Sel­foss get­ur kom­ist í lyk­il­stöðu

Fréttablaðið - - SPORT - – hó

Sel­foss og Hauk­ar mæt­ast í öðr­um leik sín­um í úr­slitarimmu Olís-deild­ar karla í hand­bolta í Hleðslu­höll­inni í kvöld. Sel­foss hafði bet­ur, 27-22, í fyrsta leikn­um að Ásvöll­um og get­ur með sigri í þess­um leik kom­ist í býsna góða stöðu í leit sinni að fyrsta Ís­lands­meist­ara­titl­in­um í sögu fé­lags­ins.

Sölvi Ólafs­son sem hef­ur feng­ið þó nokkra gagn­rýni fyr­ir frammi­stöðu sína í vet­ur hrökk held­ur bet­ur í gang í fyrsta leikn­um og varði um það bil 25 skot og þar af fjög­ur víta­skot í fyrsta leikn­um. Þá tókst Sel­fyss­ing­um að halda öfl­ug­um seinni bylgju hrað­a­upp­hlaup­um Hauka í skefj­um með vel hreyf­an­legri 3-3 vörn sinni sem síð­ar varð að þéttri 6-0 þeg­ar Hauk­ar voru í upp­stillt­um sókn­ar­leik.

Það er spurn­ing hvort Gunn­ar Magnús­son og Aron Kristjáns­son láti krók koma á móti þessu bragði Pat­reks Jó­hann­es­son­ar í leikn­um á Sel­fossi í kvöld. Elv­ar Örn Jóns­son skar­aði fram úr í ann­ars jöfnu Sel­fossliði sem fékk eitt­hvert fram­lag úr flest­um stöð­um liðs­ins, en Atli Æv­ar Ing­ólfs­son skor­aði til að mynda fimm mörk af lín­unni og horna­mað­ur­inn Her­geir Gríms­son gerði slíkt hið sama.

Hauk­ar sem urðu deild­ar­meist­ar­ar hafa ekki rið­ið feit­um hesti frá leikj­um sín­um á úti­velli í úr­slita­keppn­inni og hef­ur beð­ið lægri hlut í öll­um þrem­ur úti­leikj­um sín­um til þessa. Ljóst er að Hauk­ar þurfa að breyta þessu mynstri til þess að verða Ís­lands­meist­ar­ar í 12. skipti í sögu fé­lags­ins.

Sel­fyss­ing­ar fengu síð­ast heima­leik í úr­slita­við­ur­eign Ís­lands­móts­ins ár­ið 1992 og nán­ast víst að stuðn­ings­menn Sel­foss munu fjöl­menna og þeir ásamt Hauka­mönn­um troð­fylla Hleðslu­höll­ina. Fyrsti leik­ur­inn var af­ar vel spil­að­ur þar sem hart var tek­ist á án þess að dóm­ar­ar leiks­ins þyrftu að taka á hon­um stóra sín­um. Von­andi verð­ur áfram­hald að þessu sinni.

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Daní­el Þór skor­aði mest fyr­ir Hauka í fyrsta leik lið­anna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.