Þetta er pínu­lít­ið Júróvi­sjón!

Vor­tón­leik­ar Kvennakórs Há­skóla Ís­lands verða í Há­tíða­sal skól­ans í dag. Það eru síð­ustu tón­leik­ar Mar­grét­ar Bó­as­dótt­ur sem stjórn­anda kórs­ins, en hún stofn­aði hann 2005 ásamt hópi nem­enda þeg­ar hún var í HÍ.

Fréttablaðið - - MENNING - Jón­as Sen Gunn­þóra Gunn­ars­dótt­ir FRÉTTABLAÐIÐ/HANNA

Kammer­tón­leik­ar

Verk eft­ir Prokofjev, Dvorák, Grieg og Piazzolla. Auð­ur Haf­steins­dótt­ir lék á fiðlu, Anna Guðný Guð­munds­dótt­ir á pí­anó.

Norð­ur­ljós í Hörpu sunnu­dag­inn 12. maí

Tón­list­ar­nám bæt­ir minni, tungu­mála­færni og rök­hugs­un, svo fátt eitt sé nefnt. Tölu­verð gróska er í tón­list­ar­kennslu á Íslandi enda marg­ir frá­bær­ir kenn­ar­ar starf­andi. Sum­ir þeirra eru einnig ein­leik­ar­ar sem koma reglu­lega fram á tón­leik­um, þar á með­al er Auð­ur Haf­steins­dótt­ir fiðlu­leik­ari. Um þess­ar mund­ir fagn­ar hún tvö­földu af­mæli, þrjá­tíu ár eru lið­in síð­an hún hóf fer­il sinn sem fiðlu­leik­ari og tutt­ugu ár síð­an hún byrj­aði að kenna. Af því til­efni hélt hún tón­leika í Norð­ur­ljós­um í Hörpu á sunnu­dag­inn ásamt Önnu Guðnýju Guð­munds­dótt­ur pí­anó­leik­ara.

Nokk­uð dimmt var yf­ir byrj­un­inni. Tón­leik­arn­ir hóf­ust á fyrstu sónöt­unni eft­ir Prokofjev, í f-moll op. 80. Byrj­un­in er grafal­var­leg, og eft­ir­leik­ur­inn er það líka, en fram­vind­an er þó alltaf spenn­andi. Lag­lín­urn­ar þró­ast sí­fellt í óvænt­ar átt­ir með veru­lega mögn­uð­um hápunkt­um. Tón­list­in er ekk­ert sér­stak­lega auð­melt, en hún er þó eitt helsta verk tón­skálds­ins, og ger­ir mikl­ar kröf­ur til flytj­endanna.

Rauði þráð­ur­inn slitn­aði ekki

Skemmst er frá því að segja að túlk­un Auð­ar og Önnu Guðnýj­ar var stór­feng­leg. Hlust­and­inn var tek­inn í and­legt ferða­lag þar sem rauði þráð­ur­inn slitn­aði aldrei. Slík var ein­beit­ing­in og ákaf­inn í túlk­un­inni. Tækni­lega séð var leik­ur­inn gríð­ar­lega ör­ugg­ur. Hljóm­ur­inn í fiðl­unni var un­aðs­lega safa­rík­ur og hröð tóna­hlaup beggja hljóð­færa­leik­ar­anna voru skýr og jöfn; allt var á sín­um stað. Styrk­leikaj­afn­væg­ið á milli þeirra var sömu­leið­is eins og best verð­ur á kos­ið. Heild­ar­út­kom­an var ógleym­an­leg.

Önn­ur stór sónata var á dag­skránni, sú þriðja í c-moll op. 45 eft­ir Grieg. Tón­mál­ið er vissu­lega öðru­vísi en hjá Prokofjev, róm­an­tískt og fullt af safa­rík­um mel­ódí­um sem grípa mann strax. At­burða­rás­in er við­burða­rík og einnig hér var flutn­ing­ur­inn í fremstu röð. Hljóð­færa­leik­ar­arn­ir fóru bein­lín­is á kost­um. Sam­spil­ið var hár­ná­kvæmt og allskon­ar helj­ar­stökk eft­ir strengj­um og hljóm­borði voru listi­lega fram­kvæmd. Sem dæmi þá var tölu­vert um átt­unda­hlaup í pí­anórödd­inni, af­ar hröð og krefj­andi, en Anna Guðný hristi þau fram úr erm­inni eins og ekk­ert væri.

Glæsi­leg­ir hápunkt­ar

Flutn­ing­ur­inn var þó ekki bara eitt­hvert sirk­us­at­riði, held­ur frá­sögn sem var full af til­finn­ing­um. Þeim var öll­um miðl­að til áheyr­enda á óvið­jafn­an­leg­an hátt. Lag­lín­urn­ar voru mót­að­ar af næmi og smekk­vísi. Hr­aða­val­ið var ávallt fylli­lega sann­fær­andi og hápunkt­arn­ir glæsi­lega út­færð­ir og óheft­ir.

Tvö róm­an­tísk smá­stykki op. 75 eft­ir Dvorák voru einnig á dag­skránni, sem og Le Grand Tango eft­ir Piazzolla. Smástykk­in runnu áfram ljúf­lega og tangó­inn var líf­leg­ur, þrung­inn ástríðu og snerpu. Út­kom­an var frá­bær.

