B12 víta­mínskort­ur get­ur ver­ið lífs­hættu­leg­ur

B12 Boost frá BY er áhrifa­rík­ur og nátt­úru­leg­ur munn­úði sem inni­held­ur hátt hlut­fall af B12 víta­míni (met­hylcobalam­in), krómi og grænu tei. Tryggðu há­marks­upp­töku með úða út í kinn.

Fréttablaðið - - FOLK -

B12 víta­mín er gríð­ar­lega mik­il­vægt og gegn­ir marg­vís­legu hlut­verki í lík­ama okk­ar. Það er m.a. nauð­syn­legt fyr­ir skipt­ingu frumn­anna en rauðu blóð­korn­in eru í hópi þeirra frumna sem skipta sér oft­ast og því veld­ur B12-víta­mínskort­ur blóð­leysi. B12-víta­mín er nauð­syn­legt fyr­ir ný­mynd­un taug­anna og leik­ur það því stórt hlut­verk í að halda tauga­kerf­inu í lagi sem og heil­a­starf­sem­inni.

Mataræð­ið skipt­ir miklu

B12 víta­mín fá­um við ekki í græn­meti eða jurt­um held­ur fá­um við það að stærst­um hluta úr mat

B12 er það víta­mín sem flesta skort­ir á efri ár­um og get­ur skort­ur á því ver­ið lífs­hættu­leg­ur. Hrönn Hjálm­ars­dótt­ir heil­su­mark­þjálfi

Upp­taka á B12 gegn­um slím­húð í munni er ör­ugg og áhrifa­rík leið til að tryggja lík­am­an­um nægj­an­legt magn af B12 víta­míni og til að verja okk­ur gegn skorti.“.

væl­um sem koma úr dýra­rík­inu og þá að­al­lega kjöti, inn­mat, sjáv­ar­af­urð­um, eggj­um, mjólk og osti. Jurta­fæði (veg­an) þar sem sneitt er hjá öll­um dýra­af­urð­um er af mörg­um tal­ið af­ar heil­brigð­ur lífs­stíll en rann­sókn­ir hafa sýnt að fólk sem fylg­ir þess hátt­ar mataræði get­ur skort ákveð­in lífs­nauð­syn­leg víta­mín, steinefni og fitu­sýr­ur og er B12 þar á með­al.

Hvað veld­ur B12 skorti?

Skort­ur á B12 verð­ur yf­ir­leitt vegna skorts á B12 í fæð­unni eða vegna þess að lík­am­inn get­ur ekki unn­ið B12 úr fæð­unni. Þetta er það víta­mín sem flesta skort­ir á efri ár­um og er það oft­ast vegna skorts á efn­inu „Intr­insic Factor“sem er mik­il­vægt prótein, fram­leitt í mag­an­um og sér um upp­töku á þessu lífs­nauð­syn­lega víta­míni. Það þýð­ir að þó svo að við borð­um dýra­af­urð­ir eða tök­um víta­mín­pill­ur, verð­ur eng­in upp­taka á B12 og okk­ur fer að skorta það. Óhóf­leg neysla áfeng­is, kaff­is, kóla­drykkja og nikó­tíns, notk­un ým­issa lyfja, m.a. sýru­bind­andi lyfja og mik­il eða langvar­andi notk­un sýkla­lyfja er einnig með­al þess sem get­ur vald­ið okk­ur skorti.

Ein­kenni B12 skorts geta ver­ið eft­ir­far­andi:

• •

• • Orku­leysi og slen. Þreyta, ör hjart­slátt­ur, and­þyngsli og svimi. Nála­dofi í hand- og fót­leggj­um. Hægðat­regða.

Að auki eru mörg ein­kenni sem benda til skorts á B12. T.d. rauð, ert og jafn­vel slétt tunga, minnk­að bragð­skyn, melt­ingarörð­ug­leik­ar, vind­gang­ur og breytt­ar hægð­ir.

Bragð­góð­ur munn­úði sem trygg­ir upp­töku

Í ljósi þess að B12 skort­ur teng­ist oft vanda­mál­um í melt­ing­ar­vegi er best að taka það í formi munn­úða. Upp­taka á B12 gegn­um slím­húð í munni er ör­ugg og áhrifa­rík leið til að tryggja lík­am­an­um nægj­an­legt magn af B12 víta­míni eða til að verja okk­ur fyr­ir B12 skorti. B12 Boost munn­úð­inn frá Better You inni­held­ur met­hylcobalam­in sem er nátt­úru­legt form þessa víta­míns, hann er bragð­góð­ur og trygg­ir að lík­am­inn fái allt það B12 sem hann þarf á af­ar auð­veld­an og ein­fald­an máta. Hann inni­held­ur einnig steinefn­ið chromi­um chlori­de (króm) sem nýt­ist öll­um og er sér­stak­lega hjálp­legt fólki með efna­skipta­villu og/eða blóð­syk­ur­svanda­mál og svo er grænt te í blönd­unni sem eyk­ur orku. Öll B-víta­mín eru vatns­leys­an­leg og því þarf að taka þau inn reglu­lega.

Fæst í flest­um apó­tek­um, heilsu­búð­um og heilsu­hill­um stór­mark­aða og versl­ana.

Uppþemba. Þyngd­artap. Erf­ið­leik­ar með gang. Skapsveifl­ur. Minn­is­leysi, þung­lyndi og vit­glöp (dementia). Í ljósi þess að B12 skort­ur teng­ist oft vanda­mál­um í melt­ing­ar­vegi er best að taka það í formi munn­úða.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.