Búra­bobbi bíð­ur út­rým­ing­ar

Fréttablaðið - - BÍLAR - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir

Ó – um þegn­rétt teg­und­anna í ís­lenskri nátt­úru

Höf­und­ur: Hauk­ur Már Helga­son Út­gef­andi: Mál og menning Bl­að­síð­ur: 288

Við er­um stödd í yf­ir­heyrslu hjá lög­regl­unni. Yfir­heyrð­ur er Ónatan Ótt­ar, ör­veru­fræð­ing­ur sem ný­lega hef­ur ver­ið sagt upp hjá Nátt­úru­fræði­stofn­un og sem, að því er virð­ist, er ramm­flækt­ur í strok og elt­inga­leik við fjölda ólög­legra sjald­gæfra fugla sem herja á borg­ina. Yfir­heyr­and­inn, lög­reglu­þjónn­inn Sv­an­ur sem lít­ur á yf­ir­heyrsl­una sem nokk­urs kon­ar inn­legg í kjara­bar­áttu lög­reglu­manna, er dug­leg­ur að slökkva á hljóðupp­töku í yf­ir­heyrsl­unni öðru hvoru og þannig hverf­ur alltaf öðru hvoru hluti sam­skipt­anna. Sam­an rekja þeir að­drag­anda þess að Ónatan er kom­inn í þess­ar að­stæð­ur, hvor með sín­ar áhersl­ur, skoð­an­ir og fram­setn­ingu á heim­in­um.

Hauk­ur Már Helga­son er skemmti­leg­ur stílisti og per­són­ur nátt­úru­fræð­ings­ins og lög­reglu­manns­ins standa ljós­lif­andi fyr­ir hug­skots­sjón­um með öll­um sín­um kost­um og kynj­um. Sag­an er öll sögð í sam­ræð­um þeirra Ónatans og Svans sem eru mjög fjarri því að vera línu­leg­ar, þeir steyp­ast báð­ir of­an í og um víða velli alls kon­ar pæl­inga um allt frá ör­ver­um til mann­vera, um sam­skipti, lífs­mynst­ur og rétt­inn til að vera til og til­heyra, hvort sem rætt er um kan­ín­ur í nátt­úru Ís­lands eða ólög­lega inn­flytj­end­ur. Og um þörf­ina til að út­rýma og losna við það sem ekki hent­ar, sem er ó-æski­legt, ó-þægi­legt, ó-venju­legt.

Eins og seg­ir á bók­ar­kápu í til­vitn­un í Ei­rík Örn Norð­dahl er far­ið frá hinu stærsta til hins smæsta og aft­ur til baka, frá ör­veru til ör­vænt­ing­ar. Les­and­ans bíð­ur því ær­ið verk­efni, að fylgja þræði en finna jafn­framt vís­bend­ing­ar um það sem gerð­ist, er að ger­ast og mun ger­ast í sög­unni og reyna að njóta allra vanga­veltn­anna um lífið og heiminn og hið stóra sam­hengi eða sam­heng­is­leysi um leið.

Þetta er ekki hefð­bund­in skáld­saga og þó hún sé mjög fynd­in á köfl­um full­næg­ir hún ekki þeim kröf­um sem sum­ir gera til sum­ar­leyf­is­bóka að þær séu auð­melt­ar og létt­lesn­ar. Öðr­um er hún hins veg­ar ein­mitt feng­ur á sund­laug­ar­bakk­ann eða í sum­ar­bú­stað­arpott­inn þar sem gefst mögu­lega tími til að njóta henn­ar hægt, leggja frá sér og melta.

Vel skrif­uð og óhefð­bund­in skáld­saga þar sem vanga­velt­ur um heiminn eru ekki síð­ur burð­ar­efni en fram­vinda og sögu­þráð­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.