Gaml­ar ís­lensk­ar brúð­kaups­hefð­ir

Ým­is­legt hef­ur geng­ið á í brúð­kaup­um fyrri alda og ára og kem­ur ekki á óvart að þau hafa tek­ið ýms­um breyt­ing­um eft­ir tíð­ar­anda hér á Íslandi. Það er áhuga­vert að sjá hve marg­ar hefð­ir hafa feng­ið að lifa til dags­ins í dag, eða ekki.

Fréttablaðið - - FÓLK - Sól­rún Freyja Sen sol­run­[email protected]­bla­did.is

Upp­lýs­ing­ar í þess­ari grein voru tekn­ar úr rit­gerð eft­ir Veru Guð­rúnu H. Borg­hild­ar­dótt­ur, „Sum­ar hefð­ir eru skemmti­leg­ar og gam­an að virða þær, en aðr­ar kannski börn síns tíma“, sem fjall­ar um þró­un brúð­kaups­hefða í gegn­um ald­irn­ar.

Vin­sæl­asta árs­tíð­in fyr­ir brúð­kaup var haust­ið, og oft gifti fólk sig í októ­ber, vegna þess að þá var slát­ur­tíð og kornupp­skeru lok­ið og hægt að bjóða brúð­kaups­gest­um kjöt og öl. Í dag þurfa lands­menn ekki að huga að þessu og slydd­an hef­ur vik­ið af velli fyr­ir sum­ar­blæ júlí­mán­að­ar. Það er ágætt því sú var hjá­trú­in sem hélt sér í gegn­um ald­irn­ar að veð­ur­átt á brúð­kaups­dag­inn hefði spá­dóms­gildi um hvernig hjóna­band­ið myndi ganga. Ekki á að ör­vænta ef það er létt­ur regnúði á brúð­kaups­dag­inn því það er víst tákn um frjó­semi og pen­inga.

Fyrsta ís­lenska heim­ild­in um brúð­kaup og hvernig þau voru hald­in fyr­ir og í kring­um fyrstu þús­öld hér á landi er Eddu­kvæði. Þar kem­ur fram að drukk­ið var svo­kall­að festaröl eft­ir að kaup­máli brúð­kaups hafði náðst, og tákn­aði að brúð­ur­in og brúð­gum­inn voru að ganga inn í sitt­hvora fjöl­skyld­una.

Föt brúð­guma breyt­ast lít­ið

Brúð­ur­in klædd­ist vana­lega höf­uð­bún­aði úr ljós­um og hvít­um dúk­um, sem var ein­kenni ís­lenskra kven­bún­inga í þrjár ald­ir. Á 16.-18. öld fóru brúð­ir að bera skilda­húf­ur, sem voru kringl­ótt­ar húf­ur skreytt­ar út­skorn­um

gyllt­um silf­ur­skjöld­um. Áð­ur en hvít­ir brúð­ar­kjól­ar fóru að sjást hér á landi voru brúð­irn­ar stund­um í skaut­bún­ingi, en klæðn­að­ur­inn fór auð­vit­að eft­ir hve mik­ið fé brúð­hjón­in höfðu á milli hand­anna. Fram að 1920 var al­gengt að kon­ur gift­ust í peysu­föt­um. Sum­um fannst ósið­legt að kon­ur væru í hvítu á brúð­kaups­dag­inn ef þær voru ekki hrein­ar meyj­ar. Hins veg­ar hafa föt brúð­gum­ans tek­ið fá­um breyt­ing­um í gegn­um ald­irn­ar, dökk­leit jakka­föt og kannski í seinni tíð kjól­föt. í „dönsk­um Síð­an skóm“, þótti lág­hæl­uð­um flott að vera leð­ur­skóm, fyr­ir bæði brúð­gumann og brúð­ina.

