Út­far­ar­stjóri seg­ir bál­för­um fjölga vegna um­hverf­is­sjón­ar­miða

Fréttablaðið - - NEWS - – pk

UMHVERFISM­ÁL „Þessi aukn­ing gæti vel haft með vit­und­ar­vakn­ingu fólks um umhverfism­ál að gera. Oft tal­ar fólk um að það vilji ekki vera pláss­frekt,“seg­ir Sverr­ir Ein­ars­son, út­far­ar­stjóri hjá Út­far­ar­stofu Ís­lands.

Í Bauta­steini, mál­gagni Kirkju­garða­sam­bands Ís­lands, var á dög­un­um birt sam­an­tekt á hlut­falli bálfara af heild út­fara. Sam­an­tekt­in tek­ur til tíma­bils­ins 2013 til 2018. Í ljós kom að hlut­fall­ið var 28,6 pró­sent ár­ið 2013, hækk­aði svo í 35,3 pró­sent ár­ið 2017 og 2018 rauk hlut­fall bálfara upp í 39,8 pró­sent, sem er rétt tæp­lega tvær af hverj­um fimm mann­eskj­um sem kjósa bál­för í stað hefð­bund­inn­ar út­far­ar.

Sverr­ir seg­ir aukn­ing­una stafa fyrst og fremst af því að um­fjöll­un um bálfar­ir er orð­in meiri og betri. „Þeg­ar ég byrj­aði í þessu fyr­ir rúm­um þrjá­tíu ár­um var miklu minni um­fjöll­un um bálfar­ir. Nú hef­ur fólk meiri að­gang að upp­lýs­ing­um um hvernig þær fara fram.“

Sverr­ir seg­ir að lengi vel hafi hlut­falls­pró­senta bálfara hang­ið í kring um 10-15 pró­sent.

„Mér hugn­ast til­finn­ing­in bet­ur að verða brennd­ur en jarð­sett­ur. Strax þeg­ar ég byrj­aði að vinna við út­far­ar­stjórn­un ákvað ég að láta brenna mig. Það er í raun­inni það eina sem ég hef far­ið fram á þeg­ar ég fell frá, að fólk­ið mitt sjái til þess að ég verði brennd­ur.“

Strax þeg­ar ég byrj­aði að vinna við út­far­ar­stjórn­un ákvað ég að láta brenna mig.

Sverr­ir Ein­ars­son, út­far­ar­stjóri

Rétt tæp­lega tvær af hverj­um fimm mann­eskj­um kusu bál­för í stað hefð­bund­inn­ar út­far­ar í fyrra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.