Ferm­ingar­pen­ing­un­um stol­ið

Lang­þráð þriggja vikna frí Sig­urð­ar Geirs Geirs­son­ar og fjöl­skyldu til Tor­revieja á Spáni fór held­ur bet­ur illa af stað. Strax á flug­vell­in­um var tösku sem í voru með­al ann­ars ferm­ingar­pen­ing­ar son­ar hans stol­ið.

Fréttablaðið - - NEWS - NORDICPHOTOS/GETTY sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

„Þetta er skelfi­legt. Við stönd­um hérna nokk­urn veg­inn slypp og snauð og trygg­ing­ar­fé­lag­ið ger­ir ekk­ert fyr­ir okk­ur eins og er. Börn­in urðu hálfpart­inn vitni að þessu og eru bara há­grát­andi,“seg­ir Sig­urð­ur Geir Geirs­son flug­virki.

Fjöl­skyld­an lenti í Tor­revieja að­faranótt mið­viku­dags. Klukk­an tvö um nótt­ina voru þau bú­in að fá af­henta tvo bíla­leigu­bíla en með í för er elsti son­ur Sig­urð­ar ásamt konu hans og þrem­ur börn­um. Þeg­ar tösk­urn­ar voru komn­ir í skott­ið á bíl Sig­urð­ar fór hann að að­stoða elsta son­inn við að festa barna­bíl­stól í hinum bíln­um.

„Þá sér strák­ur­inn minn sem var að ferm­ast tvo menn opna skott­ið á bíln­um okk­ar. Hann hélt að þeir væru bara að fara í vit­laus­an bíl og sér þá bara loka skott­inu og hlaupa í burtu.“

Í ljós kom að þeir höfðu tek­ið tölvutösku Sig­urð­ar sem inni­hélt með­al ann­ars þrjú þús­und evr­ur, tölvu, mynda­vél, síma, veski og vega­bréf. „Þarna voru með­al ann­ars þús­und evr­ur sem strák­ur­inn fékk í ferm­ing­ar­gjöf. Sem bet­ur fer er elsti strák­ur­inn með sín kort.“

Haft var sam­band við lög­reglu sem virt­ist ekki hissa. „Þeir sögð­ust fá hátt í tíu svona mál á dag hérna á f lug­vell­in­um.“Sig­urð­ur tel­ur að þjóf­arn­ir hafi fylgst með fjöl­skyld­unni og vit­að ná­kvæm­lega hverju þeir ættu að stela. Það hafi ver­ið mað­ur að þvæl­ast inni á bíla­leig­unni og séð Sig­urð setja pen­inga og vega­bréf í tölvutösk­una.

„Áð­ur en ég kom hing­að var mér sagt að taka ekki pen­inga út úr hrað­bönk­um því þeir mynd­uðu kort­in um leið en þú veist ekk­ert hvaða hrað­bank­ar það eru. Þannig að ég tók með mér pen­inga en það var greini­lega ekk­ert skárra.“

Hann seg­ir marga Ís­lend­inga á svæð­inu og hvet­ur þá til að hafa var­ann á. „Við hitt­um ís­lenska konu úti í búð sem var rænd á veit­inga­stað. Þau voru tíu sam­an á borði og vesk­ið henn­ar hvarf með fullt af verð­mæt­um.“

Sig­urð­ur seg­ir at­burð­inn hafa haft mik­il áhrif á þau hjón­in og enn meiri á börn­in. „Sér­stak­lega á dreng­inn sem var að ferm­ast. Hann ætl­aði sér að gera mik­ið fyr­ir þessa pen­inga og eiga gott frí hérna.“

Thelma Eir Aðal­steins­dótt­ir, vöru­stjóri ein­stak­lings­trygg­inga hjá VÍS, seg­ist ekki geta tjáð sig um ein­stök mál. Hins veg­ar sé það þannig í svona til­vik­um að lyk­il­at­riði sé að hafa sam­band við lög­reglu.

„Það þarf alltaf að fylgja lög­reglu­skýrsla frá því landi sem at­vik­ið ger­ist í. Það þarf að til­kynna þetta til okk­ar en við þurf­um að vinna mál­ið og fá lista yf­ir það sem var stol­ið. Það er því mið­ur ekki þannig að við get­um hlaup­ið inn í svona að­stæð­ur því það er ekki hluti af okk­ar starf­semi,“seg­ir Thelma.

Hún seg­ir að í mörg­um til­vik­um sé hægt að koma í veg fyr­ir tjón af völd­um þjófn­að­ar. Í skil­mál­um fé­lags­ins séu ákveðn­ar var­úð­ar­regl­ur.

„Við leggj­um mesta áherslu á að læsa öllu. Þó að þú ætl­ir bara að henda einni tösku inn í bíl og skreppa að ná í hina þarf mað­ur að læsa bíln­um. Svo er mik­il­vægt að skilja ekk­ert eft­ir eft­ir­lits­laust á al­manna­færi.“

Fólk þurfi líka að hafa í huga að það sé ákveð­ið há­mark á far­ang­ur­s­trygg­ing­um. Það sé því ekki snið­ugt að taka alla dýr­ustu hlut­ina með. „Svo er líka góð regla að geyma kort­in á mis­mun­andi stað. Það hjálp­ar mik­ið til ef mað­ur lend­ir í svona að dreifa að­eins áhætt­unni.“

Frá Tor­revieja á Spáni. Sig­urð­ur seg­ist hafa ferð­ast um all­an heim en ekki átt vona á að lenda í svona uppá­komu þar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.