Gott að vera heima með börn­un­um

Á milli þess sem Jó­hann­es Hauk­ur ferð­ast um heim­inn vegna verk­efna sinna nýt­ur hann þess að vera heima. Hann verð­ur stiga­kynn­ir á Eurovisi­on en það er ólík­legt að hann klæði sig upp að hætti Hat­ara því að börn­in banna það.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Kristjana Björg Guð­brands­dótt­ir [email protected]­bla­did.is

Laun­in eru býsna góð og mik­ið betri en hér heima sem mér finnst mjög öf­ug­snú­ið því þ hér kost­ar allt meira.

Jó­hann­es Hauk­ur hef­ur ný­lok­ið æf­ingu í World Class þeg­ar blaða­mað­ur lít­ur til hans. Hann er ný­kom­inn heim frá Prag þar sem hann var í tök­um fyr­ir þáttar­öð­ina A Letter for the King, sem verð­ur sýnd á Net­flix. World Class er nán­ast fé­lags­mið­stöð­in hans Jó­hann­es­ar. „Við eig­um heima hér rétt hjá í Laug­ar­daln­um, það er dá­sam­legt að eiga heima hér. Við er­um með alla þessa nátt­úru, sund­laug­ina og garð­ana í bak­garð­in­um hjá okk­ur,“seg­ir Jó­hann­es sem seg­ist bíða eft­ir elstu dótt­ur sinni sem æf­ir fót­bolta með Þrótti. Hann ætl­ar að fylgja henni á fót­bolta­leik. Hann er kvænt­ur Rósu Björk Sveins­dótt­ur, hag­fræð­ingi hjá Seðla­banka Ís­lands, og þau eiga þrjú börn, ell­efu, sjö og þriggja ára.

„Ég er tvær mín­út­ur að labba hing­að svo að það er eng­in góð af­sök­un fyr­ir því að mæta ekki í rækt­ina. Það er spa hér á neðri hæð­inni og ég ætti að skamm­ast mín fyr­ir það hvað ég er stund­um latur í lyft­inga­saln­um, þá er ég fljótt kom­inn í hvíta slopp­inn og í spa­ið. Ég þarf stund­um að minna mig á það að vera meira í æf­ingagall­an­um en hvíta sloppn­um.“

Nýt­ur þess að vera heima

Hann nýt­ur þess að vera heima og vera með börn­un­um og sinna heim­il­inu þeg­ar hann er ekki að vinna. „For­eldra­hlut­verk­ið breyt­ist eft­ir því sem mað­ur eign­ast fleiri börn. Mað­ur er orð­inn svo slak­ur á því. Sú elsta fékk ekki að smakka ís eða sæl­gæti að ég held fyrr en hún var orð­in fimm ára en sú yngsta fékk ís bara árs­göm­ul. Mað­ur tek­ur ekki alla slag­ina!“

Jó­hann­es Hauk­ur og Rósa Björk kynnt­ust skömmu fyr­ir jól ár­ið 2002. „Við sát­um hvort í sín­um básn­um á Du­bliners og sner­um baki hvort í ann­að. Ég hóf sam­tal­ið og það gekk svona glimr­andi vel, við er­um núna bú­in að vera sam­an í meira en sautján ár.“

Hlut­verk Jó­hann­es­ar Hauks í kvik­mynd­inni Svart­ur á leik varð vendipunkt­ur á ferli hans. Kvik­mynd­in fór víða og varð til þess að hann fékk um­boðs­mann í Los Ang­eles og ekki löngu seinna fékk hann hlut­verk í þáttar­öð­inni A.D. sem var fram­leidd af NBC um Jesú og læri­sveina hans. Jó­hann­es Hauk­ur lék læri­sveinn­inn Tómas og lék hann í tíu þátt­um. Eft­ir þetta stóra verk­efni fékk hann hlut­verk í Game of Thrones-þátt­un­um sem reynd­ist enn meiri stökkpall­ur fyr­ir hann. Hann fór síð­an í kjöl­far­ið með hlut­verk í kvik­mynd­inni Atomic Blonde með Charlize Theron, John Goodm­an og Ja­mes McAvoy. Þá fór hann með að­al­hlut­verk í Net­flix-serí­unni Innocents og hef­ur nú ný­lok­ið tök­um á Letter to the King.

