Fleiri leggj­ast á ár­arn­ar gegn fiskeldi í opn­um sjókví­um

Fyr­ir­tæki og um­hverf­is­sam­tök lýsa yf­ir stuðn­ingi við bar­átt­una gegn fiskeldi í opn­um sjókví­um. Veit­inga­mað­ur sem rek­ur fjóra veit­inga­staði í mið­borg­inni seg­ir er­lenda við­skipta­vini vilja hreina fram­leiðslu á mat­væl­um og seg­ir orð­spor lands­ins í húfi. Það

Fréttablaðið - - NEWS - FRÉTTABLAЭIÐ/PJETUR [email protected]­bla­did.is

FISKELDI Fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafa op­in­ber­lega lýst yf­ir stuðn­ingi við átaks­verk­efn­ið Á móti straumn­um – sam­starfs­verk­efni nátt­úru­vernd­ar­sam­taka, fyr­ir­tækja og ein­stak­linga á Íslandi. Átaks­verk­efn­ið var sett á fót til að vernda ís­lenska nátt­úru fyr­ir lax­eldi í opn­um sjókví­um, sem að­stand­end­ur verk­efn­is­ins segja að sé bæði áhættu­söm og skað­leg grein fyr­ir ís­lenska nátt­úru.

Um 30 fyr­ir­tæki og sam­tök, þar af tæp­lega 20 ís­lensk, hafa lýst yf­ir stuðn­ingi við verk­efn­ið en áð­ur höfðu að­stand­end­ur þess safn­að yf­ir tíu þús­und und­ir­skrift­um þar sem skor­að er á stjórn­völd að stíga var­lega til jarð­ar við það að heim­ila frek­ari upp­bygg­ingu fisk­eld­is í opn­um sjókví­um.

Veit­inga­mað­ur­inn Nuno Servo, sem bú­ið hef­ur í rúm­an ald­ar­fjórð­ung hér á landi, er einn þeirra sem styðja átak­ið. Nuno rek­ur veit­inga­stað­ina Sus­hi Social, Apó­tek­ið, Tap­as bar­inn og Sæta svín­ið.

„Ís­land hef­ur með réttu stært sig af og gert út á hrein­leika, með­al ann­ars í mat­væla­fram­leiðslu. Það skýt­ur því skökku við ef við ætl­um að leyfa svo óum­hverf­i­s­væna mat­væla­fram­leiðslu sem sjókvía­eldi er enda mun það hafa slæm áhrif á það góða orð­spor sem við höf­um bú­ið okk­ur til,“seg­ir Nuno.

„ Er­lend­ir við­skipta­vin­ir vilja vera viss­ir um að sá mat­ur sem þeir snæða sé fram­leidd­ur með fag­leg­um og nátt­úru­væn­um hætti og þar er lax­inn að sjálf­sögðu ekki und­an­skil­inn. Það skipt­ir við­skipta­vini okk­ar máli að vita hvað­an hrá­efn­ið kem­ur.“

Með­al þeirra vanda­mála sem tengj­ast sjókvía­eldi í Nor­egi eru laxa lús og slysaslepp­ing­ar sem geta leitt til þess að eld­islax bland­ist villt­um laxi. Hér á landi eru nokk­ur dæmi um slysaslepp­ing­ar og til­vik þar sem eld­islax hef­ur veiðst í ís­lensk­um veiði­ám.

Fyr­ir Al­þingi liggja nú tvö frum­vörp sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra sem fjalla um fiskeldi. Nokkr­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á frum­vörp­un­um í með­ferð þings­ins en óvíst er hvort þau verði sam­þykkt enda fjöl­mörg mál enn á dag­skrá þings­ins nú þeg­ar stytt­ist í þinglok.

Nokk­ur um­ræða, og um leið átök, hafa ver­ið um fiskeldi hér á landi og hafa nátt­úru­vernd­ar­sam­tök lagst gegn aukn­um um­svif­um fisk­eld­is í opn­um kví­um. Sam­tök á borð við Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Ís­lands og Land­vernd eru með­al þeirra sem hafa lýst yf­ir stuðn­ingi við fyrr­nefnt átak.

Þá vakti það at­hygli í fyrra þeg­ar ís­lenska kokka­lands­lið­ið rifti skyndi­lega styrkt­ar­samn­ingi við Arn­ar­lax þeg­ar í ljós kom að samn­ing­ur­inn hafði ekki ver­ið gerð­ur með vilja og vit­und lands­liðs­manna. Að­stand­end­ur lands­liðs­ins báð­ust þó af­sök­un­ar nokkr­um dög­um síð­ar en það breytti ekki af­stöðu kokk­anna um að nota ekki hrá­efni frá fyr­ir­tæk­inu í verk­efn­um sín­um.

Meg­in­markmið átaks­ins Á móti straumn­um er að stækk­un grein­ar­inn­ar verði stöðv­uð þar til frek­ari rann­sókn­ir liggja fyr­ir um um­hverf­isáhrif henn­ar.

For­svars­menn Á móti straumn­um vilja fara var­lega í upp­bygg­ingu fisk­eld­is í opn­um sjókví­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.