Mik­ið safn af mynd­um um líf­ið fyrr á ár­um

Skóga­safn er að finna á Suð­ur­landi um 150 km frá Reykjavík. Safn­ið hef­ur not­ið fjölg­un­ar ferða­manna til lands­ins.

Fréttablaðið - - SMÁAUGLÝSINGAR - Helga Jóns­dótt­ir

Safn­ið er vel í sveit sett en hinn fjöl­sótti Skóga­foss er í næsta ná­grenni og Eyja­fjalla­jök­ull gnæf­ir yf­ir staðn­um. Safn­ið hef­ur not­ið hinn­ar miklu fjölg­un­ar ferða­manna til lands­ins. Ár­ið 2018 komu rúm­lega 52.000 gest­ir á safn­ið. Er­lend­ir gest­ir voru í meiri­hluta en Ís­lend­ing­ar sem komu voru í kring­um 1.200. Í haust eru 70 ár lið­in frá því að Hér­aðs­skól­inn að Skóg­um var stofn­að­ur en Skóga­safn var stofn­að þar sama ár og var fyrsta sýn­ing­ar­rým­ið í skól­an­um. Ráð­gert er að halda upp á tíma­mót­in í haust með af­mæl­is­há­tíð. Munu ljós­mynd­ir skipa stórt hlut­verk þar sem hægt er að sjá sögu safns og skóla í máli og mynd­um.

Ljós­mynd­ir í eigu safns­ins eru um 15.000 og unn­ið er jafnt og þétt að skönn­un og skrán­ingu upp­lýs­inga um þær. Nú þeg­ar hafa ver­ið skráð­ar um 5.700 ljós­mynd­ir og eru þær að­gengi­leg­ar á vefn­um Sarp­ur.is.

Mik­ið er til af merki­leg­um mynd­um sem eru heim­ild­ir um líf­ið í land­inu á ár­um áð­ur. Það voru ekki bara tekn­ar mynd­ir inni á ljós­mynda­stof­um af fólki í spari­föt­un­um með oft á tíð­um al­var­leg­an svip. Gam­an er að sjá mynd­ir af fólki við dag­leg störf. Sum­ar sýna fólk á hest­baki, börn að hjóla eða að leika við hund­inn á bæn­um. Einnig eru til mynd­ir af merk­um áföng­um í sögu Suð­ur­lands eins og brú­ar­smíði og vega­gerð fyr­ir og um miðja 20. öld þar sem vinnu­tæk­in voru ansi frum­stæð. Ljós­mynd­ir hafa ver­ið not­að­ar nokk­uð í sýn­ing­um safns­ins en við upp­setn­ingu Sam­göngusafns­ins, sem er hluti af

Skóga­safni, voru not­að­ar mynd­ir af ferða­fólki og bíl­um frá fyrri hluta síð­ustu ald­ar. Þær eru góð­ar heim­ild­ir um ferða­bún­að áð­ur fyrr.

Marg­ir stoppa við mynd­ir sem Val­gerð­ur Helga­dótt­ir (1896-1981), hús­freyja á Hólmi, tók. Mynd­irn­ar henn­ar sýna fólk í sínu rétta um­hverfi og við hvers­dags­leg­ar at­hafn­ir. Þar er að finna fyr­ir ut­an ferða­kon­urn­ar með hest­ana sína og litla dreng­inn í fínu föt­un­um sín­um, margs kon­ar mynd­ir af börn­um og full­orðn­um við leik og störf.

Marg­ar sýna ný­smíð­að­ar túr­bín­ur Bjarna Run­ólfs­son­ar í Hólmi sem var eig­in­mað­ur Val­gerð­ar. Val­gerð­ur hafði mjög gott auga fyr­ir mynd­efn­inu og hef­ur greini­lega átt vand­aða mynda­vél.

LJÓSMYND/VAL­GERЭUR HELGA­DÓTT­IR

Glað­leg­ar ferða­kon­ur með hesta sína og hund, mynd frá um 1920-1930.

Skóga­safn­ið tók á móti um 52 þús­und gest­um á síð­asta ári.

LJÓSMYND/VAL­GERЭUR HELGA­DÓTT­IR

Lít­ill dreng­ur sit­ur úti í blíð­viðri, mynd­in er tek­in um 1930.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.