Hyggst beita sér svo féð skili sér til SÁÁ

Fréttablaðið - - NEWS - – ab

HEILBRIGÐI­SMÁL Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur skrif­að Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands bréf þar sem lögð er áhersla á að tek­ið sé til við samn­inga um þá fjár­muni sem stjórn­völd hafa lof­að SÁÁ. Þetta kom fram í svari ráð­herra við fyr­ir­spurn Ingu Sæ­land, for­manns Flokks fólks­ins, á Al­þingi í gær.

Af því 150 millj­óna fram­lagi rík­is­ins sem þing­ið sam­þykkti fyr­ir ára­mót hafa 25 millj­ón­ir skil­að sér til SÁÁ. 125 millj­ón­ir eru inni á reikn­ing­um Sjúkra­trygg­inga. „Nú vit­um við að það er að fjölga á bið­list­an­um inn á Vog. Nú bíða 650 manns eft­ir með­ferð og að­stoð á Sjúkra­hús­inu Vogi. Þær töl­ur sem ég hafði áð­ur voru um 600,“sagði Inga. Góðu frétt­irn­ar væru þó að dreg­ið hefði úr ótíma­bær­um dauða vegna of­neyslu ópíóða og lyfja­eitr­un­ar.

Svandís sagði að hún hefði

fund­að með stjórn SÁÁ vegna máls­ins, verk­efn­ið væri þó á borði Sjúkra­trygg­inga. „ Ég vænti þess að þess­ir pen­ing­ar kom­ist fljótt í vinnu fyr­ir SÁÁ og þá góðu starf­semi sem þar fer fram. Ég mun beita mér í þá veru,“sagði ráð­herr­ann.

FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR

Svandís Svavars­dótt­ir er heil­brigð­is­ráð­herra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.