Brúð­kaups­veisl­ur fyrri alda stóðu yf­ir í allt frá tveim­ur dög­um til viku. Veisl­an byrj­aði iðu­lega á brúð­ar­gangi, þar sem tvær virð­ing­ar­mestu kon­urn­ar í sveit­inni leiddu brúð­ina til kirkj­unn­ar og svo frá kirkj­unni í veislu­hús­ið, ógift­ar kon­ur fylgdu á eft­ir. Tveir virð­ing­ar­mestu karl­arn­ir leiddu brúð­gumann á eft­ir kon­un­um, og rest­in af veislu­gest­un­um kom á eft­ir hon­um.

Grjóna­graut­ur og hangi­kjöt

Í veisl­un­um hélt svo siða­mað­ur ræðu og mælti fyr­ir griðum, sem þýð­ir að sam­fé­lags­leg­ar deil­ur voru lagð­ar til hlið­ar og bann­að að láta þær spilla gleð­inni. Það er spurn­ing hvort þessi hefð gæti kom­ið sér vel í veisl­um í dag. Síð­an var regla að með­an á brúð­kaup­inu stæði var bann­að að nefna brúð­hjón­in á nafn, það mátti bara ávarpa þau sem brúð­guma og brúði, ef ein­hver gleymdi sér þurfti við­kom­andi að drekka víta­drykkju í lok veisl­unn­ar um morg­un­inn, sem sagt þamba glas af ein­hverju áfengu. Í veisl­um fram að miðri 19. öld var fyrsti rétt­ur­inn í brúð­kaups­veisl­un­um oft­ast grjóna­graut­ur eða kjötsúpa. Síð­an var bor­in fram steik eða kalt hangi­kjöt og í eft­ir­rétt voru pönnu­kök­ur, lumm­ur og vöffl­ur með kaffi. Púns fór að verða vin­sælt á 19. öld, sem var yf­ir­leitt blanda af heitu vatni, rommi, sykri, kanel­berki og pún­sex­trakti.

Borg­að fyr­ir mey­dóm­inn

Fyr­ir norð­an tíðk­að­ist að halda svo­kall­að­ar brauð­veisl­ur, þar sem boð­ið var upp á brauð­meti eins og laufa­brauð, pönnu­kök­ur og skon­rok. Hver gest­ur fékk ákveð­inn skammt af brauði og bolla með sírópi til að dýfa brauð­inu í. Síð­an var boð­ið upp á brenni­vín fyr­ir karl­ana og kirsu­berja­vín eða messu­vín handa kon­un­um. Í byrj­un 20. ald­ar fóru elda­vél­ar og bak­arofn­ar að sjást á heim­il­um Ís­lend­inga og þá fyrst fóru köku­veisl­ur að verða vin­sælli.

Þeg­ar kom að brúð­kaups­nótt­inni var brúð­inni fylgt í sæng­ur­hús af lín­kon­um, sem af­klæddu hana og sett­ust svo á rúm­stokk­inn. Brúð­gum­an­um var svo fylgt inn af körl­un­um í veisl­unni. Karl­arn­ir áttu að bjóða í brúð­ar­sæng­ina þar til kæmi til­boð sem lín­kon­un­um þótti hæfa. Auð­vit­að bauð brúð­gum­inn hæst, sem hann borg­aði svo með gjöf til brúð­ar­inn­ar morg­un­inn eft­ir. Þessi gjöf hafði í raun þann til­gang að borga fyr­ir mey­dóm nýju eig­in­kon­unn­ar.

Það má vissu­lega segja að sum­ar af þess­um gömlu hefð­um séu barn síns tíma og eigi ekki við ís­lenskt samfélag í dag, en trú­lof­að­ir og þeir sem eru í gift­ing­ar­hug geta kannski feng­ið ein­hverj­ar hug­mynd­ir úr þess­ari grein, eða ekki.

Ís­lensk brúð­kaup hafa tek­ið mörg­um breyt­ing­um. Allt frá því að vera brúð­kaup í orðs­ins fyllstu merk­ingu þar sem kona kostaði 48 áln­ir vað­máls, eða fal­leg, tákn­ræn at­höfn í nafni ástar­inn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.