Andri Már greiddi sig frá mál­sókn­um

Andri Már Ing­ólfs­son greiddi þrota­búi Pri­mera Air tæp­ar 200 millj­ón­ir til þess að forð­ast mál­sókn­ir. Féll einnig frá millj­arða kröf­um sín­um. For­svars­menn fé­lags­ins voru tald­ir hafa mögu­lega vald­ið því tjóni í tveim­ur til­vik­um.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA -

VIÐSKIPTI Andri Már Ing­ólfs­son, fyrr­ver­andi að­aleig­andi Pri­mera Air sem var tek­ið til gjald­þrota­skipta síð­asta haust, reiddi fram tæp­lega 200 millj­ón­ir króna í reiðu­fé til þrota­bús flug­fé­lags­ins gegn því að fall­ið yrði frá mál­sókn­um á hend­ur hon­um, sam­kvæmt heim­ild­um Mark­að­ar­ins.

Til við­bót­ar sam­þykkti Andri Már að falla frá þeim kröf­um sem hann hafði lýst í þrota­bú­ið, eins og áð­ur hef­ur kom­ið fram, en kröf­ur hans og fé­laga á hans veg­um, þar á með­al fé­lags í eigu dönsku ferða­skrif­stof­unn­ar Bra­vo Tours, námu sam­an­lagt ríf­lega tveim­ur millj­örð­um króna.

Sam­komu­lag náð­ist á milli Andra Más og þrota­bús Pri­mera Air á Íslandi, sem lög­mað­ur­inn Ei­rík­ur Elís Þor­láks­son stýr­ir, í síð­asta mán­uði. Andri Már var næst­stærsti kröfu­hafi bús­ins á eft­ir Ari­on banka.

Rekst­ur Pri­mera Air og er­lendra dótt­ur­fé­laga stöðv­að­ist í októ­ber í fyrra þeg­ar fé­lög­in voru tek­in til gjald­þrota­skipta. Lýst­ar kröf­ur í bú­ið nema rúm­lega 10 millj­örð­um króna.

Bank­inn þurfti að færa nið­ur tæp­lega þrjá millj­arða króna í ábyrgð­um og lán­veit­ing­um vegna gjald­þrots­ins.

Fram kom í skýrslu skipta­stjóra sem var lögð fram á skipta­fundi þrota­bús flug­fé­lags­ins í fe­brú­ar að rann­sókn­ir hans hefðu „leitt í ljós að mögu­legt sé að fyr­ir­svars­menn fé­lags­ins hafi bak­að því tjón“í að minnsta kosti tveim­ur til­vik­um.

Auk þess var tek­ið fram að skipta­stjór­inn hefði það til skoð­un­ar „hvernig stað­ið var að reikn­ings­skil­um þrota­manns­ins að öðru leyti“.

Í skýrsl­unni sagði jafn­framt að at­hug­un skipta­stjóra á reikn­ings­skil­um flug­fé­lags­ins kynni að leiða til þess að þrota­bú­ið gæti sótt frek­ari fjár­kröf­ur á hend­ur þeim sem báru ábyrgð á reikn­ings­skil­un­um. End­ur­skoð­end­ur Pri­mera Air voru frá ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Deloitte.

FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK

Ís­lenska karla­lands­lið­ið sýndi all­ar sín­ar bestu hlið­ar í 2-1 sigri á Tyrklandi á Laug­ar­dals­velli í gær. Mið­vörð­ur­inn Ragn­ar Sig­urðs­son skor­aði fyrstu mörk sín í tvö ár og bar af í ann­ars frá­bæru liði Ís­lands. Með sigr­in­um varð Ís­land fyrsta lið­ið til að sigra Tyrk­land í undan­keppn­inni og jafn­aði Tyrki og Frakka að stig­um í H-riðl­in­um. Fleiri mynd­ir frá lands­leikn­um er að finna á +Plús­s­íðu Frétta­blaðs­ins. Fréttablað­ið +Plús er í Frétta­blaðs-app­inu og PDF-út­gáfu á Fréttablað­ið.is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.