Ekki samn­ing­ur Juncker og May

Fréttablaðið - - NEWS - – þea

Evr­ópu­sam­band­ið mun ekki gera nýj­an út­göngu­samn­ing við Breta jafn­vel þótt Bret­ar skipti um for­sæt­is­ráð­herra. Þetta sagði Je­an-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB í gær.

Íhalds­flokk­ur­inn vel­ur nú nýj­an formann eft­ir af­sögn Th­eresu May. Hún sit­ur áfram sem for­sæt­is­ráð­herra þar til leið­toga­kjöri lýk­ur. Breska þing­ið hef­ur í þrígang hafn­að samn­ingn­um sem stjórn May gerði við ESB. Íhalds­flokk­ur­inn er klof­inn í af­stöðu sinni til samn­ings­ins og vilja marg­ir fá hon­um breytt.

„Þetta er ekki samn­ing­ur á milli Th­eresu May og Juncker. Þetta er samn­ing­ur á milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Bret­lands. Það þarf næsti for­sæt­is­ráð­herra að virða. Það verð­ur ekki sam­ið upp á nýtt.“

NORDICPHOT­OS/AFP

May og Juncker.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.