Þg­[email protected]­bla­did.is

etta hef­ur ver­ið stór­kost­leg­ur tími,“seg­ir Mar­grét Bó­as­dótt­ir um þau fjór­tán ár sem hún hef­ur stjórn­að Kvennakór Há­skóla Ís­lands. Nú hef­ur hún ákveð­ið að stíga til hlið­ar en rifjar upp til­drög stofn­un­ar kórs­ins. „ Ég var einu sinni með stúlknakór við Sel­foss­kirkju og þeg­ar hann ákvað að efna til end­ur­funda ár­ið 2005 kom í ljós að hann var all­ur kom­inn í Há­skóla Ís­lands og ég var þar líka við MBA-nám. Þetta var ár­ið sem Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir varð rektor, fyrst kvenna, og líka fyrsta ár­ið sem kven­kyns nem­end­ur fóru yf­ir 50% við skól­ann. Við töld­um þetta vera teikn og nú yrði að koma kvennakór! Fyr­ir var auð­vit­að Há­skóla­kór­inn, stofn­að­ur 1972 og starfar enn, en við bent­um á að það væru sjö kór­ar við Har­vard, því mætti ekki minna en að hafa tvo við HÍ.“

Í kórnum hef­ur alltaf ver­ið um­tals­verð­ur fjöldi er­lendra stúd­enta, að sögn Mar­grét­ar. „Það hef­ur auðg­að starf­ið að við höf­um ver­ið með stúlk­ur frá öll­um heims­horn­um, nú síð­ast frá Kína. Við vor­um boðn­ar til Kína í fyrra og sung­um fjöld­ann all­an af lög­um á kín­versku. Höf­um líka sung­ið á rúss­nesku, eist­nesku og japönsku, fyr­ir ut­an ensku, frönsku, þýsku og Norð­ur­landa­mál­in. Ég hef haft þá stefnu að æfa að minnsta kosti eitt lag á ári á móðurmáli hverrar þjóð­ar sem á full­trúa í kórnum. All­ar stúlkurnar hafa ann­að­hvort ver­ið í kór eða lært á hljóðfæri. Þá get­um við tek­ist á við vandasamari verk­efni og ver­ið fljótari að vinna.“

Nú vík­ur tal­inu að vor­tón­leik­un­um í dag klukk­an 16 í Há­tíða­saln­um. „Það var ákveð­ið, af því að þetta eru þeir síð­ustu sem ég stjórna, að taka nokk­ur er­lend lög sem kór­inn hef­ur elsk­að í gegn­um tíð­ina og stelp­un­um hef­ur þótt skemmti­leg­ast að syngja. Við er­um með spænskt lag og ann­að am­er­ískt – þetta er pínu­lít­ið Júróvi­sjón!“

Hún seg­ir Þor­vald Gylfa­son hafa gauk­að lög­um að kórnum gegn­um tíð­ina. „Þeg­ar við urð­um 10 ára, 2015, gaf Þor­vald­ur okk­ur tíu laga flokk og nú frum­flytj­um við tvö þeirra við sonn­ett­ur Kristjáns Hreins­son­ar. Er­um líka með skemmti­legt lag eft­ir Þor­vald við texta bróð­ur hans, Vil­mund­ar

Tón­leik­arn­ir voru ein­stök skemmt­un.

ÉG HEF HAFT ÞÁ STEFNU AÐ ÆFA AÐ MINNSTA KOSTI EITT LAG Á ÁRI Á MÓÐURMÁLI HVERRAR ÞJÓЭAR SEM Á FULL­TRÚA Í KÓRNUM. ALL­AR STÚLKURNAR HAFA ANN­AЭHVORT VER­IÐ Í KÓR EÐA LÆRT Á HLJÓÐFÆRI. ÞÁ GET­UM VIÐ TEK­IST Á VIÐ VANDASAMARI VERK­EFNI OG VER­IÐ FLJÓTARI AÐ VINNA.

Gylfa­son­ar, það er mik­ill húm­or í því. Við heiðr­um minn­ingu Atla Heim­is og höf­um líka tek­ið ást­fóstri við lög Jóns Ás­geirs­son­ar. Svo syngj­um við lög eft­ir Pét­ur Grét­ars­son, sem er fantafínt tón­skáld en bet­ur þekkt­ur sem slag­verks­leik­ari og út­varps­mað­ur. Hann samdi tónlist við Hí­býli vind­anna sem var sett upp í Borg­ar­leik­hús­inu og við syngj­um þrjú lög sem ég full­yrði að hafi aldrei heyrst áð­ur ut­an leik­sviðs. Pét­ur spil­ar með á harm­ón­íku, það er nýr tónn hjá okk­ur.“

Kór­inn er svo hepp­inn að hafa í sín­um röð­um pí­anó­leik­ar­ann Arn­björgu Arn­ar­dótt­ur. „Hún spil­ar ótrú­lega vel og hefði, hæfi­leika sinna vegna, getað ver­ið á pari við Vík­ing Heið­ar, en ákvað að fara í tölvu­verk­fræði í stað­inn,“seg­ir Mar­grét. Að end­ingu get­ur hún þess að kór­inn hafi not­ið mik­ill­ar vel­vild­ar hjá Há­skól­an­um og sung­ið við ým­is tæki­færi á veg­um hans.

„Það hef­ur auðg­að starf­ið að við höf­um ver­ið með stúlk­ur frá öll­um heims­horn­um, nú síð­ast frá Kína,“seg­ir kór­stjór­inn Mar­grét.

Á tón­leik­un­um í dag syng­ur hóp­ur fyrri kór­fé­laga með í nokkr­um lög­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.