Eins og gömlu karl­arn­ir í Prúðu­leik­ur­un­um

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR stein­ger­d­[email protected]­bla­did.is

Grín­ist­inn Hug­leik­ur Dags­son er ný­kom­inn aft­ur lands­ins eft­ir uppist­and­stúr um Evr­ópu. „Við byrj­uð­um í Ung­verjalandi og end­uð­um í Finn­landi. Þetta voru 18 borg­ir og í heild­ina 20 sýn­ing­ar. Þetta er mesta keyrsla sem ég hef far­ið í á æv­inni. En þetta var auð­vit­að ógeðs­lega gam­an,“seg­ir Hug­leik­ur.

Stærsti túr hans til þessa

„Ég er nokk­uð viss um að þetta sé lengsti og stærsti túr íslensks uppistandara frá upp­hafi. Nokk­uð viss um að ég fari ekki með fleip­ur með þeirri yf­ir­lýs­ingu.“

Hug­leik­ur ferð­að­ist ásamt ástr­alska grín­ist­an­um Jon­ath­an Duf­fy og um­boðs­manni sín­um, Ra­kel Sæv­ars­dótt­ur.

„Jono hit­aði upp fyr­ir mig fyr­ir hvert uppistand, tók 15 mín­útna langt sett. Ra­kel var svo ástæð­an fyr­ir því að við hrein­lega kom­umst lífs af frá þess­ari ferð. Hún sá til þess að við borð­uð­um, svæf­um og hefð­um yf­ir­leitt flug­miða á milli staða.“

Túr­inn sam­an­stóð af brot­um úr því besta frá uppistönd­um Hug­leiks hér­lend­is síð­ustu ár.

„Við end­uð­um svo vilj­andi í Finn­landi. Ég hef alltaf átt mik­ið bak­land þar og að­dá­end­ur. Bæk­urn­ar mín­ar hafa ein­mitt kom­ið þar út og geng­ið ágæt­lega í sölu. Þannig að við end­uð­um þar til að taka upp lo­ka­upp­st­and­ið sem svo stend­ur til að selja,“seg­ir Hug­leik­ur.

Hann seg­ir að það verði stefnt hærra en lægra þeg­ar það kem­ur að dreif­ingu uppist­ands­ins. Topp­ur­inn væri auð­vit­að streym­isveit­an Net­flix.

„Árni Sveins kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur kom út og hitti okk­ur í Finn­landi þar sem hann leik­stýrði loka uppist­and­inu. Það fór fram í leik­hús­inu í Hels­inki og þótt ég segi sjálf­ur frá, þá var það mitt besta uppistand til þessa. Ég er al­veg rosa­lega glað­ur að þetta hafi náðst á upp­töku.“

Hug­leik­ur er með hlað­varps­þætti ásamt Jon­ath­an. Það kall­ast Icetralia.

„Við er­um eina ís­lensk-ástr­alska hlað­varp­ið á al­net­inu. Ég leyfi mér að full­yrða það. Við höf­um lýst Eurovisi­on í beinni síð­ast­lið­in tvö ár og höf­um hing­að til ekki sett það á net­ið. Fólk hef­ur hing­að til bara orð­ið að koma til að sjá okk­ur. Það eru samt ein­hverj­ar hug­mynd­ir um að reyna að streyma þessu á Face­book en við sjá­um hvernig það geng­ur,“seg­ir hann.

Ókeyp­is á við­burð­inn

„Við verð­um eins og gömlu karl­arn­ir í Prúðu­leik­ur­un­um, með okk­ar skot og kímni. Jon­ath­an er mjög fróð­ur um Eurovisi­on. Það er hon­um með­fætt þar sem hann er sam­kyn­hneigð­ur. Hann vissi hvað bakradda­söngv­ar­arn­ir í belg­íska lag­inu 1987 hétu áð­ur hann vissi hvað Eurovisi­on var. Þetta er eitt­hvað sem er í blóð­inu.“

Hug­leik­ur seg­ir Jon­ath­an hafa tal­að meira á við­burð­um síð­ustu tveggja ára en hann haldi að nú verði breyt­ing á í ár.

„Eft­ir þenn­an túr er ég kom­inn í svo mik­ið stuð. Þannig að ég held ég nái að hreyfa munn­inn jafn oft og hann. Við ætl­um líka held­ur ekk­ert

ÉG ER NOKK­UÐ VISS UM AÐ ÞETTA SÉ LENGSTI OG STÆRSTI TÚR ÍSLENSKS UPPISTANDARA FRÁ UPP­HAFI.

að halda okk­ur frá þess­ari svo­köll­uðu póli­tík og stefn­um á að ræða um fíl­inn í her­berg­inu.“

Hann seg­ir þá sem hafa blendn­ar til­finn­ing­ar gagn­vart keppn­inni í ár eiga hik­laust að mæta á beina lýs­ingu þeirra fé­laga.

„Við mun­um vafa­laust hrauna jafn mik­ið og við dá­söm­um. Ég er líka orð­inn svo sleip­ur í ensk­unni eft­ir túr­inn og svona. Stund­um man ég jafn­vel mun­inn á v-affi og tvö­földu v-affi,“seg­ir Hug­leik­ur kím­inn.

Eft­ir beinu lýs­ing­una í Tjarn­ar­bíó stefn­ir Hug­leik­ur á að mæta í bún­ingapartí í Bíó Para­dís.

„Þá þarf ég að mæta í bún­ingi og er með tvær pæl­ing­ar. Ann­ars veg­ar að vera Lordi fá­tæka manns­ins. Bara klippa leð­ur­blöku­vængi úr pappa­kassa. Ann­ars gæti ég ver­ið Conchita Wurst. Það væri flókn­ara því þá þyrfti ég gul­an kjól og síða hár­kollu. Ef allt bregst verð ég Eyfi þeg­ar hann fór út með Nínu. Það gæti orð­ið flott.“

Tal­ið berst að því að búð­ir sem selja un­aðs­tæki ástar­lífs­ins ásamt BDSM-varn­ingi hafi haft nóg að gera síð­ustu daga þar sem all­ir við­skipta­vin­ir finna sig knúna til að segja starfs­fólk­inu að inn­kaup­in séu fyr­ir bún­ingapartí.

„Já, ég segi líka alltaf: Þetta er nú bara fyr­ir pabba, þeg­ar ég kaupi Kama­gra.“

Hann seg­ir það ör­uggt mál að Hat­ari hafi hrund­ið af stað við­horfs­breyt­ingu til BDSM-lífs­stíls­ins.

„Það er ör­ugg­lega fullt af BDSMliði sem finnst fúlt hvað það er bú­ið að „normalísera“þetta núna. Þetta er svo­lít­ið eins og þeg­ar það var í tísku að vera nörd og fíla Mar­vel. Það er mik­il­vægt að fólk viti að ég var fyrst­ur,“seg­ir hann að lok­um og hlær.

Hug­leik­ur vill að all­ir viti að hann var fyrst­ur til að fíla Mar­vel-teikni­mynda­sög­urn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.