Fyr­ir­tæki í eigu þing­manns vill veiða hrefnu á nýj­an leik

Þrjú fyr­ir­tæki hafa ósk­að eft­ir því við at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið að fá leyfi til hval­veiða til árs­ins 2023. Eitt fyr­ir­tæk­ið er í eigu eig­in­manns þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Ha­fró ráð­legg­ur um 400 dýra veiði á ári. Hval­ur hf. er sem fyrr ein

Fréttablaðið - - NEWS - [email protected]­bla­did.is

Þrjú fyr­ir­tæki hafa ósk­að eft­ir leyfi til að veiða hval við Ís­lands­strend­ur næstu fimm sum­ar­ver­tíð­ir til árs­ins 2023. Tvö fyr­ir­tæki hafa ósk­að eft­ir leyf­um til að veiða hrefnu hér við land og eitt fyr­ir­tæki hef­ur ósk­að eft­ir leyfi til að veiða lang­reyð­ar.

Fyr­ir­tæk­in IP ehf. og Runó ehf. eru þau fyr­ir­tæki sem sótt hafa um leyfi til að veiða hrefnu næstu fimm ver­tíð­ir. Ár­lega má veiða rúm­lega 200 hrefn­ur sam­kvæmt ráð­legg­ing­um Ha­f­rann­sókna­stofn­un­ar og eru veið­arn­ar ólymp­ísk­ar; það er að veið­ar eru frjáls­ar þar til kvót­inn hef­ur all­ur ver­ið veidd­ur. Í fyrra mátti veiða alls 262 hrefn­ur en að­eins sex hrefn­ur voru skotn­ar.

At­hygli vek­ur að Runó ehf. er í eigu Þórð­ar Sig­munds­son­ar. Þórð­ur er eig­in­mað­ur Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ir, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Silja Dögg sit­ur í ut­an­rík­is­mála­nefnd þings­ins en mik­il og hörð gagn­rýni hef­ur kom­ið frá út­lönd­um vegna hval­veiða Ís­lend­inga síð­ustu ár­in. Nú ligg­ur fyr­ir þings­álykt­un Þor­gerð­ar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur þess efn­is að rann­sak­að­ur verði stuðn­ing­ur er­lend­is við hvalveiðar okk­ar Ís­lend­inga og hver áhrif hvalveiðar hafa á ímynd lands og þjóð­ar.

Hval­ur hf. er eina fyr­ir­tæk­ið sem hef­ur ósk­að eft­ir leyf­um til veiða á lang­reyði. Veiða má sam­kvæmt Ha­f­rann­sókna­stofn­un 209 dýr á hverju ári fram til árs­ins 2025.

Sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðs­ins er ólík­legt að fyr­ir­tæk­ið muni full­nýta kvóta sinn á þessu ári og verði því mun færri dýr veidd í ár en til að mynda var gert í fyrra. Fréttablaðið hef­ur reynt nú í nokkra daga að fá sam­tal við Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, en hann hef­ur ekki svar­að ósk­um Frétta­blaðs­ins um sam­tal.

Lít­ið er af lang­reyð­ar­kjöti eft­ir í frystigeymsl­um Hvals hf. hér á landi og hef­ur megn­ið af kjöti frá ver­tíð­inni í fyrra ver­ið flutt til Jap­ans. Það þýð­ir hins veg­ar ekki að það sé bú­ið að selja af­urð­irn­ar sam­kvæmt skrif­stofu Hvals og gæti vel ver­ið að kjöt­ið sé geymt í frystigeymsl­um ytra uns kaup­andi finnst að af­urð­un­um.

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Hrefnu­veið­ar hafa ekki ver­ið mikl­ar síð­ustu ár en að­eins sex voru drepn­ar í fyrra.

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.