Attestor sel­ur í Ari­on fyr­ir fjóra millj­arða

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - – hae, kij

Breski vog­un­ar­sjóð­ur­inn Attestor Capital seldi í gær hátt í þriggja pró­senta hlut í Ari­on banka fyr­ir um fjóra millj­arða króna, sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðs­ins. Eft­ir söl­una fer sjóð­ur­inn með um 2,8 pró­senta hlut í bank­an­um.

Bréf­in keypti breið­ur hóp­ur fjár­festa, svo sem líf­eyr­is­sjóð­ir, verð­bréfa­sjóð­ir og einka­fjár­fest­ar, eft­ir því sem Fréttablaðið kemst næst.

Vog­un­ar­sjóð­ur­inn, sem kom fyrst inn í hlut­hafa­hóp Ari­on banka í mars ár­ið 2017, seldi sam­an­lagt fimm­tíu millj­ón­ir hluta í bank­an­um en það jafn­gild­ir tæp­lega 2,8 pró­sent­um af hluta­fé hans. Gengi hluta­bréfa í Ari­on banka hækk­aði um 0,1 pró­sent í gær og stóð í 79,6 krón­um á hlut þeg­ar mark­að­ir lok­uðu.

Þetta er í ann­að sinn í mán­uð­in­um sem Attestor sel­ur hluta­bréf í Ari­on banka en eins og Mark­að­ur­inn greindi frá fyrr í vik­unni gekk vog­un­ar­sjóð­ur­inn ný­ver­ið frá sölu á eins og hálfs pró­sents hlut í bank­an­um fyr­ir lið­lega tvo millj­arða króna.

Sjóð­ur­inn hef­ur mark­visst unn­ið að því að minnka hlut sinn í bank­an­um und­an­far­in miss­er­in en hann hef­ur selt hátt í tíu pró­sent af hluta­fé bank­ans á síð­ustu tólf mán­uð­um. Þar af seldi hann þriggja pró­senta hlut í hluta­fjárút­boði bank­ans í júní í fyrra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.