Óheppi­legt að álit­ið hafi ekki leg­ið fyr­ir

Fréttablaðið - - NEWS - – ab

Borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur Sjálf­stæð­isf lokks­ins tel­ur af­ar óheppi­legt að álits­gerð Trausta Fann­ars Vals­son­ar, sér­fræð­ings í sveit­ar­stjórn­ar­lög­um, hafi ekki ver­ið birt fyr­ir und­ir­rit­un árs­reikn­ings borg­ar­inn­ar á þriðju­dag­inn. Fram kem­ur í bók­un flokks­ins á fundi borg­ar­ráðs í gær að mál­ið sé óheppi­legt þar sem það varði greiðsl­ur án fjár­heim­ilda sem sé á skjön við sveit­ar­stjórn­ar­lög.

Fram kem­ur í minn­is­blaði fjár­mála­skrif­stofu borg­ar­inn­ar frá því í mars að und­ir­skrift árs­reikn­ings jafn­gildi sam­þykki á öll­um fjár­út­lát­um, þar á með­al því sem féll til án heim­ild­ar vegna bragga­verk­efn­is­ins á Naut­hóls­vegi 100. Borg­ar­full­trú­ar Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins settu fyr­ir­vara við und­ir­skrift sína á árs­reikn­ing­inn.

Fram kem­ur í áliti Trausta Fann­ars til end­ur­skoð­un­ar­nefnd­ar að stað­fest­ing á árs­reikn­ingi feli ekki í sér sam­þykki á öll­um fjár­út­lát­um. Í minn­is­blaði end­ur­skoð­un­ar­nefnd­ar er borg­ar­ráð beð­ið um að beina því til fjár­mála­skrif­stof­unn­ar að bregð­ast við áliti Trausta Fann­ars.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.