Allt eft­ir­lit hert vegna veiði­þjófa við Ell­iða­ár

Mik­ill veiði­þjófn­að­ur í Ell­iða­án­um varð til þess að eft­ir­lit með án­um er hert og boð­að að hvert slíkt til­vik verði kært til lög­reglu. Formað­ur ár­nefnd­ar mæl­ir ekki með að al­menn­ing­ur reyni að hand­sama veiði­þjófa á eig­in spýt­ur.

Fréttablaðið - - NEWS - FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON MYND/ÓLAF­UR JÓ­HANNS­SON [email protected]­bla­did.is

„ Þetta er venju frem­ur mik­ið núna,“seg­ir Ólaf­ur E. Jó­hanns­son, formað­ur Ell­iða­ár­nefnd­ar Stanga­veiði­fé­lags Reykja­vík­ur, um öldu veiði­þjófn­að­ar í án­um.

Stanga­veiði­fé­lags­menn hafa und­an­farna daga ráð­ið ráð­um sín­um vegna þess­ar­ar veiði­þjófn­að­ar­bylgju í Ell­iða­án­um og í há­deg­inu í gær var ákveð­ið að herða eft­ir­lit. „Það felst í því að eft­ir­lits­ferð­um með án­um verð­ur fjölg­að og lög­regla köll­uð til þeg­ar upp kemst um ólög­legt at­hæfi. Þá verða öll veiði­brot – hverju nafni sem þau nefn­ast – kærð til lög­reglu,“seg­ir í til­kynn­ingu sem Ólaf­ur sendi frá sér.

Á síð­ustu dög­um hef­ur með­al ann­ars sést til veiði­þjófa í Höf­uð­hyl, efsta veiðistað Ell­iða­áa, og í Sjáv­ar­fossi, ein­um neðsta og lang­gjöf­ul­asta veiðistað ár­inn­ar. Í gær voru menn síð­an við veið­ar neð­an ár­inn­ar sjálfr­ar; á göngu­brúnni yst á Geirs­nefi.

„Það er bann­að að veiða lax í sjó og það er ein­fald­lega brot á lands­lög­um,“und­ir­strik­ar Ólaf­ur.

Að sögn Ól­afs reyna veiði­þjóf­arn­ir helst fyr­ir sér þar sem veg­ur ligg­ur ná­lægt án­um. „Þá stökkva menn út og gera ein­hvern usla og geta ver­ið fljót­ir að forða sér,“seg­ir hann. Veiði­þjóf­arn­ir noti iðu­lega tól sem eru ekki leyfð við veið­ar í Ell­iða­án­um. „Menn eru ekki að fylgja veiði­regl­um. Við höf­um ver­ið að taka stóra spúna og alls kon­ar dót þeg­ar ver­ið er að hreinsa árn­ar.“

Í Face­book-hópi um Ell­iða­árn­ar hafa sum­ir stung­ið upp á því að þeir sem verða var­ir við veiði­þjófa fram­kvæmi borg­ara­lega hand­töku og hirði veiðistang­ir þjóf­anna og jafn­vel brjóti þær. Að­spurð­ur kveðst Ólaf­ur ekki mæla með slíku. „Ég ætla ekki að biðja neinn að leggja í ein­hverja harð­svír­aða ná­unga sem virða fólk kannski ekki mik­ils,“seg­ir hann. Verði mann var­ir við eitt­hvað mis­jafnt séu þeir beðn­ir að hafa sam­band við veiði­verði.

Ólaf­ur seg­ir að nú verði eft­ir­lits­ferð­um með án­um fjölg­að. Megi eiga von á þeim á hvaða tíma sem er. „ Auk­in harka felst í því að nú verð­ur hvert veiði­brot sem upp kemst kært til lög­regl­unn­ar,“seg­ir hann. Stanga­veiði­fé­lag­ið muni taka mál­ið upp við lög­regl­una.

„Það verð­ur ósk­að eft­ir því að lög­regl­an sinni þess­um út­köll­um hrað­ar og bet­ur en gert hef­ur ver­ið. Við ætl­um að kæra hvert ein­stakt til­vik til lög­regl­unn­ar.“

Ég ætla ekki að biðja neinn að leggja í ein­hverja harð­svír­aða ná­unga sem virða fólk kannski ekki mik­ils.

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son, formað­ur Ell­iða­ár­nefnd­ar Stanga­veiði­fé­lags Reykja­vík­ur

Spíg­spor­að með veiði­stöng á brúnni við Geirs­nef.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.