Óvenju­leg saga af venju­leg­um manni

Óli Hjört­ur stend­ur að söfn­un fyr­ir gerð heim­ild­ar­mynd­ar um lista­mann­inn Glenn Sandoval. Verk og ótrú­leg saga Glenn urðu Óla að inn­blæstri. Hægt að leggja Óla lið á síð­unni Karol­ina Fund.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR stein­ger­d­[email protected]­bla­did

Óli Hjört­ur Óla­son ætti að vera ein­hverj­um kunn­ur enda var hann af sum­um kall­að­ur skemmt­anakóng­ur Reykja­vík­ur­borg­ar á sín­um tíma. Hann hef­ur kom­ið að opn­un tveggja vin­sælla bara, starf­aði um ára­bil í blaða­mennsku og var með út­varps­þátt ásamt plötu­snúðn­um Na­talie, eða Dj Yama­ho eins og hún er einnig kölluð.

„Það er smá skemmti­leg til­vilj­un á tíma­setn­ingu við­tals­ins. Kem­ur út á Eurovisi­on-deg­in­um sjálf­um og ég ein­mitt fram­leiddi ásamt fleira góðu fólk­ið mynd­band­ið henn­ar Heru Bjark­ar á sín­um tíma,“seg­ir Óli hlæj­andi.

Hann lagði einnig stund á nám í Kvik­mynda­skól­an­um, bæði við leik­stjórn og fram­leiðslu. Nú hyggst hann gera heim­ild­ar­mynd um lista­mann­inn Glenn Sandoval, en mynd­in hef­ur feng­ið starfs­heit­ið „A very extra­ordin­ary story of an avera­ge man“.

„Snemma á þessu ári kynnt­ist ég Glenn í gegn­um sam­skipta­for­rit­ið Insta­gram. Ég varð fyr­ir mikl­um inn­blæstri af verk­um hans og því sem hann var að skapa. Þannig að ég ákvað að senda hon­um skila­boð. Í kjöl­far­ið byrj­uð­um við að tala sam­an og við urð­um góð­ir vin­ir,“seg­ir Óli um fyrstu kynni sín af Glenn.

Óla fannst al­veg magn­að hve fljótt þeir mynd­uðu sterk tengsl. Þeir hafi

deilt ótrú­leg­ustu hlut­um með hvor öðr­um, án þess að hafa nokk­urn tím­ann hist.

„Hægt og ró­lega fór hann að treysta mér fyr­ir ýmsu og ég hon­um. Ég átt­aði mig á að það er ótrú­lega merki­leg og áhuga­verð saga á bak við þenn­an mann og það hef­ur vafa­laust mót­að hann mik­ið og gert að þeim lista­manni sem hann er í dag. Hann þrá­ir ekk­ert heit­ar en að geta lif­að á list­inni og slá í gegn. Mér finnst þessi óbilandi trú líka heill­andi, að gef­ast ekki upp og að trúa á eig­in sköp­un.“

Sandoval býr í Los Ang­eles en er af mexí­kósk­um ætt­um. Hann lang­ar mik­ið að flytja ann­að. Hann er 33 ára gam­all og býr enn í for­eldra­hús­um í heima­borg­inni, enda hef­ur þrjósk­an við að lifa og hrær­ast í list­inni aftr­að hon­um í að sjá fyr­ir sjálf­um sér.

„Eða ég hélt það væri mál­ið. En síð­an átt­aði ég á mig hvað bak­saga hans hef­ur haft mik­il áhrif. Það er eitt að vera bara þrjósk­ur og neita að horf­ast í augu við að mað­ur sé ekki þessi stór­feng­legi lista­mað­ur sem mað­ur hélt að mað­ur væri. All­ir þurfa ein­hvern tím­ann að full­orðn­ast. Hann upp­lýsti mig þó þeg­ar á leið að hrika­leg­ir at­burð­ir úr hans for­tíð hefðu haft svona sterk mót­andi á hrif á hann,“seg­ir Óli.

Óli hef­ur starf­að við fram­leiðslu, leik­stjórn og fleiri hlið­ar kvik­mynda­gerð­ar. Hann hef­ur lengi leit­að að við­fangs­efni fyr­ir heim­ild­ar­mynd og hon­um leið eins og það væri eng­in til­vilj­un að hann hefði kynnst Glenn.

„Mig var bú­ið að dreyma lengi um að finna hið full­komna um­fjöll­un­ar­efni. Saga hans er al­veg ótrú­leg og höfð­ar til svo ótrú­lega margra. Það er eitt­hvað svo mann­legt og tært við hann. Mér leið eins og það væri ætl­un ör­lag­anna að við kynnt­umst á þenn­an furðu­lega máta, að mér væri ætl­að að segja hans sögu.“

Óli seg­ir mynd­ina líka munu snerta á kyn­þátta­for­dóm­um og hvernig það sé að vera mexí­kósk­ur son­ur inn­flytj­enda í Banda­ríkj­um nú­tím­ans.

„Ég er að vinna mynd­ina nán­ast einn. Sé um upp­tök­ur, fram­leiðslu og leik­stjórn. Það er mik­il áskor­un þótt ég hafi starf­að áð­ur við kvik­mynda­gerð. Stefn­an er tek­in á að fara til Los Ang­eles í byrj­un sept­em­ber og vera í tök­um í nokkr­ar vik­ur. Und­ir­bún­ings­vinn­an hef­ur stað­ið yf­ir í nokkra mán­uði, sem hef­ur bæði ver­ið skemmti­legt og krefj­andi.“

Óli Hjört­ur stend­ur nú fyr­ir hóp­fjár­mögn­un vegna mynd­ar­inn­ar. Þeir sem vilja leggja Óla Hirti lið er bent á að finna verk­efn­ið á karolina­fund.is.

„Þar hef­ur fólk mögu­leika á að eign­ast upp­runa­leg verk eft­ir Sandoval með því að styrkja gerð mynd­ar­inn­ar. Þar er líka hægt að fræð­ast nán­ar um hann, mig og verk­efn­ið í heild,“seg­ir Óli Hjört­ur að lok­um.

Óli Hjört­ur seg­ir sögu Glenns al­veg ótrú­lega og hlakk­ar mik­ið til að festa hana á filmu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.