Anton mun synda á HM

Fréttablaðið - - SPORT -

Sund­mað­ur­inn Anton Sveinn McKee hef­ur tryggt sér far­seð­il­inn á heims­meist­ara­mót­ið sem fram fer í Gwangju í Suð­ur-Kór­eu í lok júní í 100 metra bring­u­sundi.

Anton hafn­aði í fimmta sæti í undanúr­slit­um á TYR Pro Swim Series-mót­inu í Bloom­ingt­on í Indi­ana í Banda­ríkj­un­um í dag með því að synda á tím­an­um á 1:01,46 mín­út­um og tryggði sér með þeim tíma sæti í úr­slit­um móts­ins.

Hann tryggði sér um leið sæti á heims­meist­ara­mót­inu þar sem tím­inn var und­ir HM-lág­marki. Úr­slit­in í sund­inu fóru fram í gær­kvöldi.

Anton mun einnig synda 50 og 200 metra bring­u­sundi á mót­inu og keppa svo seinna í þess­um mán­uði fyr­ir Ís­lands hönd á Smá­þjóða­leik­un­um sem haldn­ir verða í Svart­fjalla­landi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.