þýsku efstu deild­ar­inn­ar og mun leika til úr­slita í EHBbik­arn­um þannig að hann seg­ir það auð­vit­að freist­andi að fara inn á völl­inn en það sé langt frá því að vera skyn­sam­legt. Þjálf­ara­skipti verða hjá Kiel eft­ir að yf­ir­stand­andi leiktíð lýk­ur en Alfreð Gísla­son læt­ur af störf­um eft­ir að hafa stýrt lið­inu frá því ár­ið 2008 og Tékk­inn Fil­ip Jicha tek­ur við starf­inu af hon­um.

Gísli Þor­geir seg­ir mikla eft­ir­sjá að Alfreð en hann sé um leið mjög spennt­ur fyr­ir sam­starf­inu við Jicha en Tékk­inn hef­ur ver­ið í þjálf­arat­eymi Alfreðs hjá Kiel í vet­ur og Gísli seg­ir hann koma hon­um vel fyr­ir sjón­ir sem þjálf­ari.

„Stað­an gæti eig­in­lega ekki ver­ið betri þeg­ar kem­ur að bat­an­um á öxl­inni og ég er far­inn að geta skot­ið bolt­an­um á mark­ið og skot­hreyf­ing­in er kom­in í samt lag. Meiðsl­in voru klár­lega að aftra mér þeg­ar ég spil­aði með ís­lenska lið­inu á heims­meist­ara­mót­inu og ég fann það al­veg að ég gat ekki skot­ið af öllu afli og skot­hreyf­ing­in var skert,“seg­ir Gísli Þor­geir um stöðu mála hjá sér í sam­tali við Fréttablaðið.

„Það var erfitt að geta ekki beitt mér af full­um krafti og að eitt vopn í mínu vopna­búri væri ekki til stað­ar. Leik­menn gátu stillt sér upp á sex metr­un­um og ég þurfti að hafa mik­ið fyr­ir hverju marki með því að not­ast við gegn­um­brot. Það gat ekki geng­ið til lengd­ar og því fór ég í að­gerð­ina. Þeg­ar ég fór í að­gerð­ina var tal­að um að allt end­ur­hæf­ing­ar­ferl­ið myndi taka sex mán­uði og nú eru tæp­ir fjór­ir mán­uð­ir liðn­ir. Stað­an er eins góð og mögu­legt er. Ég hef ver­ið að æfa í um það bil fimm tíma á dag með frá­bæru lækna- og sjúkra­þjálf­arat­eymi Kiel og ég er í mjög góð­um hönd­um,“seg­ir hann um tím­ann frá að­gerð­inni.

„Ein­beit­ing­in hjá mér er bara á því að koma mér í mitt fyrra form og vera klár í slag­inn þeg­ar næsta keppn­is­tíma­bil byrj­ar. Það verð­ur gam­an að fylgj­ast með lið­inu á loka­sprett­in­um og von­andi ná­um við að landa þeim tveim­ur titl­um sem í boði eru. Ég er mjög spennt­ur fyr­ir því að byrja að vinna með Jicha og hann hef­ur kom­ið sterk­ur inn í þjálf­arat­eym­ið að mínu mati. Hann hef­ur lát­ið meira til sín taka en fyrri að­stoð­ar­þjálf­ar­ar Alfreðs og hann hef­ur kom­ið með góða punkta. Þetta er hand­boltagoð­sögn sem ég hef fylgst með frá því að ég var pjakk­ur og það verð­ur gam­an að vinna með hon­um,“seg­ir þessi frá­bæri leik­stjórn­andi um fram­hald­ið hjá sér.

Ís­lenska lands­lið­ið leik­ur loka­leiki sína í undan­keppni EM 2020 um miðj­an júní og Gísli seg­ir að stað­an á öxl­inni verði bara tek­in með lækn­um Kiel og lækn­um lands­liðs­ins þeg­ar þar að kem­ur og met­ið hvort hann geti spil­að þá leiki. Það verði bara að koma í ljós þeg­ar nær dreg­ur.

Gísli Þor­geir Kristjáns­son

Stjarn­an fór með naum­an eins marks sig­ur af hólmi þeg­ar lið­ið sótti Vík­ing heim á óvenju­leg­an heima­völl Vík­ingsliðs­ins, Eim­skipsvöll­inn í Laug­ar­daln­um. Stjarn­an er í seil­ing­ar­fjar­lægð frá ÍA og Breiða­blik sem tróna á toppi deild­ar­inn­ar eft­ir leik gær­kvölds­ins.

Gísli Þor­geir Kristjáns­son hef­ur ver­ið fjar­ver­andi vegna meiðsla á öxl síð­an í lok janú­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.