May út­skýr­ir leið­toga­val í júní

Fréttablaðið - - NEWS - – þea

Th­eresa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hét því í gær að leggja fram áætl­un um val á arf­taka, það er nýj­um for­manni Íhalds­flokks­ins, þeg­ar næsta at­kvæða­greiðsla um Brex­it-samn­ing henn­ar er að baki. Sú at­kvæða­greiðsla fer fram á breska þing­inu í byrj­un júní.

Þing­ið hef­ur í þrígang hafn­að samn­ingn­um. Sam­kvæmt heim­ild­um Breska rík­isút­varps­ins mun May segja af sér ef sag­an end­ur­tek­ur sig og samn­ingn­um er hafn­að. Einn þeirra sem ásæl­ast sæti May er fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herr­ann Bor­is John­son. Hann sagði í gær að hann ætl­aði án nokk­urs vafa að sækj­ast eft­ir for­mennsku þeg­ar þar að kem­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.