Fékk strax góða til­finn­ingu fyr­ir bæn­um

Fréttablaðið - - SPORT - [email protected]­bla­did.is

Lilj­ana Milan­koska er hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og verk­efn­is­stjóri Húna­þings vestra í mál­efn­um flótta­manna. Hún er bú­in að heim­sækja nýju íbú­ana fyrsta dag þeirra á Hvammstanga. „ Þetta eru fimm fjöl­skyld­ur, sam­tals 23 mann­eskj­ur, tíu full­orðn­ar og þrett­án börn á aldr­in­um 0 til 10 ára. Elst­ur er 39 ára karl­mað­ur, hitt fólk­ið er und­ir 31 árs aldri og allt að koma frá Líbanon. Ég veit ekki hversu lengi það dvaldi þar, það eru þrjú til fimm ár. Þar bjó það við mjög kröpp kjör og í lé­legu hús­næði, var án at­vinnu og hafði ekk­ert hlut­verk í sam­fé­lag­inu, var bara ut­an­veltu, eins og það væri ekki til.“

Lilj­ana seg­ir fjöl­skyld­urn­ar hafa feng­ið gott hús­næði á Hvammstanga. „Fólk hér var til­bú­ið til að leigja íbúð­ir sem það átti en hafði ekki ver­ið með á al­menn­um leigu­mark­aði. Í haust verð­ur svo byggð hér blokk og líka rað­hús, þannig að það opn­ast fleiri mögu­leik­ar ef fólk­ið vill skipta.“

Hún tal­ar við nýju íbú­ana með hjálp

túlks. „ Sum­ir tala ensku en við er­um með þrjá túlka sem hjálpa okk­ur þessa fyrstu daga og einn þeirra verð­ur með okk­ur næstu sex mán­uði. Hann er fé­lags­ráð­gjafi og verð­ur með sam­fé­lags­fræðslu fyr­ir hóp­inn. Svo verð­ur dag­skrá í skól­an­um fyr­ir sýr­lensku börn­in í sum­ar og þau ættu að geta byrj­að nám þar í haust. Börn­in eru svo ör­ugg hér, þau geta labb­að í skól­ann, enda fékk fólk­ið strax góða til­finn­ingu fyr­ir bæn­um okk­ar og virð­ist mjög ánægt. Það geisl­ar al­veg og finnst það kom­ið heim, sem er ynd­is­legt.“

Sjálf flutti Lilj­ana til Ís­lands frá Ma­kedón­íu fyr­ir tíu ár­um. Hún hef­ur lok­ið hjúkr­un­ar­námi við Há­skól­ann á Akur­eyri og er í meist­ara­námi. „Loka­verk­efni mitt mun fjalla um sál­ræna líð­an flótta­barna á Íslandi,“seg­ir hún og held­ur áfram:

„Ég er gift Ís­lend­ingi og við bú­um hér á Hvammstanga. Þetta er þægi­leg­ur stað­ur að að­lag­ast og ég vona að nýju íbú­un­um gangi það vel. Það er líka góð­ur tími fyr­ir þá að koma núna, sumar­ið fram und­an og þá er fólk meira úti við svo það verð­ur auð­veld­ara fyr­ir þá og heima­fólk að kynn­ast.“

„Loka­verk­efni mitt mun fjalla um sál­ræna líð­an flótta­barna á Íslandi.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.