Stönd­um í lapp­irn­ar

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Sif Sig­mars­dótt­ir

Hinn ár­legi listi breska dag­blaðs­ins The Sunday Ti­mes yf­ir rík­ustu íbúa Bret­lands var birt­ur um síð­ustu helgi. Í fjór­tánda sæti var yngsti millj­arða­mær­ing­ur list­ans, Hugh Grosven­or, sem er að­eins 28 ára. Hvaða of­ur­mann­legu dáð þarf mað­ur að drýgja til að verða millj­arða­mær­ing­ur að­eins 28 ára að aldri?

Ár­ið 1047 fædd­ist mað­ur að nafni Hugh d’Avr­anches í Normandí-hér­aði í Frakklandi. Hugh fékk snemma við­ur­nefn­ið „Le Grand Vene­ur“, mikli veiði­mað­ur­inn, en þar sem hann var stór vexti var hann gjarn­an upp­nefnd­ur „Le Gros Vene­ur“, feiti veiði­mað­ur­inn. Hugh bar við­ur­nefn­ið af stolti og varð það að fjöl­skyld­u­nafn­inu Grosven­or.

Mesta stór­virki Hugh Grosven­or var að koma sér í mjúk­inn hjá Vil­hjálmi 1. Eng­landskon­ungi. Að laun­um fyr­ir holl­ustu sína hlaut Hugh mik­ið land í Ches­hire og jarlstign að auki.

Veldi Grosven­or fjöl­skyld­unn­ar stækk­aði og dafn­aði. Ár­ið 1677 bar einkar vel í veiði en þá féll enn meira land í hend­ur fjöl­skyld­unni þeg­ar Thomas Grosven­or kvænt­ist hinni tólf ára Mary Da­vies, erf­ingja að vot­lendi vest­an við London. Með tím­an­um varð land­ið að einu verð­mæt­asta landi í heimi. Þar eru nú fín­ustu hverfi Lund­úna, Ma­yf­a­ir og Belgra­via, og eru þau í eigu hins 28 ára Hugh Grosven­or, af­kom­anda Hugh „Le Gros Vene­ur“.

Blekk­ing­in um leik­regl­ur

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag birt­ist í Frétta­blað­inu grein eft­ir Þor­vald Gylfa­son um til­lögu stjórn­valda að nýju auð­linda­ákvæði í stjórn­ar­skrá. Þor­vald­ur gagn­rýn­ir til­lög­una harð­lega. Hann seg­ir Al­þingi lengi hafa „set­ið og stað­ið fyr­ir allra sjón­um eins og út­vegs­menn hafa boð­ið“. Hann tel­ur til­lög­una standa langt að baki til­lögu Stjórn­laga­ráðs sem 83% kjós­enda lýstu sig sam­þykka í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu ár­ið 2012 og henni sé „greini­lega ætl­að að lög­helga óbreytt ástand gegn skýr­um vilja fólks­ins í land­inu“.

Það er svo margt í ver­öld­inni sem okk­ur finnst sjálfsagt. Okk­ur finnst sjálfsagt að Sjón­varps­frétt­irn­ar byrji klukk­an sjö, að vinnu­vik­an sé fimm dag­ar og að boð­ið sé upp á popp í bíó. En hvers vegna eru hlut­irn­ir eins og þeir eru – og gætu þeir ver­ið ein­hvern veg­inn öðru­vísi?

Mað­ur­inn lít­ur á sig sem fág­aða dýra­teg­und. Af hátt­prýði hafn­ar hann lög­máli frum­skóg­ar­ins, ver­öld þar sem eng­inn á neitt og all­ir mega allt svo hinir sterku hrifsa eft­ir­lits­laust til sín gæði nátt­úr­unn­ar. Í stað­inn beisl­ar hann glund­roð­ann, skrif­ar und­ir sam­fé­lags­sátt­mál­ann og gef­ur eft­ir hluta af frelsi sínu í skipt­um fyr­ir röð og reglu sem hvíla á ákveðn­um leik­regl­um.

En er­um við jafn­fág­uð og við höld­um?

„Fyrsti mað­ur­inn sem girti af reit, sagð­ist eiga hann og fann fólk sem var nógu vit­laust til að trúa hon­um er hinn eig­in­legi stofn­andi hins sið­aða sam­fé­lags,“skrif­aði Je­an-Jacqu­es Rous­seau. Við hefð­um aldrei átt að hlusta á þann svika­hrapp að sögn Rous­seau, „því sá er á villi­göt­um sem gleym­ir því að ávext­ir jarð­ar til­heyra öll­um og jörð­in sjálf eng­um.“

Stund­um læð­ist að manni sá grun­ur að leik­regl­ur mann­legs sam­fé­lags séu brella og að mað­ur­inn sé ekk­ert ann­að en villi­dýr í frum­skógi. Hvað er tregða ís­lenskra stjórn­valda til að tryggja þjóð­inni eign­ar­hald yf­ir auð­lind­um lands­ins ann­að en gjörn­ing­ur þar sem hinir sterku hrifsa til sín öll gæði? Þeir beita kannski ekki fyr­ir sig klón­um. En í stað­inn beita þeir blekk­ing­unni um leik­regl­ur.

Hvers vegna eru hlut­irn­ir eins og þeir eru? Þótt Sjón­varps­frétt­irn­ar byrji klukk­an sjö gætu þær al­veg byrj­að klukk­an átta. Þótt Al­þingi hafi alltaf „set­ið og stað­ið fyr­ir allra sjón­um eins og út­vegs­menn hafa boð­ið“þýð­ir það ekki að það gæti ekki ver­ið öðru­vísi. Þótt af­kom­andi manns sem sleikti sig upp við kóng fyr­ir þús­und ár­um sé nú eig­andi verð­mæt­ustu land­spildu í ver­öld­inni þýð­ir það ekki að það eigi að vera þannig.

Ís­lend­ing­ar, stönd­um í lapp­irn­ar og krefj­umst þess sem er okk­ar með réttu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.