Sam­kynja pör verða lög­leg

Fréttablaðið - - NEWS - – þea

BOTSVANA Lög um allt að sjö ára fang­els­is­dóm við sam­kynja sam­bönd­um stang­ast á við stjórn­ar­skrá Botsvana og hafa því ver­ið felld úr gildi. Að þess­ari nið­ur­stöðu komst hæstirétt­ur Afríku­rík­is­ins í gær. „Með því að vega að minni­hluta­hóp­um er veg­ið að sjálfs­virð­ingu mann­kyns,“hafði breska rík­is­út­varp­ið eft­ir Michael El­buru, ein­um af þrem­ur dómur­um í mál­inu. Nið­ur­stað­an var sam­hljóða.

Lög­in hafa ver­ið í gildi í Botsvana frá ár­inu 1965 þeg­ar breska ný­lend­u­stjórn­in kom þeim á. Botsvansk­ur nemi ákvað hins veg­ar að láta reyna á lög­in fyr­ir dóm­stól­um og stóð að lok­um uppi sem sig­ur­veg­ari.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.