Kjósa ekki full­trúa í stjórn

Fréttablaðið - - NEWS - – ab

LÖGREGLUMÁ­L Lög­reglu­fé­lag Norð­ur­lands vestra ætl­ar ekki að kjósa nýj­an full­trúa í stjórn Lands­sam­bands lög­reglu­manna vegna deil­unn­ar um fækk­un sér­sveit­ar­manna á lands­byggð­inni. Þetta er nið­ur­staða fé­lags­fund­ar sem fór fram á lög­reglu­stöð­inni á Sauð­ár­króki í gær.

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu frá fé­lag­inu að hags­mun­ir fé­lags­ins og for­ystu stjórn­ar lands­sam­bands­ins fari ekki sam­an þeg­ar kem­ur að bíla­mál­um, mál­efn­um sér­sveit­ar ásamt fata- og tækja­mál­um.

Fyr­ir viku álykt­aði fé­lag­ið að af­ar mik­il­vægt væri að sér­sveit yrði áfram starf­rækt á Norð­ur­landi. Var þá lands­sam­band­ið hvatt til að „ standa í lapp­irn­ar“gagn­vart rík­is­lög­reglu­stjóra sem hefði leyft vanda­mál­um að marg­fald­ast á síð­ustu ár­um.

FRÉTTABLAЭIÐ/PJETUR

Lög­reglu­stöð­in á Sauð­ár­króki.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.