Hóta hefnd­um vegna Hu­awei-banns

Banda­ríkja­for­seti mun setja bann við við­skipt­um við kín­verska tækn­iris­ann Hu­awei með nýrri for­seta­til­skip­un. Ut­an­rík­is­ráðu­neyti Kína kveðst und­ir­búa gagn­að­gerð­ir. Hu­awei neit­ar al­far­ið end­ur­tekn­um ásök­un­um Banda­ríkja­manna um njósn­ir.

Fréttablaðið - - NEWS - NORDICPHOTOS/GETTY [email protected]­bla­did.is

Stjórn­völd í Kína hót­uðu í gær gagn­að­gerð­um eft­ir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti und­ir­rit­aði for­seta­til­skip­un á mið­viku­dag um að banda­rísk­um fyr­ir­tækj­um verði bann­að að nota fjar­skipta­bún­að frá fyr­ir­tækj­um sem stjórn­völd telja að ógni þjóðarör­yggi. Wil­b­ur Ross, ráð­herra við­skipta­mála, sagði við Bloom­berg í gær að sér­stök for­seta­til­skip­un um bann við við­skipt­um við tækn­iris­ann Hu­awei tæki gildi í dag.

Að því er kom fram í yf­ir­lýs­ingu frá banda­ríska for­seta­embætt­inu er fyrri til­skip­un­in til þess gerð að „ skýla Banda­ríkja­mönn­um fyr­ir er­lend­um and­stæð­ing­um sem skapa og nýta sí­fellt oft­ar ör­ygg­is­galla í tækni­inn­við­um“.

Lu Kang, upp­lýs­inga­full­trúi kín­verska ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, sagði í gær að stjórn­völd í Pek­ing væru and­snú­in því að önn­ur ríki ákvæðu ein­hliða að beita kín­versk fyr­ir­tæki þving­un­um. Breska rík­is­út­varp­ið hafði eft­ir Lu að von væri á gagn­að­gerð­um. Ekki ligg­ur hins veg­ar fyr­ir hverj­ar þær að­gerð­ir verða.

„Við krefj­umst þess að Bandaríkin láti af þess­um starfs­hátt­um og beiti sér í stað­inn fyr­ir bættu við­skipta­og sam­starfs­um­hverfi,“sagði Lu sem sak­aði Trump um að sigla und­ir fölsku flaggi. Hann bæri fyr­ir sig þjóðarör­yggi þeg­ar til­gang­ur­inn með til­skip­un­inni væri að spilla fyr­ir kín­versku hag­kerfi.

Banda­ríkja­stjórn og banda­rísk­ar ör­ygg­is­stofn­an­ir hafa ít­rek­að hald­ið því fram að Hu­awei nýti snjallsíma sína og aðra tækni til njósna fyr­ir hönd kín­verskra yf­ir­valda. Því hef­ur fyr­ir­tæk­ið ít­rek­að neit­að. Banda­ríkja­menn hafa sömu­leið­is þrýst á banda­menn sína að leyfa Hu­awei ekki að koma að upp­bygg­ingu 5G-fjar­skipta­nets.

Kenn­eth Fredrik­sen, for­stjóri Hu­awei í Sví­þjóð og á Íslandi, sagði í við­tali við Fréttablaðið í fe­brú­ar að ásak­an­ir væru alrang­ar. „ Stað­reynd­in er sú að það hafa eng­in gögn ver­ið lögð fram sem styðja þess­ar ásak­an­ir. Við höf­um heyrt marg­breyti­leg­ar stað­hæf­ing­ar frá Banda­ríkj­un­um og ver­ið sök­uð um ým­is­legt. En það eru eng­in sönn­un­ar­gögn sem liggja fyr­ir.“

Fyr­ir­tæk­ið sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu um banda­rísku for­seta­til­skip­un­ina í gær þar sem það end­ur­tók fyrri stað­hæf­ing­ar um að Banda­ríkja­mönn­um staf­aði eng­in ógn af Hu­awei.

„Tak­mark­an­ir á við­skipt­um Hu­awei í Banda­ríkj­un­um munu ekki styrkja Bandaríkin eða auka á ör­yggi rík­is­ins. Þess í stað munu tak­mark­an­ir sem þess­ar stuðla að því að Bandaríkin neyð­ist til þess að skipta við dýr­ari en jafn­framt síð­ur hæfa keppi­nauta og þannig drag­ast aft­ur úr í 5G-væð­ing­unni. Það bitn­ar á hags­mun­um banda­rískra fyr­ir­tækja og neyt­enda.“

Orð­spor fárra tæknifyr­ir­tækja hef­ur beð­ið jafn­mik­inn hnekki á und­an­förn­um mán­uð­um og orð­spor Hu­awei. Ef til vill að Face­book und­an­skildu. Hu­awei berst með kjafti og klóm gegn njósna­ásök­un­um og nú síð­ast á þriðju­dag bauð Liang Hua stjórn­ar­formað­ur að fyr­ir­tæk­ið skrif­aði und­ir bind­andi samn­inga við stjórn­völd á Bretlandi um að eng­ar njósn­ir yrðu stund­að­ar þar í landi. Þjóðarör­ygg­is­ráð Breta sam­þykkti í apríl að leyfa Hu­awei að koma að upp­bygg­ingu 5G-fjar­skipta­nets.

Við krefj­umst þess að Bandaríkin láti af þess­um starfs­hátt­um og beiti sér í stað­inn fyr­ir bættu við­skipta- og sam­starfs­um­hverfi.

Lu Kang, upp­lýs­inga­full­trúi ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is Kína

Banda­ríkja­menn segja Hu­awei stunda njósn­ir en kín­verska fyr­ir­tæk­ið seg­ir það alrangt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.