Mögru ár­in

Fréttablaðið - - NEWS - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­[email protected]­bla­did.is

Margt gott og vit­ur­legt má finna í sög­um Bi­blí­unn­ar. Þannig er til dæm­is rík ástæða til að rifja reglu­lega upp sög­una um draum hins egypska fara­ós. Hann dreymdi sjö feit­ar kýr koma upp úr á og á eft­ir þeim komu sjö aðr­ar kýr, ljót­ar og hor­að­ar, sem átu upp hinar sjö fal­legu. Draum­ur­inn var ráð­inn á þann veg að eft­ir sjö ára góðæri kæmi sjö ára al­var­leg nið­ur­sveifla. Skila­boð sög­unn­ar eru þau að til að gera erf­iðu ár­in ögn bæri­legri eigi að sýna ráð­deild á upp­gangs­tím­um og leggja til hlið­ar fyr­ir mögru ár­in.

Ís­lend­ing­ar voru undrafljót­ir að jafna sig á efna­hags­hruni og hafa und­an­far­in ár bú­ið við mik­ið góðæri. Í óhóf­legri bjart­sýni hafa ein­hverj­ir þeirra lif­að eins og góðær­ið myndi vara alla tíð og virð­ist brugð­ið þeg­ar í ljós kem­ur að svo muni ekki verða. Sam­drátt­ur set­ur þá úr jafn­vægi og fyr­ir bregð­ur ólund­ar­svip við til­hugs­un­ina um að gróð­inn verði minni en áð­ur. Þetta á sér­stak­lega við í ferða­þjón­ust­unni. Þeg­ar grósk­an var þar hvað mest var vein­að yf­ir hug­mynd­um um að ferða­þjón­ust­an greiddi sitt til sam­fé­lags­ins í formi skatta. Ferða­þjón­ust­an var sögð of­ur­við­kvæm grein sem ætti að njóta alls kyns fríð­inda. Á þessu var tek­ið mark og ferða­þjón­ust­an hef­ur ekki ver­ið skatt­lögð eins og ástæða er til. Hún hef­ur hvað eft­ir ann­að ver­ið stað­in að okri en rek­ur upp skað­ræð­i­s­vein ef ein­hverj­ir gera at­huga­semd­ir við það. Græðg­is­hugs­un hef­ur ver­ið í for­grunni en fyr­ir­hyggju ekki gætt að sama skapi.

Þetta á ekki ein­ung­is við í ferða­þjón­ustu þótt hún sé hér tek­in sem dæmi. Hið sama á við ýmsa aðra, eins og til dæm­is fjár­festa og aðra pen­ingagutta sem vilja planta sem flest­um lúxus­í­búð­um og lúx­us­hót­el­um út um all­ar triss­ur, ekki síst í mið­bæ Reykja­vík­ur, og gera sjálf­krafa ráð fyr­ir að anna ekki eft­ir­spurn. Þar á bæ var geng­ið út frá því að góðu ár­in séu kom­in til að vera. Nú blas­ir sam­drátt­ur við og erfitt er að sjá fyr­ir sér að lúx­us­hús­næð­ið fyll­ist. Það mun standa á sín­um stað, sem eins kon­ar minn­is­merki um of­látungs­hátt og veru­leikafirr­ingu. Nokk­uð sem ís­lensk­ur al­menn­ing­ur sá ótal dæmi um á ár­un­um fyr­ir hrun og hélt að myndi ekki end­ur­taka sig í bráð.

Þrátt fyr­ir sam­drátt og nið­ur­sveiflu munu Ís­lend­ing­ar áfram búa við vel­sæld þótt hún verði ekki jafn mik­il og síð­ustu ár. Einu ein­stak­ling­arn­ir sem hafa raun­veru­lega ástæðu til að kvarta eru ör­yrkj­ar og það launa­fólk sem býr við lægstu laun­in og nær eng­an veg­inn end­um sam­an. Lítt er hug­að að þess­um hópi, stund­um er eins og við­horf­ið sé að hann hafi kall­að þetta hlut­skipti yf­ir sig og verði að vinna sig út úr því á eig­in spýt­ur. Það er hæg­ara sagt en gert í þjóð­fé­lagi þar sem fólk á leigu­mark­aði er fast í víta­hring. Megn­ið af tekj­un­um fer í sví­virði­lega háa húsa­leigu og ekk­ert er af­gangs til að leggja fyr­ir. Þetta fólk á ekki nein sér­stak­lega góð ár held­ur enda­lausa röð af mögr­um ár­um þar sem það reyn­ir að skrimta. Það á að setja hag þessa fólks í for­gang, ekki hag þeirra sem vilja græða sem mest.

Þetta fólk á ekki nein sér­stak­lega góð ár held­ur enda­lausa röð af mögr­um ár­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.