Jó­hann­es, er fer­ill­inn á miklu flugi?

„Ég myndi segja að hann sé á góðri sigl­ingu frek­ar en flugi, það er svona jarð­tengd­ara. Svart­ur á leik var stökkpall­ur­inn en svo þeg­ar það eru kom­in stór verk­efni eins og Game of Thrones á fer­il­skrána þá er horft að­eins bet­ur á þig. Þú ert ekki bara enn einn ís­lenski leik­ar­inn og pruf­urn­ar sem ég geri fá meiri at­hygli. Ég bú­inn að vera í þessu núna í fimm ár og hef ekk­ert ver­ið í leik­hús­un­um á með­an,“seg­ir Jó­hann­es Hauk­ur.

Hvert og eitt þeirra verk­efna sem Jó­hann­es Hauk­ur hef­ur leik­ið í tek­ur marg­ar vik­ur og jafn­vel mán­uði. „Ef ég er að leika í sjón­varps­þáttar­öð þá tek­ur það oft um fimm mán­uði, svo þeg­ar verk­efn­inu er lok­ið þá tek­ur við dauð­ur tími þar sem ég er í mesta lagi að gera pruf­ur fyr­ir næstu verk­efni. En ég er alltaf jafn ánægð­ur þeg­ar ég er bú­inn að klára verk­efni og er í þess­um dauða tíma. Nú er ég þar, í dauða tím­an­um, og veit ekki al­veg hvað ég geri næst. Ég er með boð um hlut­verk sem kannski verð­ur af, þetta er oft langt ferli þar sem ekk­ert er meitl­að í stein en ég hef lært að taka því með jafn­að­ar­geði.

Ég er rosa­lega ánægð­ur með þann góða og rúma tíma sem ég fæ inn á milli með fjöl­skyld­unni og þá er ég heima, þvæ þvott og baka og sinni börn­un­um. En svo er bara geggj­að að fá að fara út og vinna eft­ir heim­il­is­störf­in og gista á fimm stjörnu hót­eli,“seg­ir hann og skell­ir upp úr. „Þeg­ar ég er að vinna í lang­an tíma úti þá koma Rósa og börn­in mín til mín. Þau komu til dæm­is tvisvar til mín til Suð­ur-Afríku og dvöldu í þrjár vik­ur í senn, hafa nokkr­um sinn­um kom­ið til London, Búdapest og voru hjá mér um pásk­ana í Prag, þetta er dýr­mætt og gam­an fyr­ir þau. En börn­in fá samt ekki að fara til Teneri­fe og kvarta svo­lít­ið yf­ir því.“

Laun­in góð

Og er hann á grænni grein?

„Laun­in eru býsna góð og miklu betri en hér heima sem mér finnst mjög öf­ug­snú­ið því hér kost­ar allt meira. En svo er nú all­ur gang­ur á því hvað er boð­ið og stund­um þarf mað­ur að segja nei,“seg­ir Jó­hann­es Hauk­ur og nefn­ir dæmi um boð sem hann gat alls ekki fall­ist á.

„ Það versta sem ég man eft­ir var fyr­ir nokkr­um ár­um. Mér var boð­ið að leika í bíó­mynd í eina viku í Brus­sel og með þekkt­um leik­ara. Ég átti að vera í ein­hverju Fran­ken­stein-vampíru­gervi. En átti svo bara að fá tutt­ugu þús­und krón­ur fyr­ir. Þetta var nú bara al­gjört rugl og við­kom­andi hef­ur ver­ið í frétt­um

vegna mið­ur fal­legra hluta upp á síðkast­ið. Ég sagði bara nei takk og það var ekki erfitt. Ég sagði bara við um­boðs­mann­inn: Við er­um ekk­ert að fara að gera þetta, er það?“

