Þátt­taka Ís­lands mik­il­væg fyr­ir Atlants­hafs­banda­lag­ið

Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins, heim­sótti Ís­land í gær og átti fund með Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra. Ræddu um kjarn­orku­mál, norð­ur­slóð­ir og sta­f­ræn ör­ygg­is­mál. Helsta deilu­efni Katrín­ar og hins norska Stolten­bergs var

Fréttablaðið - - NEWS - [email protected]­bla­did.is

UTANRÍKISM­ÁL Atlants­hafs­banda­lag­ið (NATO) er þakk­látt fyr­ir fram­lag Ís­lend­inga til þess. Þetta sagði Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, á blaða­manna­fundi með Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra í Ráð­herra­bú­staðn­um í gær. Stolten­berg var á Íslandi í gær í boði Katrín­ar. Norð­mað­ur­inn hitti einnig Guð­laug Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra og ræddi til að mynda við full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar er hann lenti á Kefla­vík­ur­flug­velli.

„Helstu skila­boð mín eru í dag að þakka ykk­ur fyr­ir fram­lag­ið,“sagði Stolten­berg. Hann nefndi eft­ir­lit á Norð­ur-Atlants­hafi og fram­lag Ís­lands til ým­issa verk­efna og að­gerða banda­lags­ins, til að mynda í Írak og Kó­sovó. Þá ræddi hann einnig um mik­il­vægi stað­setn­ing­ar Ís­lands. Sagði hana hjálpa til við að „að binda Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku sam­an“.

Að því er Katrín sagði frá á blaða­manna­fund­in­um ræddu þau Stolten­berg um mál­efni norð­ur­slóða, lofts­lags­mál, kjarn­orku­af­vopn­un og svo­kall­að­ar bland­að­ar ógn­ir. Það er að segja ör­ygg­is­ógn­ir sem eru fjöl­þætt­ar.

For­sæt­is­ráð­herr­ann sagði þau Stolten­berg sam­mála um að norð­ur­slóð­ir væru orðn­ar póli­tísk­ari og því fylgdi ým­is­legt, bæði nei­kvætt og já­kvætt. „Okk­ar sýn á Íslandi er að norð­ur­slóð­ir skuli vera tog­streitu­laust svæði og við höf­um ein­beitt okk­ur að því sem for­menn Norð­ur­slóða­ráðs­ins. Ekki ein­ung­is í lofts­lags­mál­um held­ur einnig á sviði frið­sæll­ar sam­vinnu,“sagði Katrín.

Und­ir þetta tók Stolten­berg. „Boð­skap­ur­inn er að á norð­ur­slóð­um sé lít­il tog­streita. Við vinn­um að því að við­halda þeirri stöðu þrátt fyr­ir að hern­að­ar­við­vera á svæð­inu, einkum Rússa, auk­ist þar.“

Norð­mað­ur­inn lýsti áhyggj­um sín­um af því að INF-kjarn­orku­samn­ing­ur­inn, er gerð­ur var eft­ir leið­toga­fund þeirra Reag­ans og Gor­basj­evs í Höfða, væri í hættu „vegna rúss­neskra samn­ings­brota“og sagði banda­lag­ið ætla að halda áfram að kalla eft­ir því að Rúss­ar færu eft­ir samn­ingn­um.

„Ég held að það hafi auð­vit­að all­ir áhyggj­ur af auk­inni tog­streitu í þess­um mála­flokki,“sagði Katrín og bætti því við að hún von­aði að lausn fynd­ist á mál­inu.

For­sæt­is­ráð­herra sagði einnig aukn­ar áhyggj­ur af blönd­uð­um ógn­um og sta­f­rænu ör­yggi. Stolten­berg sagði þann mála­flokk hluta af þeirri að­lög­un Atlants­hafs­banda­lags­ins sem nú ætti sér stað. „Við mun­um halda þeim um­ræð­um áfram þeg­ar við hitt­umst á ný á leið­toga­fundi NATO í Lund­ún­um í byrj­un des­em­ber.“

Að­spurð­ur um hvort and­staða Katrín­ar og f lokks henn­ar við Atlants­hafs­banda­lags­að­ild Ís­lands hefði áhrif á sam­starf­ið sagði Stolten­berg það af og frá. NATO væri banda­lag 29 lýð­ræð­is­ríkja og inn­an slíkra þrif­ust mis­mun­andi sjón­ar­mið og skoð­an­ir.

Fram­kvæmda­stjór­inn tók fram að hann hefði áð­ur ver­ið for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs í rík­is­stjórn þar sem einn flokk­anna var and­víg­ur að­ild. Sam­ið hefði ver­ið um stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar og hún hefði ver­ið fylgj­andi að­ild í heild. „Svar­ið er nei, þetta hef­ur ekki vald­ið nein­um vanda­mál­um.“

Helst mátti greina ágrein­ing á fundi Katrín­ar og Stolten­bergs er þau ræddu um þjóð­erni Leifs Ei­ríks­son­ar, að því er Katrín sagði sjálf frá á blaða­manna­fund­in­um. „Ég held það hafi ver­ið erf­ið­asta um­ræðu­efn­ið á fundi okk­ar.“

Helstu skila­boð mín eru í dag að þakka ykk­ur fyr­ir fram­lag­ið.

Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO

FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK

Katrín ræddi við Stolten­berg um norð­ur­slóð­ir, kjarn­orku og sta­f­rænt ör­yggi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.