Rétt­ur frá kokki árs­ins 2019

Fréttablaðið - - FÓLK -

Hér er góm­sæt upp­skrift að rétti sem gæti vak­ið lukku með­al brúð­kaups­gesta frá kokki árs­ins 2019, Sig­ur­jóni Braga Geirs­syni. Þetta er ljúf­feng­ur og flott­ur kjúk­linga­rétt­ur.

Sól­rún Freyja

Sen sol­run­[email protected]­bla­did.is

Ef þig vant­ar hug­mynd að að­al­rétti fyr­ir brúð­kaup þá er hér góm­sæt upp­skrift að kjúk­linga­læri með jóg­úrtsósu, linsu­baun­um, stökku græn­káli og gul­rót­um. Rétt­ur­inn er bæði ein­fald­ur og holl­ur. Uppskrift­in er úr smiðju Sig­ur­jóns Braga sem hlaut titil­inn kokk­ur árs­ins í ár, verð­laun sem eru veitt fag­lærð­um mat­reiðslu­mönn­um og voru af­hent í Hörpu 23. mars á þessu ári. Þar með fékk Sig­ur­jón leyfi til að keppa fyr­ir hönd Ís­lands í keppn­inni Mat­reiðslu­mað­ur Norð­ur­landa ár­ið 2020.

Kjúk­linga­rétt­ur

1 kg kjúk­linga­læri 250 g tóm­at­púrra 50 g kimche

25 g ol­ía

Bland­ið sam­an púrr­unni, kimche og olíu. Hell­ið yf­ir kjúk­ling­inn og bland­ið sam­an, lát­ið liggja yf­ir nótt. Grill­ið á heitu grilli í um það bil 15 mín­út­ur.

Jóg­úrtsósa

250 g jóg­úrt

12 g cum­in, mal­að 25 g púð­ur­syk­ur Börk­ur af 1 sítr­ónu 15 g kórí­and­er

Öllu bland­að sam­an. Smakk­að til með sítr­ónusafa og salti.

Linsu­baun­ir

100 g linsu­baun­ir

200 g vatn

10 g kjúk­lingakraft­ur (má sleppa) Salt

1 sítr­óna

Lát­ið baun­irn­ar liggja í vatni yf­ir nótt. Baun­ir sett­ar í pott með vatni og kjúk­lingakrafti í hlut­fall­inu 2 af vatni á móti 1 af linsu­baun­um. Soð­ið þar til baun­irn­ar eru mjúk­ar und­ir tönn. Smakk­að­ar til með salti og sítr­ónusafa.

Stökkt græn­kál

2 stilk­ar græn­kál

Hit­ið ofn­in í 160°C. Tak­ið græn­kál­ið af stilkn­um og setj­ið á ofn­bakka. Dreif­ið olíu yf­ir, salt­ið og pipr­ið. Bak­ið í 10 mín­út­ur eða þar til stökkt.

Gul­ræt­ur

4 ís­lensk­ar gul­ræt­ur

Gul­ræt­ur skræld­ar og soðn­ar í vatni í 2 mín­út­ur. Kæld­ar nið­ur og skorn­ar í 4 hluta. Steikt­ar á pönnu með smjöri, blóð­bergi og hvít­lauk. Bragð­bætt með salti og pip­ar.

Sig­ur­jón Bragi Geirs­son, mat­reiðslu­mað­ur árs­ins.

Frá­bær kjúk­linga­rétt­ur frá Sig­ur­jóni sem gæti hent­að vel í brúð­kaup.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.