Jó­hann­es Hauk­ur hef­ur vak­ið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðl­um fyr­ir ný­feng­inn áhuga sinn á súr­deigs­bakstri. Hann hef­ur náð mikl­um ár­angri og bak­ar alls kyns bakk­elsi úr súr­deigi. „Ég fékk áhuga fyr­ir þessu um ára­mót­in, ég þekki Norð­ur­landa­meist­ara í bakstri, hann Sig­urð Elv­ar Bald­urs­son. Hann kenn­ir bakst­ur í Dan­mörku og mér líka, ég keypti mér bók um súr­deigs­bakst­ur og svo var ég bara með hann á Facetime,“seg­ir hann. „ Nú ég ég að und­ir­búa að reyna að baka croiss­ant úr súr­deigi sem er mjög krefj­andi. Mér finnst þetta mjög slak­andi og ég hef tíma til að dunda við þetta þeg­ar ég er heima.“

Jó­hann­es Hauk­ur var al­inn upp af ein­stæðri móð­ur, Ingi­björgu Höllu Guttesen. Hún er fær­eysk og þau bjuggu í Fær­eyj­um í þrjú ár þeg­ar hann var barn. Jó­hann­es Hauk­ur seg­ir móð­ur sína sinn al­besta að­dá­anda og hún hafi orð­ið af­ar spennt þeg­ar hún frétti að hann ætti að vera kynn­ir á Eurovisi­on.

„Mamma hringdi ein­mitt í mig og hélt ég ætti að vera í hlut­verki Gísla Marteins, það var svo­lít­ið lið­ið á sím­tal­ið þeg­ar ég þurfti að leið­rétta hana og segja henni að nei, það væri nú Gísli Marteinn sem væri enn í því hlut­verki. Mamma, ég er bara stiga­kynn­ir og það tek­ur bara fimm sek­únd­ur. Þá sagði hún: Ha? Af hverju ekki þú? Og hún skildi í alvörunni ekk­ert í því af hverju ég sæi ekki um þetta frá A til Ö. Hún er nefni­lega minn ein­læg­asti að­dá­andi,“seg­ir Jó­hann­es Hauk­ur.

Til Fær­eyja í sum­ar

„Ég varð einu sinni leið­ur eft­ir gagn­rýni úr leik­hús­inu. Þá hringdi hún í mig og sagði: Nei, þetta er bara ekki satt, Jó­hann­es Hauk­ur, því ég var á frum­sýn­ing­unni. Henni finnst allt geggj­að sem ég geri og ég held að hún meini það. Ég skil það núna sem for­eldri, mér finnst allt sem börn­in mín gera best og frá­bært.“

Hann seg­ist ekki mik­ið hafa hald­ið í fær­eyska siði en fjöl­skyld­an fer þó öll til Fær­eyja í sum­ar. „Við för­um öll til Fær­eyja í júlí og það verð­ur gam­an fyr­ir börn­in. Það eru nú eng­ir fær­eysk­ir sið­ir sem ég held upp á. En mamma er sjúk í skerpi­kjöt sem mér finnst líka gott en mað­ur kaup­ir það nú ekk­ert úti í búð.“

Er hann mik­ill Eurovisi­on-að­dá­andi?

„Já, eins og flest­ir Ís­lend­ing­ar þá horfi ég og tek þátt þeg­ar Ís­land er með í keppn­inni. Þeg­ar Ís­land er ekki með þá minnk­ar nú áhug­inn og ég nenni ekki að horfa. Mér finnst Hat­ari frá­bært at­riði, þetta er flott lag, sterkt kon­sept og mér finnst við vera hug­rökk. Ég man ekki eft­ir við­líka hug­rekki síð­an Páll Ósk­ar tók þátt. Evr­ópa var ekki til­bú­in þá! En kannski fyr­ir Hat­ara, sjá­um til.“

Ætl­ar hann að klæða sig upp í stíl Hat­ara?

„Tja, ég hef feng­ið skýr fyr­ir­mæli frá börn­un­um mín­um sem vilja að ég sé að­eins „eðli­legri“. Kannski slepp­ur jogg­inggall­inn,“seg­ir hann.

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Jó­hann­esi Hauki finnst slak­andi og gam­an að baka úr súr­deigi.

Með fjöl­skyld­unni í Suð­ur-Afríku.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.